Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 15:36 Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur og Dagur B Eggertsson, borgarstjóri féllust í faðma við ráðhús Reykjavíkur í dag. Reykjavíkurborg Borgarráð samþykkti í dag að greitt yrði fyrir aðgengi Grindvíkinga að fjölbreyttri þjónustu í Reykjavík. Þá var verkaskipting varðandi skólamál til umræðu. Fáni Grindavíkurbæjar var dreginn að húni við Ráðhúsið. Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar hefur komið sér upp aðstöðu á annarri hæð Ráðhúss Reykjavíkur. Í dag bauð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur Grindvíkinga formlega velkomna. „Fólk áttar sig oft ekki á því fyrr en á raunastundu hvað starfsemi sveitarfélaga er mikið lím í samfélaginu. Við viljum vera til staðar eftir fremsta megni og ég dáist að Fannari [Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur] og samstarfsfólki hans vegna framgöngu þeirra síðustu daga,“ sagði Dagur af því tilefni. Fannar þakkaði ómetanlegan stuðning og drógu þeir Dagur fána Grindavíkur að húni í sameiningu. Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Á fundi borgarráðs í morgun var fagsviðum borgarinnar og miðlægri stjórnsýslu falið að útfæra tillögur til að greiða aðgengi íbúa Grindavíkur að þjónustu Reykjavíkurborgar eins og kostur er og í samræmi við formlegar óskir almannavarna. Borgarráð Reykjavíkur sendir bæjarstjórn Grindavíkur og Grindvíkingum öllum innilegar samstöðukveðjur vegna þeirra alvarlegu atburða sem hafa átt sér stað í Grindavík og óvissunnar sem nú ríkir þar. Fáni Grindavíkur var dreginn að húni við ráðhúsið fyrr í dag.Reykjavíkurborg „Þá verður Grindvíkingum boðið að nýta sundlaugar borgarinnar og söfn sér að endurgjaldslausu og gildir hið sama um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Börnum og ungmennum verður boðið á æfingar hjá íþróttafélögum án endurgjalds í samstarfi við ÍBR og UMFG og sérstaklega skoðað hvort koma megi á æfingum á vegum UMFG í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu. Verkaskipting í skólamálum Þá var ákveðið að setja upp verkaskiptinu milli sveitafélaganna þegar kemur að skólamálum. Sveitarfélögin setji fólk í teymi eins og þaju hafi ráðrúm til. Verkaskiptingin er eftirfarandi: Reykjavíkurborg: Grunnskólamál og frístundaheimili (þar með talinn búnaður). Mosfellsbær: Leikskólamál. Hafnarfjörður: Málefni barna af erlendum uppruna og börn í viðkvæmri stöðu. Kópavogur: Félagsmiðstöðvar unglinga og málefni ungmenna. Garðabær: Íþróttir, tónlistarskólar og annað æskulýðsstarf. Horft er til þess að Reykjanesið, Árborg og Ölfus verði með í þessari vinnu ef það hentar þeim sem og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Þorsteini Gunnarssyni borgarritara og Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur. Reykjavíkurborg Grindavík Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar hefur komið sér upp aðstöðu á annarri hæð Ráðhúss Reykjavíkur. Í dag bauð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur Grindvíkinga formlega velkomna. „Fólk áttar sig oft ekki á því fyrr en á raunastundu hvað starfsemi sveitarfélaga er mikið lím í samfélaginu. Við viljum vera til staðar eftir fremsta megni og ég dáist að Fannari [Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur] og samstarfsfólki hans vegna framgöngu þeirra síðustu daga,“ sagði Dagur af því tilefni. Fannar þakkaði ómetanlegan stuðning og drógu þeir Dagur fána Grindavíkur að húni í sameiningu. Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Á fundi borgarráðs í morgun var fagsviðum borgarinnar og miðlægri stjórnsýslu falið að útfæra tillögur til að greiða aðgengi íbúa Grindavíkur að þjónustu Reykjavíkurborgar eins og kostur er og í samræmi við formlegar óskir almannavarna. Borgarráð Reykjavíkur sendir bæjarstjórn Grindavíkur og Grindvíkingum öllum innilegar samstöðukveðjur vegna þeirra alvarlegu atburða sem hafa átt sér stað í Grindavík og óvissunnar sem nú ríkir þar. Fáni Grindavíkur var dreginn að húni við ráðhúsið fyrr í dag.Reykjavíkurborg „Þá verður Grindvíkingum boðið að nýta sundlaugar borgarinnar og söfn sér að endurgjaldslausu og gildir hið sama um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Börnum og ungmennum verður boðið á æfingar hjá íþróttafélögum án endurgjalds í samstarfi við ÍBR og UMFG og sérstaklega skoðað hvort koma megi á æfingum á vegum UMFG í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu. Verkaskipting í skólamálum Þá var ákveðið að setja upp verkaskiptinu milli sveitafélaganna þegar kemur að skólamálum. Sveitarfélögin setji fólk í teymi eins og þaju hafi ráðrúm til. Verkaskiptingin er eftirfarandi: Reykjavíkurborg: Grunnskólamál og frístundaheimili (þar með talinn búnaður). Mosfellsbær: Leikskólamál. Hafnarfjörður: Málefni barna af erlendum uppruna og börn í viðkvæmri stöðu. Kópavogur: Félagsmiðstöðvar unglinga og málefni ungmenna. Garðabær: Íþróttir, tónlistarskólar og annað æskulýðsstarf. Horft er til þess að Reykjanesið, Árborg og Ölfus verði með í þessari vinnu ef það hentar þeim sem og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Þorsteini Gunnarssyni borgarritara og Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur. Reykjavíkurborg
Grindavík Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira