Suður-Afríka er nýbúið að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í rugby og sjálfur heimsbikarinn var staddur í höfuðstöðvunum sem eru í Höfðaborg.'

Innbrotsþjófarnir létu hins vegar heimsbikarinn vera. Þeir fundu herbergið þar sem bikararnir voru og tóku einn bikarinn aðeins upp en hættu svo við að taka hann. Þeir einbeittu sér í staðinn að öðrum verðmætum á staðnum.
Öryggismyndavélar sýna tvo innbrotsþjófana í höfuðstöðvunum og þar á meðal í verðlaunaherberginu. Suður-afríski blaðamaðurinn Yusuf Abramjee sýndi frá upptökunum á samfélagsmiðlum.
Breska ríkisútvarpið fékk það staðfest frá talsmanni sambandsins að enginn bikar hafi verið tekinn. Suður Afríku hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari í rugby og bikarar frá þeim sigrum voru í verðlaunaskáp sambandsins.
Webb Ellis heimsbikarinn sem vannst á dögunum var aftur á móti á öruggum stað í peningaskáp.
Suður Afríku hefur unnið flesta heimsmeistaratitla í rugby af öllum þjóðum en þeir urðu heimsmeistarar 1995, 2007, 2019 og svo 2023.
Here is footage of the burglary. https://t.co/6aOLd4VwHx pic.twitter.com/XjDADMTcfL
— Yusuf Abramjee (@Abramjee) November 14, 2023