Óvíst með framtíð Iceland Noir Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2023 11:05 Yrsa Sigurðardóttir segir að hún og Ragnar Jónasson standi nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort þau eigi að nenna að vera pólitísk hvítþvottastöð. Það eigi þau eftir að ræða nú þegar Icealand Noir er að baki. vísir/vilhelm Bókmenntahátíðinni Iceland Noir lauk á laugardaginn. Framkoma Hillary Clinton var síðan sérviðburður, laustengdur . Yrsa Sigurðardóttir, sem ásamt Ragnari Jónassyni, stóð fyrir hátíðinni segir framtíð hennar til athugunar. „Við erum nú undir feldi. Við eigum eftir að hittast og ræða framhaldið. Við göngum ekki um gólf í einhverju sjokki, við eigum bara eftir að ræða þetta. Þetta sem átti að vera gleðilegt en virðist sem við séum orðin talsmenn einhverra stríðsátaka. Sem við erum ekki, en það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu. Þetta er eins og það er,“ segir Yrsa í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint frá myndaðist mikil andstaða meðal rithöfunda við hátíðina þegar spurðist að Hillary Clinton væri meðal þátttakenda. Sjötíu rithöfundar gáfu það út að þeir ætluðu að sniðganga hátíðina. Yrsa tekur það skýrt fram að þau séu ekkert sturluð út í þetta fólk. Það eru miklar tilfinningar í þessu máli og það sé ágætt. Tveir sem til stóð að kæmu fram í pallborði drógu sig út, þau María Elísabet Bragadóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia drógu sig út sem var högg í hóp þeirra sem komu fram. Nenna varla að vera pólitísk hvítþvottastöð Yrsa sagði að það sem átti að vera gleðilegt sé nú ekki og þau Ragnar séu helst á því á þessu stigi að snúa sér að einhverju öðru. Þetta er tíunda árið sem Iceland Noir er haldið en líklega 7. skiptið, því fyrstu árin var hátíðin haldin annað hvert ár. Þó víðtæk mótmæli hafi verið, og þau hafi fyrst og fremst haft áhrif á þá sem héldu hátíðina, vill Yrsa allt ekki að þetta komi út eins og hótun. Hún hefur fullan skilning á því að miklar tilfinningar séu í málinu. Ragnar Jónasson. Þau Yrsa eiga eftir að setjast niður og fara yfir stöðuna.vísir/vilhelm „Það er nóg af hátíðum í heiminum. Það þýðir ekki að vera í neinu hatri. Við höfum ekki tekið ákvörðun um hvort þetta verði að ári. Það er ekki útaf Hillary, heldur hvort við raunverulega nennum þessu, að vera sökuð um að vera pólitísk hvítþvottastöð. Þetta er bara ákvörðun sem ég er ekki að leggja á herðar eins né neins,“ segir Yrsa. Ekkert að friðsamlegum mótmælum Þrátt fyrir mótmælin var uppselt á hátíðina. Og svo gott sem fullur salur þegar Hillary kom fram, eftir að efstu sætin voru tekin úr sölu. „Það var bara fínt.“ En hafði þetta ekki áhrif á þann hlut hátíðarinnar? „Jú, hún sá ekki mótmælin en varð vör við þau. Hún vissi hvað var að gerast. Þau fylgjast með því sem fer fram á samfélagsmiðlum. Og svo sem sláandi fyrir þá sem löbbuðu inn en þetta voru friðsamleg mótmæli og ekkert að því.“ Yrsa segir að öll þurfum við okkar pláss í þessu lífi, mismunandi skoðanir sem er af hinu góða og geti ekki leitt neitt af sér nema gott. „En okkur kom á óvart að við skyldum verða valin sem vettvangur. Maður verður bara að bera virðingu fyrir því sem öðrum finnst þó maður sé ekkert endilega alltaf sammála aðferðunum sem fólk er að.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Gengu út af viðburði Clinton og mótmæltu Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 19. nóvember 2023 23:26 Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina. 16. nóvember 2023 14:10 Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
„Við erum nú undir feldi. Við eigum eftir að hittast og ræða framhaldið. Við göngum ekki um gólf í einhverju sjokki, við eigum bara eftir að ræða þetta. Þetta sem átti að vera gleðilegt en virðist sem við séum orðin talsmenn einhverra stríðsátaka. Sem við erum ekki, en það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu. Þetta er eins og það er,“ segir Yrsa í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint frá myndaðist mikil andstaða meðal rithöfunda við hátíðina þegar spurðist að Hillary Clinton væri meðal þátttakenda. Sjötíu rithöfundar gáfu það út að þeir ætluðu að sniðganga hátíðina. Yrsa tekur það skýrt fram að þau séu ekkert sturluð út í þetta fólk. Það eru miklar tilfinningar í þessu máli og það sé ágætt. Tveir sem til stóð að kæmu fram í pallborði drógu sig út, þau María Elísabet Bragadóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia drógu sig út sem var högg í hóp þeirra sem komu fram. Nenna varla að vera pólitísk hvítþvottastöð Yrsa sagði að það sem átti að vera gleðilegt sé nú ekki og þau Ragnar séu helst á því á þessu stigi að snúa sér að einhverju öðru. Þetta er tíunda árið sem Iceland Noir er haldið en líklega 7. skiptið, því fyrstu árin var hátíðin haldin annað hvert ár. Þó víðtæk mótmæli hafi verið, og þau hafi fyrst og fremst haft áhrif á þá sem héldu hátíðina, vill Yrsa allt ekki að þetta komi út eins og hótun. Hún hefur fullan skilning á því að miklar tilfinningar séu í málinu. Ragnar Jónasson. Þau Yrsa eiga eftir að setjast niður og fara yfir stöðuna.vísir/vilhelm „Það er nóg af hátíðum í heiminum. Það þýðir ekki að vera í neinu hatri. Við höfum ekki tekið ákvörðun um hvort þetta verði að ári. Það er ekki útaf Hillary, heldur hvort við raunverulega nennum þessu, að vera sökuð um að vera pólitísk hvítþvottastöð. Þetta er bara ákvörðun sem ég er ekki að leggja á herðar eins né neins,“ segir Yrsa. Ekkert að friðsamlegum mótmælum Þrátt fyrir mótmælin var uppselt á hátíðina. Og svo gott sem fullur salur þegar Hillary kom fram, eftir að efstu sætin voru tekin úr sölu. „Það var bara fínt.“ En hafði þetta ekki áhrif á þann hlut hátíðarinnar? „Jú, hún sá ekki mótmælin en varð vör við þau. Hún vissi hvað var að gerast. Þau fylgjast með því sem fer fram á samfélagsmiðlum. Og svo sem sláandi fyrir þá sem löbbuðu inn en þetta voru friðsamleg mótmæli og ekkert að því.“ Yrsa segir að öll þurfum við okkar pláss í þessu lífi, mismunandi skoðanir sem er af hinu góða og geti ekki leitt neitt af sér nema gott. „En okkur kom á óvart að við skyldum verða valin sem vettvangur. Maður verður bara að bera virðingu fyrir því sem öðrum finnst þó maður sé ekkert endilega alltaf sammála aðferðunum sem fólk er að.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Gengu út af viðburði Clinton og mótmæltu Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 19. nóvember 2023 23:26 Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina. 16. nóvember 2023 14:10 Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Gengu út af viðburði Clinton og mótmæltu Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 19. nóvember 2023 23:26
Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina. 16. nóvember 2023 14:10
Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19