Við þurfum að standa vaktina Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. nóvember 2023 13:00 Um þessar mundir horfum við upp á stórfellda eyðileggingu af völdum þeirra jarðskjálfta, landriss og landsigs sem á sér nú stað á sunnanverðu Reykjanesi. Grindavík er í miðju þessara skelfilegu hamfara og íbúar Grindavíkur eru að upplifa atburði á skala sem við höfum ekki séð hér á landi í rúma hálfa öld. Við Íslendingar erum svo lánsöm að eiga viðbragðskerfi sem er einstakt á heimsmælikvarða og það hefur sýnt sig á síðustu dögum hversu öflugt það er að byggja upp kerfi þar sem sjálfboðaliðar vinna þétt saman í þágu þjóðar. Grindavík var á föstudaginn var rýmd á mettíma og þar sýndi sig hversu mikilvægt það er að við leggjum vinnu í að búa til viðbragðsáætlanir. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar undanfarna daga hafa ávallt verið með öryggi íbúa og viðbragðsaðila að leiðarljósi. Hafandi starfað innan þess viðbragðskerfis í tæp þrjátíu ár, þá hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sjá það þróast og eflast í gegnum árin. Sem betur fer höfum við á undanförnum árum lagt aukið fjármagn í að styðja við uppbyggingu kerfisins. Það eru ekki nema níu ár síðan það gaus í Holuhrauni og þeir félagar Víðir og Rögnvaldur þurftu að skipta á milli sín tólf tíma vöktum í Samhæfingarstöðinni í marga mánuði því að fjárframlög til Almannavarna dugðu einungis fyrir örfáum starfsmönnum. Mikilvægt er að það aukna fjárframlag sem kom til kjarnarekstrar Almannavarna í kjölfar heimsfaraldursins sé ekki einungis viðhaldið, heldur aukið. Álagið á viðbragðskerfið okkar mun einungis aukast á komandi árum, nú þegar fleiri og fleiri eldstöðvakerfi eru að vakna af dvala. Viðbragðskerfi okkar er einnig af stóru leyti byggt upp af sjálfboðaliðum frá Rauða Krossinum og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar standa þúsundir einstaklinga vaktina dag og nótt og án þeirra væri ástandið mun alvarlegra. Það er samt mikilvægt að muna að þegar atburðir og aðgerðir dragast á langinn þá er ekki hægt að treysta einungis á sjálfboðaliða. Við þurfum því að huga að því hvernig við tryggjum langtíma aðstoð við íbúa Grindavíkur. Fram undan er mikil vinna en við megum ekki gleyma því að við erum enn þá í miðjum atburði. Hvort heldur sem gýs eða ekki, þá er augljóst að skemmdir og ástandið í Grindavík er skelfilegt og ansi erfitt fyrir nokkurt okkar að átta okkur á því hvernig íbúum Grindavíkur líður þessa dagana. Það er því mikilvægt fyrir okkur öll sem þjóð að taka þessum íbúum opnum örmum og gera allt sem í okkar valdi til þess að lina þjáningar þeirra. Eitt helsta hlutverk ríkisstjórnarinnar á þessum miklu óvissutímum er að taka ákvarðanir hratt og örugglega. Nú er ekki tíminn til að skipa nefndir og starfshópa til þess að spá í hvað eigi að gera, heldur er mikilvægt að taka ákvarðanir sem sýna það strax í verki að við munum standa þétt við bakið á öllum íbúum Grindavíkur og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hjálpa þeim.. Nú, eins og svo oft áður er mikilvægt að við stöndum vaktina. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Grindavík Mest lesið Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir horfum við upp á stórfellda eyðileggingu af völdum þeirra jarðskjálfta, landriss og landsigs sem á sér nú stað á sunnanverðu Reykjanesi. Grindavík er í miðju þessara skelfilegu hamfara og íbúar Grindavíkur eru að upplifa atburði á skala sem við höfum ekki séð hér á landi í rúma hálfa öld. Við Íslendingar erum svo lánsöm að eiga viðbragðskerfi sem er einstakt á heimsmælikvarða og það hefur sýnt sig á síðustu dögum hversu öflugt það er að byggja upp kerfi þar sem sjálfboðaliðar vinna þétt saman í þágu þjóðar. Grindavík var á föstudaginn var rýmd á mettíma og þar sýndi sig hversu mikilvægt það er að við leggjum vinnu í að búa til viðbragðsáætlanir. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar undanfarna daga hafa ávallt verið með öryggi íbúa og viðbragðsaðila að leiðarljósi. Hafandi starfað innan þess viðbragðskerfis í tæp þrjátíu ár, þá hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sjá það þróast og eflast í gegnum árin. Sem betur fer höfum við á undanförnum árum lagt aukið fjármagn í að styðja við uppbyggingu kerfisins. Það eru ekki nema níu ár síðan það gaus í Holuhrauni og þeir félagar Víðir og Rögnvaldur þurftu að skipta á milli sín tólf tíma vöktum í Samhæfingarstöðinni í marga mánuði því að fjárframlög til Almannavarna dugðu einungis fyrir örfáum starfsmönnum. Mikilvægt er að það aukna fjárframlag sem kom til kjarnarekstrar Almannavarna í kjölfar heimsfaraldursins sé ekki einungis viðhaldið, heldur aukið. Álagið á viðbragðskerfið okkar mun einungis aukast á komandi árum, nú þegar fleiri og fleiri eldstöðvakerfi eru að vakna af dvala. Viðbragðskerfi okkar er einnig af stóru leyti byggt upp af sjálfboðaliðum frá Rauða Krossinum og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar standa þúsundir einstaklinga vaktina dag og nótt og án þeirra væri ástandið mun alvarlegra. Það er samt mikilvægt að muna að þegar atburðir og aðgerðir dragast á langinn þá er ekki hægt að treysta einungis á sjálfboðaliða. Við þurfum því að huga að því hvernig við tryggjum langtíma aðstoð við íbúa Grindavíkur. Fram undan er mikil vinna en við megum ekki gleyma því að við erum enn þá í miðjum atburði. Hvort heldur sem gýs eða ekki, þá er augljóst að skemmdir og ástandið í Grindavík er skelfilegt og ansi erfitt fyrir nokkurt okkar að átta okkur á því hvernig íbúum Grindavíkur líður þessa dagana. Það er því mikilvægt fyrir okkur öll sem þjóð að taka þessum íbúum opnum örmum og gera allt sem í okkar valdi til þess að lina þjáningar þeirra. Eitt helsta hlutverk ríkisstjórnarinnar á þessum miklu óvissutímum er að taka ákvarðanir hratt og örugglega. Nú er ekki tíminn til að skipa nefndir og starfshópa til þess að spá í hvað eigi að gera, heldur er mikilvægt að taka ákvarðanir sem sýna það strax í verki að við munum standa þétt við bakið á öllum íbúum Grindavíkur og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hjálpa þeim.. Nú, eins og svo oft áður er mikilvægt að við stöndum vaktina. Höfundur er þingmaður Pírata.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun