Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2023 10:29 Embættismenn í Bandaríkjunum segja íranska hermenn líklega hafa fallið í árásunum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gærkvöldi myndbönd af loftárásum hersins á byltingarverði Íran og vígahópa sem Írans styður í austurhluta Sýrlands á dögunum. Árásirnar voru gerðar vegna ítrekaðra árása meðlima vígahópa í Írak og Sýrlandi á bandaríska hermenn þar. Ein árás var gerð á þjálfunarmiðstöð í Abu Kamal í Sýrlandi og á meinta stjórnstöð byltingarvarða Íran og tengdra sveita í Mayadin. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Sjá einnig: Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja líklegt að mannfall hafi orðið í loftárásunum og að markmiðið hafi einnig verið að granda vopnabirgðum sem voru á báðum stöðunum. Einn embættismaður sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar til að mynda talið væri að byltingarverðir Íran hefðu verið í húsnæðinu í Mayadin og hefðu líklega fallið. Árásirnar voru gerðar á sunnudaginn og var það í þriðja sinn sem Bandaríkjamenn gera árásir sem þessar á tveimur vikum. Með þeim vilja Bandaríkjamenn þvinga Írana og vígahópa þeirra til að hætta árásum á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Tölur um fjölda þessara árása eru á nokkru kreiki eða allt frá rúmlega fimmtíu í rúmlega sjötíu á undanförnum mánuði. Þær hófust eftir að sprenging varð við sjúkrahús á Gasaströndinni þann 17. október. Í flestum tilfellum hefur eldflaugum verið skotið að bandarískum herstöðvum eða sjálfsprengidrónum flogið að þeim. Ekki virðist sem það hafi tekist, þar sem fregnir hafa borist af áframhaldandi árásum á bandaríska hermenn. CNN sagði í gær að minnst fjórar árásir hefðu verið gerðar á bandaríska hermenn í Sýrlandi frá því á sunnudaginn. Enginn er þó sagður hafa særst í þessum árásum. Heimildarmenn miðilsins segja árásirnar bæði hafa gerðar með eldflaugum og sjálfsprengidrónum. Sýrland Bandaríkin Hernaður Íran Átök í Ísrael og Palestínu Írak Tengdar fréttir Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir. 13. nóvember 2023 12:02 Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. 9. nóvember 2023 23:38 Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. 8. nóvember 2023 23:09 Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. 3. nóvember 2023 11:43 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Ein árás var gerð á þjálfunarmiðstöð í Abu Kamal í Sýrlandi og á meinta stjórnstöð byltingarvarða Íran og tengdra sveita í Mayadin. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Sjá einnig: Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja líklegt að mannfall hafi orðið í loftárásunum og að markmiðið hafi einnig verið að granda vopnabirgðum sem voru á báðum stöðunum. Einn embættismaður sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar til að mynda talið væri að byltingarverðir Íran hefðu verið í húsnæðinu í Mayadin og hefðu líklega fallið. Árásirnar voru gerðar á sunnudaginn og var það í þriðja sinn sem Bandaríkjamenn gera árásir sem þessar á tveimur vikum. Með þeim vilja Bandaríkjamenn þvinga Írana og vígahópa þeirra til að hætta árásum á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Tölur um fjölda þessara árása eru á nokkru kreiki eða allt frá rúmlega fimmtíu í rúmlega sjötíu á undanförnum mánuði. Þær hófust eftir að sprenging varð við sjúkrahús á Gasaströndinni þann 17. október. Í flestum tilfellum hefur eldflaugum verið skotið að bandarískum herstöðvum eða sjálfsprengidrónum flogið að þeim. Ekki virðist sem það hafi tekist, þar sem fregnir hafa borist af áframhaldandi árásum á bandaríska hermenn. CNN sagði í gær að minnst fjórar árásir hefðu verið gerðar á bandaríska hermenn í Sýrlandi frá því á sunnudaginn. Enginn er þó sagður hafa særst í þessum árásum. Heimildarmenn miðilsins segja árásirnar bæði hafa gerðar með eldflaugum og sjálfsprengidrónum.
Sýrland Bandaríkin Hernaður Íran Átök í Ísrael og Palestínu Írak Tengdar fréttir Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir. 13. nóvember 2023 12:02 Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. 9. nóvember 2023 23:38 Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. 8. nóvember 2023 23:09 Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. 3. nóvember 2023 11:43 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir. 13. nóvember 2023 12:02
Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. 9. nóvember 2023 23:38
Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. 8. nóvember 2023 23:09
Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. 3. nóvember 2023 11:43