Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Árni Sæberg skrifar 17. nóvember 2023 12:16 Maðurinn fannst látinn í félagslegri íbúð í Bátavogi. Vísir/Vilhelm Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. Þetta segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Landsréttur hafi staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konunni í gær og það hafi verið á grundvelli almannahagsmuna vegna alvarleika þess brots sem konan er grunuð um. Það var mánudagsmorguninn 25. september sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu. Kona um fertugt hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna eftir að hafa verið handtekin í íbúð í austurborginni á laugardagskvöld. Tilkynning hafði borist lögreglu sama kvöld og þegar lögregluþjónar mættu á staðinn hófu þeir þegar endurlífgunartilraunir. Hann var í framhaldinu fluttur á Landspítalann en úrskurðaður látinn við komuna. Smáhundur fannst dauður í frysti Eiríkur segir að lögregla telji sig komna með nokkuð skýra mynd á atburði í Bátavogi þann 23. september. Þó sé ýmissa rannsóknargagna enn beðið, þar sé niðurstaða krufningar hins látna veigamest. Sterkur grunur sé uppi um að manninum hafi verið ráðinn bani en ekkert sé hægt að gefa upp um hvers konar áverka var á honum að finna. Þá segir hann að hluti rannsóknarinnar sé krufning smáhunds, sem fannst dauður í frysti á vettvangi. Greint hefur verið frá því að hundurinn hafi verið í eigu konunnar sem grunuð er um manndráp. Eiríkur segir að ekki sé grunur um að hundinum hafi verið ráðinn bani. Fíknivandi og sakarferill Konan er 41 árs og á langan brotaferil að baki fyrir meðal annars fíkniefnabrot og þjófnað. Þá hefur hún sýnt lögreglu töluverðan mótþróa undanfarin ár eins og má sjá í færslum hennar á samfélagsmiðlum. Karlmaðurinn var 58 ára tveggja barna faðir sem hafði tjáð sig opinberlega um áfengisvanda sinn og lífið á götunni. Hann hlaut árið 2021 dóm fyrir þjófnað, áfengislagabrot, ölvunarakstur og vörslu fíkniefna. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Hundar Reykjavík Tengdar fréttir Úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna andlátsins í Bátavogi Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan var handtekin 23. september síðastliðinn í tengslum við andlát karlmanns á sextugsaldri í Bátavogi sama dag. 25. október 2023 15:32 Fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2023 13:35 Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 4. október 2023 13:22 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Þetta segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Landsréttur hafi staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konunni í gær og það hafi verið á grundvelli almannahagsmuna vegna alvarleika þess brots sem konan er grunuð um. Það var mánudagsmorguninn 25. september sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu. Kona um fertugt hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna eftir að hafa verið handtekin í íbúð í austurborginni á laugardagskvöld. Tilkynning hafði borist lögreglu sama kvöld og þegar lögregluþjónar mættu á staðinn hófu þeir þegar endurlífgunartilraunir. Hann var í framhaldinu fluttur á Landspítalann en úrskurðaður látinn við komuna. Smáhundur fannst dauður í frysti Eiríkur segir að lögregla telji sig komna með nokkuð skýra mynd á atburði í Bátavogi þann 23. september. Þó sé ýmissa rannsóknargagna enn beðið, þar sé niðurstaða krufningar hins látna veigamest. Sterkur grunur sé uppi um að manninum hafi verið ráðinn bani en ekkert sé hægt að gefa upp um hvers konar áverka var á honum að finna. Þá segir hann að hluti rannsóknarinnar sé krufning smáhunds, sem fannst dauður í frysti á vettvangi. Greint hefur verið frá því að hundurinn hafi verið í eigu konunnar sem grunuð er um manndráp. Eiríkur segir að ekki sé grunur um að hundinum hafi verið ráðinn bani. Fíknivandi og sakarferill Konan er 41 árs og á langan brotaferil að baki fyrir meðal annars fíkniefnabrot og þjófnað. Þá hefur hún sýnt lögreglu töluverðan mótþróa undanfarin ár eins og má sjá í færslum hennar á samfélagsmiðlum. Karlmaðurinn var 58 ára tveggja barna faðir sem hafði tjáð sig opinberlega um áfengisvanda sinn og lífið á götunni. Hann hlaut árið 2021 dóm fyrir þjófnað, áfengislagabrot, ölvunarakstur og vörslu fíkniefna.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Hundar Reykjavík Tengdar fréttir Úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna andlátsins í Bátavogi Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan var handtekin 23. september síðastliðinn í tengslum við andlát karlmanns á sextugsaldri í Bátavogi sama dag. 25. október 2023 15:32 Fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2023 13:35 Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 4. október 2023 13:22 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna andlátsins í Bátavogi Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan var handtekin 23. september síðastliðinn í tengslum við andlát karlmanns á sextugsaldri í Bátavogi sama dag. 25. október 2023 15:32
Fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2023 13:35
Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 4. október 2023 13:22