Hinn ríkisrekni einkamarkaður Jódís Skúladóttir skrifar 17. nóvember 2023 10:00 Mín skoðun er sú að allir mikilvægir innviðir í þessu landi, hvort heldur þeir snúa að heilbrigðisþjónustu, orkumálum, menntakerfi og svo framvegis, eiga auðvitað að vera í eigu almennings og arður af þeim ef einhver er að ganga inn í sameign til að standa undir rekstri samfélagsins. Þessu eru ekki öll sammála og hægt og rólega gegnum áratugina hefur einkavæðingin kroppað meira og meira til sín. Ríkisapparötin eru svelt innanfrá til þess að það líti út fyrir að einkageirinn komi svo til bjargar með því að stytta biðlista eða bjóða fjölbreyttari og heppilegri þjónustu. Þetta er dapurt, býður upp á tvöfalt kerfi sem sum hafa aðgang að en önnur ekki. Svo greiða fyrirtækin sér arð þegar vel gengur en ætlast til þess að ríkið taki skellinn þegar bjátar á. Þetta sjáum við í nánast öllum geirum og ég hef kallað þetta “hinn ríkisrekna einkamarkað” . Frelsi einstaklinga til að stofna og reka fyrirtæki er stjórnarskrárvarið og það er mikilvægt. En öllum rekstri fylgir àhætta, það eru uppgangs ár en svo koma líka mögru árin. Á Íslandi sjáum við milljarða veltu í sumum atvinnugreinum ár eftir ár með tilheyrandi vexti og arðgreiðslum. Svo kemur eitt ár þar sem af einhverjum ófyrirséðum ástæðum gengur verr og þá er allt á vonarvöl og ákall berst um að ríkið bjargi málunum. Þetta gengur ekki upp. Það er mikið í tísku að tala um sprota, frumkvöðla og nýsköpun enda mikilvægt að styðja og verja slíkt svo við fáum stöðugt nýtt blóð í æðar hagkerfisins. En greinar sem starfað hafa í áratugi, staðið rækilega undir sér og greitt sér arð, falla ekki lengur þar undir. Svo er það samviskuspurningin. Þegar búið er að einkavæða grunninnviði sem tugþúsundir þurfa að stóla á, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hvað á þá ríkið að gera? Láta hlutina bara sökkva? Leyfa hrauni að renna yfir Svartsengi sem mun stöðva streymi vatns og orku til 30 þúsund íbúa? Nei það gengur ekki. Ættu einkafyrirtæki að borga brúsann eða amk hluta hans? Já að sjálfsögðu. Hefur ríkið boðvald yfir fyrirtækjum í einkaeigu (þó að hluti sé í eigu lífeyrissjóða landsmanna)? Nei. Það fylgdi ekki með í samningnum. Lærum af þessu ástandi. Skynsamlegast væri að við hefðum alla okkar mikilvægu innviði, grunnþjónustu sem þjóðin á allt undir, í eigu ríkisins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun er sú að allir mikilvægir innviðir í þessu landi, hvort heldur þeir snúa að heilbrigðisþjónustu, orkumálum, menntakerfi og svo framvegis, eiga auðvitað að vera í eigu almennings og arður af þeim ef einhver er að ganga inn í sameign til að standa undir rekstri samfélagsins. Þessu eru ekki öll sammála og hægt og rólega gegnum áratugina hefur einkavæðingin kroppað meira og meira til sín. Ríkisapparötin eru svelt innanfrá til þess að það líti út fyrir að einkageirinn komi svo til bjargar með því að stytta biðlista eða bjóða fjölbreyttari og heppilegri þjónustu. Þetta er dapurt, býður upp á tvöfalt kerfi sem sum hafa aðgang að en önnur ekki. Svo greiða fyrirtækin sér arð þegar vel gengur en ætlast til þess að ríkið taki skellinn þegar bjátar á. Þetta sjáum við í nánast öllum geirum og ég hef kallað þetta “hinn ríkisrekna einkamarkað” . Frelsi einstaklinga til að stofna og reka fyrirtæki er stjórnarskrárvarið og það er mikilvægt. En öllum rekstri fylgir àhætta, það eru uppgangs ár en svo koma líka mögru árin. Á Íslandi sjáum við milljarða veltu í sumum atvinnugreinum ár eftir ár með tilheyrandi vexti og arðgreiðslum. Svo kemur eitt ár þar sem af einhverjum ófyrirséðum ástæðum gengur verr og þá er allt á vonarvöl og ákall berst um að ríkið bjargi málunum. Þetta gengur ekki upp. Það er mikið í tísku að tala um sprota, frumkvöðla og nýsköpun enda mikilvægt að styðja og verja slíkt svo við fáum stöðugt nýtt blóð í æðar hagkerfisins. En greinar sem starfað hafa í áratugi, staðið rækilega undir sér og greitt sér arð, falla ekki lengur þar undir. Svo er það samviskuspurningin. Þegar búið er að einkavæða grunninnviði sem tugþúsundir þurfa að stóla á, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hvað á þá ríkið að gera? Láta hlutina bara sökkva? Leyfa hrauni að renna yfir Svartsengi sem mun stöðva streymi vatns og orku til 30 þúsund íbúa? Nei það gengur ekki. Ættu einkafyrirtæki að borga brúsann eða amk hluta hans? Já að sjálfsögðu. Hefur ríkið boðvald yfir fyrirtækjum í einkaeigu (þó að hluti sé í eigu lífeyrissjóða landsmanna)? Nei. Það fylgdi ekki með í samningnum. Lærum af þessu ástandi. Skynsamlegast væri að við hefðum alla okkar mikilvægu innviði, grunnþjónustu sem þjóðin á allt undir, í eigu ríkisins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar