Telur Ísland geta byggt á þessu fyrir mögulegt umspil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 22:50 Á hliðarlínunni. Octavio Passos/Getty Images „Við höfum verið að reyna mismunandi hluti en ég tel okkur hafa fundið kerfið og hvernig við viljum spila,“ sagði Åge Hareide eftir 2-0 tap Íslands gegn Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM karla í knattspyrnu. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar og á Ísland enn möguleika þrátt fyrir að enda í 4. sæti undankeppninnar. Það væri í gegnum umspil þökk sé árangri í Þjóðadeildinni. Þeir leikir færu fram í mars á næsta ári og gæti íslenska liðið verið enn sterkara þegar þar að kemur. „Gylfi (Þór Sigurðsson) og Hákon (Arnar Haraldsson) hafa verið meiddir. Kannski Albert (Guðmundsson), ég veit ekki hvað gerist þar. Það er mikið af möguleikum, yngri leikmennirnir eru að verða betri og betri. Þeir verða bara betri með því að spila, sjá hvað þeir geta og geta.“ „Ég var mjög ánægður með Andra (Lucas Guðjohnsen) og Orra (Stein Óskarsson). Mikael (Egill Ellertsson) kom inn af bekknum og Ísak (Bergmann Jóhannesson) byrjaði. Við eigum mikið af efnilegum leikmönnum. Varnarmennirnir voru góðir í dag og Hákon (Rafn Valdimarsson) var frábær í markinu. Ég er mjög ánægður með leikmennina og við hefðum getað náð inn einu marki undir lokin.“ Åge var að því sögðu ekki sáttur með fyrra mark leiksins en það skoraði Bruno Fernandes með hnitmiðuðu skoti. „Við erum of langt frá honum, við getum ekki leyft honum að skjóta. Í öðru markinu eigum við að elta leikmennina alla leið. Þetta gerist og í dag skipti það ekki öllu máli en það skiptir miklu máli í mars svo við verðum að vera taka þetta með okkur.“ „Almennt þurfum við að hrósa leikmönnunum fyrir vinnuna sem þeir unnu, sumir okkar leikmenn voru virkilega góðir. Sverrir (Ingi Ingason) í miðverðinum og Guðlaugur Victor (Pálsson) í hægri bakverðinum. Allt liðið lagði mikla vinnu á sig.“ Hákon Rafn var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið. Þjálfarinn var spurður út í frammistöðu markvarðarins. „Hann er markmaður ársins í Svíþjóð, ég hef séð mikið af Hákoni. Við eigum fjóra góða markverði. Við erum mjög ánægðir með markverðina okkar og Hákon stóð sig frábærlega í kvöld.“ „Hann höndlaði andrúmsloftið vel,“ bætti Åge en Portúgalar voru að undirbúa veisluhöld enda vann liðið þeirra alla 10 leiki sína í undankeppninni. „Ég er mjög ánægður með ungu leikmennina sem hafa komið inn. Þeir hafa gæðin til að verða mjög góðir knattspyrnumenn. Ég veit að við þurfum að spila þeim, við verðum að reyna og leyfa þeim að gera mistök sem þeir geta lært af. Þannig verðum við betri. Ég held að eldri leikmennirnir geti hjálpað þeim og við erum með góðan grunn til að byggja á fyrir mars,“ sagði Åge að lokum aðspurður um undankeppnina í heild. Klippa: Åge Hareide eftir leik Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar og á Ísland enn möguleika þrátt fyrir að enda í 4. sæti undankeppninnar. Það væri í gegnum umspil þökk sé árangri í Þjóðadeildinni. Þeir leikir færu fram í mars á næsta ári og gæti íslenska liðið verið enn sterkara þegar þar að kemur. „Gylfi (Þór Sigurðsson) og Hákon (Arnar Haraldsson) hafa verið meiddir. Kannski Albert (Guðmundsson), ég veit ekki hvað gerist þar. Það er mikið af möguleikum, yngri leikmennirnir eru að verða betri og betri. Þeir verða bara betri með því að spila, sjá hvað þeir geta og geta.“ „Ég var mjög ánægður með Andra (Lucas Guðjohnsen) og Orra (Stein Óskarsson). Mikael (Egill Ellertsson) kom inn af bekknum og Ísak (Bergmann Jóhannesson) byrjaði. Við eigum mikið af efnilegum leikmönnum. Varnarmennirnir voru góðir í dag og Hákon (Rafn Valdimarsson) var frábær í markinu. Ég er mjög ánægður með leikmennina og við hefðum getað náð inn einu marki undir lokin.“ Åge var að því sögðu ekki sáttur með fyrra mark leiksins en það skoraði Bruno Fernandes með hnitmiðuðu skoti. „Við erum of langt frá honum, við getum ekki leyft honum að skjóta. Í öðru markinu eigum við að elta leikmennina alla leið. Þetta gerist og í dag skipti það ekki öllu máli en það skiptir miklu máli í mars svo við verðum að vera taka þetta með okkur.“ „Almennt þurfum við að hrósa leikmönnunum fyrir vinnuna sem þeir unnu, sumir okkar leikmenn voru virkilega góðir. Sverrir (Ingi Ingason) í miðverðinum og Guðlaugur Victor (Pálsson) í hægri bakverðinum. Allt liðið lagði mikla vinnu á sig.“ Hákon Rafn var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið. Þjálfarinn var spurður út í frammistöðu markvarðarins. „Hann er markmaður ársins í Svíþjóð, ég hef séð mikið af Hákoni. Við eigum fjóra góða markverði. Við erum mjög ánægðir með markverðina okkar og Hákon stóð sig frábærlega í kvöld.“ „Hann höndlaði andrúmsloftið vel,“ bætti Åge en Portúgalar voru að undirbúa veisluhöld enda vann liðið þeirra alla 10 leiki sína í undankeppninni. „Ég er mjög ánægður með ungu leikmennina sem hafa komið inn. Þeir hafa gæðin til að verða mjög góðir knattspyrnumenn. Ég veit að við þurfum að spila þeim, við verðum að reyna og leyfa þeim að gera mistök sem þeir geta lært af. Þannig verðum við betri. Ég held að eldri leikmennirnir geti hjálpað þeim og við erum með góðan grunn til að byggja á fyrir mars,“ sagði Åge að lokum aðspurður um undankeppnina í heild. Klippa: Åge Hareide eftir leik
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira