45.000 strætóferðir Davíð Þorláksson skrifar 22. nóvember 2023 09:01 Höfuðborgarsvæðið hefur lengi þróast eftir áherslum sem ýta undir bílaumferð með dreifðri byggð og einsleitum íbúðahverfum í stækkandi jaðri. Slíkt umhverfi er mikil áskorun fyrir góðar samgöngur. Með Borgarlínunni færum við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu upp á nýtt stig með áherslu á skjóta, góða og áreiðanlega þjónustu. Hún ekur að mestu í sérrými með forgangi á gatnamótum, tíðni ferða eykst og ferðatíminn styttist. Það sem er mikilvægast: Hún verður sniðin að þörfum notenda. Margar ferðir Á hverjum virkum degi eru farnar yfir 45.000 ferðir með almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi fjöldi ferða er sambærilegur við þann fjölda sem ferðast með bílum á degi hverjum eftir Miklubraut við Klambratún. Um 31% íbúa höfuðborgarsvæðisins notar strætó skv. ferðavenjukönnun Gallup frá 2022 og 14% íbúa á strætókort. Um 19% íbúa höfuðborgarsvæðisins, eða um 47.000 manns, hafa aðgang að Strætó í innan við 400 m fjarlægð frá heimili með a.m.k 10 mínútna tíðni á álagstímum. Með tilkomu Borgarlínunnar og nýs leiðanets verður hlutfallið 66%. Þeim sem njóta þessarar auknu og öruggu tíðni fjölgar því úr 47.000 íbúum í 160.000 - 200.000 íbúa þegar leiðarkerfinu hefur verið breytt. Með uppbyggingu innviða Borgarlínunnar styttist ferðatími farþega jafnt og þétt. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun Maskínu frá 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Fyrsta lota Borgarlínu Sérrými fyrstu lota Borgarlínunnar munu strax hafa jákvæð áhrif á allar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það tengir meginleiðir um Ártúnshöfða og Kópavog við miðborg Reykjavíkur. Fyrsta lota mun því liggja um megin atvinnu- og þjónustusvæði höfuðborgarsvæðisins þar sem einna mest umferð er, og tafir hvað mestar, og mun strax hafa mikil áhrif á allt leiðakerfi almenningsvagna í sveitarfélögunum sex á svæðinu. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Borgarlína Samgöngur Strætó Reykjavík Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið hefur lengi þróast eftir áherslum sem ýta undir bílaumferð með dreifðri byggð og einsleitum íbúðahverfum í stækkandi jaðri. Slíkt umhverfi er mikil áskorun fyrir góðar samgöngur. Með Borgarlínunni færum við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu upp á nýtt stig með áherslu á skjóta, góða og áreiðanlega þjónustu. Hún ekur að mestu í sérrými með forgangi á gatnamótum, tíðni ferða eykst og ferðatíminn styttist. Það sem er mikilvægast: Hún verður sniðin að þörfum notenda. Margar ferðir Á hverjum virkum degi eru farnar yfir 45.000 ferðir með almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi fjöldi ferða er sambærilegur við þann fjölda sem ferðast með bílum á degi hverjum eftir Miklubraut við Klambratún. Um 31% íbúa höfuðborgarsvæðisins notar strætó skv. ferðavenjukönnun Gallup frá 2022 og 14% íbúa á strætókort. Um 19% íbúa höfuðborgarsvæðisins, eða um 47.000 manns, hafa aðgang að Strætó í innan við 400 m fjarlægð frá heimili með a.m.k 10 mínútna tíðni á álagstímum. Með tilkomu Borgarlínunnar og nýs leiðanets verður hlutfallið 66%. Þeim sem njóta þessarar auknu og öruggu tíðni fjölgar því úr 47.000 íbúum í 160.000 - 200.000 íbúa þegar leiðarkerfinu hefur verið breytt. Með uppbyggingu innviða Borgarlínunnar styttist ferðatími farþega jafnt og þétt. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun Maskínu frá 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Fyrsta lota Borgarlínu Sérrými fyrstu lota Borgarlínunnar munu strax hafa jákvæð áhrif á allar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það tengir meginleiðir um Ártúnshöfða og Kópavog við miðborg Reykjavíkur. Fyrsta lota mun því liggja um megin atvinnu- og þjónustusvæði höfuðborgarsvæðisins þar sem einna mest umferð er, og tafir hvað mestar, og mun strax hafa mikil áhrif á allt leiðakerfi almenningsvagna í sveitarfélögunum sex á svæðinu. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun