Bætum stöðu fatlaðs fólk Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 16. nóvember 2023 13:30 Staða fatlaðs fólks í samfélaginu hefur sem betur fer breyst til hins betra undanfarin ár og áratugi. Samt sem áður stendur fatlað fólk enn ekki á jafnfætis ófötluðum á mörgum sviðum. Er þar nóg að nefna aðgengi að samfélaginu, þ.m.t. að námi og atvinnu. Auk þess eru fordómar gagnvart því hvað fatlað fólk getur gert og ekki gert eru enn alltof miklir. Fatlað fólk er líklegra til að verða fyrir ofbeldi, ekki síst fatlaðar konur. Þess vegna heldur baráttan fyrir mannréttindum fatlaðs fólks áfram og ég vil leggja lóð mín á þær vogarskálar. Á þessu ári hefur ráðuneyti mitt, í góðu samstarfi við fjölda aðila, staðið fyrir umfangsmikilli vinnu við gerð landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Landsáætlun er ætlað að koma samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til framkvæmdar hér á Íslandi, en unnið er að undirbúningi að lögfestingu hans í forsætisráðuneytinu. Mikilvæg forsenda lögfestingar er að koma á fót óháðri mannréttindastofnun, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um stofnunina á Alþingi í október síðastliðnum. Landsáætlunin er fyrsta heilstæða stefnumótunin í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi og er afrakstur af víðtækri samvinnu ráðuneyta, stofnana, fulltrúa sveitarfélaga og ekki síst hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Fatlað fólk hefur stýrt þeim ellefu vinnuhópum sem unnið hafa aðgerðir inn í áætlunina. Þá stóð ráðuneyti mitt fyrir opnum fundum á níu stöðum um allt land í vor og sumar og þar áttum við gott samtal um málaflokkinn. Ég hef nú sett drög að landsáætlun í samráðsgátt stjórnvalda til 23. nóvember og hyggst leggja hana fram sem þingsályktunartillögu á Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi. Landsáætlunin verður afar mikilvæg til að koma réttindum fatlaðs fólks samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna til framkvæmdar. Markmið áætlunarinnar er samhljóma fyrstu grein samningsins, að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi, og að auka virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn fatlaðs fólks. Landsáætlun hefur að geyma tæpar 60 aðgerðir sem snerta vitundarvakningu og fræðslu, aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, sjálfstætt líf, menntun og atvinnu, og þróun á þjónustu. Ég hlakka til að leggja áætlunina fram á Alþingi til umræðu og vonandi verður hún samþykkt fyrir vorið. Ég hvet einnig sem flest til að senda inn athugasemdir meðan landsáætlun er í samráðsgátt stjórnvalda. Með Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks stígum við mikilvæg skref í átt að frekari mannréttindum og betri þjónustu við fatlað fólk. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Staða fatlaðs fólks í samfélaginu hefur sem betur fer breyst til hins betra undanfarin ár og áratugi. Samt sem áður stendur fatlað fólk enn ekki á jafnfætis ófötluðum á mörgum sviðum. Er þar nóg að nefna aðgengi að samfélaginu, þ.m.t. að námi og atvinnu. Auk þess eru fordómar gagnvart því hvað fatlað fólk getur gert og ekki gert eru enn alltof miklir. Fatlað fólk er líklegra til að verða fyrir ofbeldi, ekki síst fatlaðar konur. Þess vegna heldur baráttan fyrir mannréttindum fatlaðs fólks áfram og ég vil leggja lóð mín á þær vogarskálar. Á þessu ári hefur ráðuneyti mitt, í góðu samstarfi við fjölda aðila, staðið fyrir umfangsmikilli vinnu við gerð landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Landsáætlun er ætlað að koma samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til framkvæmdar hér á Íslandi, en unnið er að undirbúningi að lögfestingu hans í forsætisráðuneytinu. Mikilvæg forsenda lögfestingar er að koma á fót óháðri mannréttindastofnun, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um stofnunina á Alþingi í október síðastliðnum. Landsáætlunin er fyrsta heilstæða stefnumótunin í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi og er afrakstur af víðtækri samvinnu ráðuneyta, stofnana, fulltrúa sveitarfélaga og ekki síst hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Fatlað fólk hefur stýrt þeim ellefu vinnuhópum sem unnið hafa aðgerðir inn í áætlunina. Þá stóð ráðuneyti mitt fyrir opnum fundum á níu stöðum um allt land í vor og sumar og þar áttum við gott samtal um málaflokkinn. Ég hef nú sett drög að landsáætlun í samráðsgátt stjórnvalda til 23. nóvember og hyggst leggja hana fram sem þingsályktunartillögu á Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi. Landsáætlunin verður afar mikilvæg til að koma réttindum fatlaðs fólks samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna til framkvæmdar. Markmið áætlunarinnar er samhljóma fyrstu grein samningsins, að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi, og að auka virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn fatlaðs fólks. Landsáætlun hefur að geyma tæpar 60 aðgerðir sem snerta vitundarvakningu og fræðslu, aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, sjálfstætt líf, menntun og atvinnu, og þróun á þjónustu. Ég hlakka til að leggja áætlunina fram á Alþingi til umræðu og vonandi verður hún samþykkt fyrir vorið. Ég hvet einnig sem flest til að senda inn athugasemdir meðan landsáætlun er í samráðsgátt stjórnvalda. Með Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks stígum við mikilvæg skref í átt að frekari mannréttindum og betri þjónustu við fatlað fólk. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun