Segja TEAM-Iceland vinnuheiti: Líti út eins og dæmigerð eftiráskýring Árni Sæberg skrifar 16. nóvember 2023 10:34 Eiríkur gefur lítið fyrir skýringar ráðuneytis Ásmundar Einars. Vísir Mennta- og barnamálaráðuneytið segir hið umdeilda heiti TEAM-Iceland fyrst og fremst vera vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum, í tengslum við ráðstefnuna Vinnum gullið, og ekki hafi verið fastsett viðeigandi nafn á íslensku á væntanlega afreksmiðstöð. Þetta segir í svari ráðuneytisins við erindi Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann sendi tvívegis en var ekki svarað fyrr en hann vakti athygli á málinu hér á Vísi í gær. Í svarinu segir einnig að ráðuneytið muni velja íslenskt vinnuheiti til notkunar á ráðstefnunni og til framtíðar og að gott væri að geta leitað til Eiríks í því sambandi. Heitið virðist komið til að vera Eiríkur vakti athygli á svarinu á Facebook og lét eigið svar fylgja með. Í svari sínu sagði hann það gott að til standi að finna íslenskt heiti á verkefnið. „En skýringin „TEAM-Iceland er fyrst og fremst vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum“ lítur satt að segja út eins og dæmigerð eftiráskýring.“ Tilkynning um verkefnið hangi enn uppi á vef Stjórnarráðsins og í henni segi meðal annars: TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð. Lagt er upp með að innan TEAM-Iceland verði fremstu sérfræðingar á sviði íþrótta sem vinni saman að því markmiði að hámarka árangur íslensks íþróttafólks. TEAM-Iceland verkefnið verður til umfjöllunar á ráðstefnunni Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi […]. Með verkefninu TEAM-Iceland er stefnt að því að bæta umhverfi afreksíþróttafólks, s.s. líkamlega þjálfun þeirra og heilsu, efla þátt mælinga og stöðumata, og efla jafnframt þjónustu næringarfræðinga. […] markmið TEAM-Iceland væri jafnframt að styðja við framgang og faglega umgjörð Afrekssviða og -brauta í framhaldsskólum landsins. Erlend samskipti komi málinu ekkert við Eiríkur segir að í tilkynningunni sé aðeins talað um framkvæmd verkefnisins innanlands. „Erlend samskipti koma þessu máli ekki við – og jafnvel þótt ætlunin væri að nota þetta heiti einkum í erlendum samskiptum á það vitanlega ekki við á þessari ráðstefnu sem væntanlega fer að miklu leyti fram á íslensku.“ Þá sé athyglisvert að í titlum erinda sem fjalla um hliðstæður í öðrum löndum séu heiti þeirra íslenskuð – „Afreksíþróttamiðstöð Lúxemborgar“ og „Afreksíþróttamiðstöð Noregs“. Hreinlegra að ráðuneytið viðurkenni mistök Eiríkur segir að ekkert annað sé að sjá en að „TEAM-Iceland“ sé opinbert heiti verkefnisins og hvergi komi fram að um vinnuheit sé að ræða. „Mér fyndist hreinlegra að það væri bara viðurkennt að þarna varð ráðuneytinu á í messunni.“ Því megi svo bæta við að hann hafi skrifað ráðuneytinu fyrst um málið á fimmtudaginn var, og ítrekað erindið svo á mánudagsmorgun. „Það komu hins vegar engin viðbrögð frá ráðuneytinu fyrr en ég skrifaði grein á Vísi sem síðan var gerð að frétt. Þetta sýnir að það skiptir máli að vekja opinberlega athygli á því þegar stjórnvöld nota ensku að ástæðulausu.“ Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Innlent Fleiri fréttir „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Sjá meira
Þetta segir í svari ráðuneytisins við erindi Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann sendi tvívegis en var ekki svarað fyrr en hann vakti athygli á málinu hér á Vísi í gær. Í svarinu segir einnig að ráðuneytið muni velja íslenskt vinnuheiti til notkunar á ráðstefnunni og til framtíðar og að gott væri að geta leitað til Eiríks í því sambandi. Heitið virðist komið til að vera Eiríkur vakti athygli á svarinu á Facebook og lét eigið svar fylgja með. Í svari sínu sagði hann það gott að til standi að finna íslenskt heiti á verkefnið. „En skýringin „TEAM-Iceland er fyrst og fremst vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum“ lítur satt að segja út eins og dæmigerð eftiráskýring.“ Tilkynning um verkefnið hangi enn uppi á vef Stjórnarráðsins og í henni segi meðal annars: TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð. Lagt er upp með að innan TEAM-Iceland verði fremstu sérfræðingar á sviði íþrótta sem vinni saman að því markmiði að hámarka árangur íslensks íþróttafólks. TEAM-Iceland verkefnið verður til umfjöllunar á ráðstefnunni Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi […]. Með verkefninu TEAM-Iceland er stefnt að því að bæta umhverfi afreksíþróttafólks, s.s. líkamlega þjálfun þeirra og heilsu, efla þátt mælinga og stöðumata, og efla jafnframt þjónustu næringarfræðinga. […] markmið TEAM-Iceland væri jafnframt að styðja við framgang og faglega umgjörð Afrekssviða og -brauta í framhaldsskólum landsins. Erlend samskipti komi málinu ekkert við Eiríkur segir að í tilkynningunni sé aðeins talað um framkvæmd verkefnisins innanlands. „Erlend samskipti koma þessu máli ekki við – og jafnvel þótt ætlunin væri að nota þetta heiti einkum í erlendum samskiptum á það vitanlega ekki við á þessari ráðstefnu sem væntanlega fer að miklu leyti fram á íslensku.“ Þá sé athyglisvert að í titlum erinda sem fjalla um hliðstæður í öðrum löndum séu heiti þeirra íslenskuð – „Afreksíþróttamiðstöð Lúxemborgar“ og „Afreksíþróttamiðstöð Noregs“. Hreinlegra að ráðuneytið viðurkenni mistök Eiríkur segir að ekkert annað sé að sjá en að „TEAM-Iceland“ sé opinbert heiti verkefnisins og hvergi komi fram að um vinnuheit sé að ræða. „Mér fyndist hreinlegra að það væri bara viðurkennt að þarna varð ráðuneytinu á í messunni.“ Því megi svo bæta við að hann hafi skrifað ráðuneytinu fyrst um málið á fimmtudaginn var, og ítrekað erindið svo á mánudagsmorgun. „Það komu hins vegar engin viðbrögð frá ráðuneytinu fyrr en ég skrifaði grein á Vísi sem síðan var gerð að frétt. Þetta sýnir að það skiptir máli að vekja opinberlega athygli á því þegar stjórnvöld nota ensku að ástæðulausu.“
Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Innlent Fleiri fréttir „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Sjá meira