Datt niður stiga og fær níutíu milljónir króna Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2023 15:01 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti á föstudaginn. Vísir/Vilhelm Karlmanni, sem féll niður stiga á skemmtistað árið 2016 og hlaut 75 prósent varanlega örorku af, hefur verið dæmd 91 milljón króna í skaða- og miskabætur. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms. Maðurinn hafði höfðað mál til heimtu bóta úr hendi Varðar og TM, sem veitt höfðu annars vegar eiganda húsnæðis skemmtistaðarins og hins vegar rekstraraðila hans ábyrgðartryggingu. Í dómi héraðsdóms er atvikum lýst svo að maðurinn hafi verið ásamt vini sínum á skemmtistaðnum að fagna því að vera nánast búinn með meistararitgerð sína í ótilgreindu háskólanámi. Félagarnir hafi verið á leið niður stigann þegar vinurinn hrasaði og maðurinn féll um hann og lenti með hnakkann neðst í stiganum. Maðurinn hafi hlotið alvarleg meiðsli á höfði og varanleg örorka hans hafi verið metin 75 prósent og varanlegur miski fjörutíu stig. Slysið rakið til ófullnægjandi aðbúnaðar Í dóminum segir að tekist hafi verið á um það hvort slysið hafi mátt rekja til ófullnægjandi aðbúnaðar stigans og slæmrar lýsingar við hann eða eigin sakar mannsins. Tryggingarfélögin höfnuðu bótaskyldu á þeim grundvelli að um óhappatilvik hafi verið að ræða og að slysið hafi mátt rekja til ölvunar mannanna tveggja. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert hafi verið sannað um að mennirnir tveir hafi verið svo ölvaðir að það hafi getað leitt til slyssins. Aftur á móti hafi dómkvaddur matsmaður metið það sem svo að aðbúnaður stigans hafi verið ófullnægjandi. Á grundvelli mælinga matsmanns sló Landsréttur því föstu að stiginn hefði frá öndverðu farið í bága við ákvæði byggingarsamþykktar frá árinu 1945, sem var í gildi þegar húsið var byggt, en einnig ákvæði síðari reglugerða. Taldi Landsréttur að sá annmarki á stiganum, auk ófullnægjandi lýsingar, hefði verið megin orsök slyssins. Enn fremur var talið í ljós leitt að rekstraraðili skemmtistaðarins hefði búið yfir vitneskju um að stiginn væri varhugaverður. Eigandi fasteignarinnar og rekstraraðili staðarins voru því taldir bera bótaábyrgð gagnvart manninum og tryggingarfélögunum tveimur gert að greiða honum bætur óskipt. Miðað við meðallaun háskólamenntaðra Þá var einnig tekist á um útreikning bóta en maðurinn fór fram á það að við útreikninginn yrði miðað við meðallaun þeirra sem lokið hafa meistaraprófi í þeirri grein sem hann stundaði á slysdag. Hann hafi sem áður segir verið að fagna því að vera svo gott sem búinn að skrifa ritgerðina og systir hans hafi annast lokafrágang hennar og skilað henni. Bæði hérðasdómur og Landsréttur féllust á þennan málatilbúnað mannsins og dæmdu honum því bætur í samræmi við það. Maðurinn gerði kröfu um bætur upp á 96 milljónir króna en þær voru lækkaðar í 91 milljón króna með vísan til rangs útreiknings. Þá var tryggingarfélögunum gert að greiða málskostnað mannsins, 7,1 milljón króna í héraði og 1,5 milljónir í Landsrétti, sem rennur í ríkissjóð vegna gjafsóknar mannsins. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms. Maðurinn hafði höfðað mál til heimtu bóta úr hendi Varðar og TM, sem veitt höfðu annars vegar eiganda húsnæðis skemmtistaðarins og hins vegar rekstraraðila hans ábyrgðartryggingu. Í dómi héraðsdóms er atvikum lýst svo að maðurinn hafi verið ásamt vini sínum á skemmtistaðnum að fagna því að vera nánast búinn með meistararitgerð sína í ótilgreindu háskólanámi. Félagarnir hafi verið á leið niður stigann þegar vinurinn hrasaði og maðurinn féll um hann og lenti með hnakkann neðst í stiganum. Maðurinn hafi hlotið alvarleg meiðsli á höfði og varanleg örorka hans hafi verið metin 75 prósent og varanlegur miski fjörutíu stig. Slysið rakið til ófullnægjandi aðbúnaðar Í dóminum segir að tekist hafi verið á um það hvort slysið hafi mátt rekja til ófullnægjandi aðbúnaðar stigans og slæmrar lýsingar við hann eða eigin sakar mannsins. Tryggingarfélögin höfnuðu bótaskyldu á þeim grundvelli að um óhappatilvik hafi verið að ræða og að slysið hafi mátt rekja til ölvunar mannanna tveggja. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert hafi verið sannað um að mennirnir tveir hafi verið svo ölvaðir að það hafi getað leitt til slyssins. Aftur á móti hafi dómkvaddur matsmaður metið það sem svo að aðbúnaður stigans hafi verið ófullnægjandi. Á grundvelli mælinga matsmanns sló Landsréttur því föstu að stiginn hefði frá öndverðu farið í bága við ákvæði byggingarsamþykktar frá árinu 1945, sem var í gildi þegar húsið var byggt, en einnig ákvæði síðari reglugerða. Taldi Landsréttur að sá annmarki á stiganum, auk ófullnægjandi lýsingar, hefði verið megin orsök slyssins. Enn fremur var talið í ljós leitt að rekstraraðili skemmtistaðarins hefði búið yfir vitneskju um að stiginn væri varhugaverður. Eigandi fasteignarinnar og rekstraraðili staðarins voru því taldir bera bótaábyrgð gagnvart manninum og tryggingarfélögunum tveimur gert að greiða honum bætur óskipt. Miðað við meðallaun háskólamenntaðra Þá var einnig tekist á um útreikning bóta en maðurinn fór fram á það að við útreikninginn yrði miðað við meðallaun þeirra sem lokið hafa meistaraprófi í þeirri grein sem hann stundaði á slysdag. Hann hafi sem áður segir verið að fagna því að vera svo gott sem búinn að skrifa ritgerðina og systir hans hafi annast lokafrágang hennar og skilað henni. Bæði hérðasdómur og Landsréttur féllust á þennan málatilbúnað mannsins og dæmdu honum því bætur í samræmi við það. Maðurinn gerði kröfu um bætur upp á 96 milljónir króna en þær voru lækkaðar í 91 milljón króna með vísan til rangs útreiknings. Þá var tryggingarfélögunum gert að greiða málskostnað mannsins, 7,1 milljón króna í héraði og 1,5 milljónir í Landsrétti, sem rennur í ríkissjóð vegna gjafsóknar mannsins.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira