Vopnahléið hefst í fyrramálið og þrettán gíslum sleppt Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2023 15:05 Þúsundir íbúa Gasastrandarinnar hafa fallið í linnulausum loftárásum Ísrael síðustu sjö vikur. AP/Abed Khaled Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun. Forsvarsmenn Hamas-samtakanna segja í yfirlýsingu að fimmtíu gíslum í þeirra haldi, konur, börn og ungt fólk undir nítján ára aldri, verði skipt fyrir 150 konur, börn og ungt fólk undir nítján ára aldri í haldi Ísraela. Samkvæmt Hamas munu Ísraelar hætta loftárásum á suðurhluta Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Þeir eiga einnig að hætta árásum milli tíu og fjögur að degi til á norðurhlutanum. Samkomulagið felur einnig í sér að tvö hundruð flutningabílar með matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum verði hleypt inn á Gasaströndina og sömuleiðis verði fjórum olíu- og gasflutningabílum hleypt inn á degi hverjum. Sleppa fimmtíu fyrir 150 Talsmaður utanríkisráðuneytis Katar sagði í dag að þrettán ísraelskum gíslum yrði sleppt klukkan sex á morgun. Þá verður væntanlega 39 Palestínumönnum sleppt úr haldi Ísraela. Times of Israel hefur eftir talsmanninum að mest áhersla hafi verið lögð á að losa konur og börn úr haldi og vonast sé til að áframhaldandi viðræður muni leiða til áframhaldandi friðar. Talið er að um 240 manns séu í haldi Hamas, eftir árásir vígamanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Ráðamenn í Palestínu segjast vera komnir með lista yfir þá gísla sem sleppa á úr haldi á morgun og verið sé að hafa samband við fjölskyldur þeirra. Ísraelar og leiðtogar Hamas hafa átt í viðræðum um nokkuð skeið, með aðkomu yfirvalda í Katar og Bandaríkjunum. Fregnir hafa þó nokkrum sinnum borist af því að samkomulag hafi verið í myndinni en það raungerðist svo fyrr í vikunni. Vopnahléið átti að hefjast í dag en var frestað til morguns. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Tengdar fréttir Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25 Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar til vopnahlé verður samþykkt Löggjafarþing Suður-Afríku hefur samþykkt tillögu þess efnis að sendiráði Ísraels í landinu verði lokað og stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja slitið, uns Ísrael samþykkir vopnahlé á Gasa. 21. nóvember 2023 17:53 Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. 21. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Forsvarsmenn Hamas-samtakanna segja í yfirlýsingu að fimmtíu gíslum í þeirra haldi, konur, börn og ungt fólk undir nítján ára aldri, verði skipt fyrir 150 konur, börn og ungt fólk undir nítján ára aldri í haldi Ísraela. Samkvæmt Hamas munu Ísraelar hætta loftárásum á suðurhluta Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Þeir eiga einnig að hætta árásum milli tíu og fjögur að degi til á norðurhlutanum. Samkomulagið felur einnig í sér að tvö hundruð flutningabílar með matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum verði hleypt inn á Gasaströndina og sömuleiðis verði fjórum olíu- og gasflutningabílum hleypt inn á degi hverjum. Sleppa fimmtíu fyrir 150 Talsmaður utanríkisráðuneytis Katar sagði í dag að þrettán ísraelskum gíslum yrði sleppt klukkan sex á morgun. Þá verður væntanlega 39 Palestínumönnum sleppt úr haldi Ísraela. Times of Israel hefur eftir talsmanninum að mest áhersla hafi verið lögð á að losa konur og börn úr haldi og vonast sé til að áframhaldandi viðræður muni leiða til áframhaldandi friðar. Talið er að um 240 manns séu í haldi Hamas, eftir árásir vígamanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Ráðamenn í Palestínu segjast vera komnir með lista yfir þá gísla sem sleppa á úr haldi á morgun og verið sé að hafa samband við fjölskyldur þeirra. Ísraelar og leiðtogar Hamas hafa átt í viðræðum um nokkuð skeið, með aðkomu yfirvalda í Katar og Bandaríkjunum. Fregnir hafa þó nokkrum sinnum borist af því að samkomulag hafi verið í myndinni en það raungerðist svo fyrr í vikunni. Vopnahléið átti að hefjast í dag en var frestað til morguns.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Tengdar fréttir Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25 Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar til vopnahlé verður samþykkt Löggjafarþing Suður-Afríku hefur samþykkt tillögu þess efnis að sendiráði Ísraels í landinu verði lokað og stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja slitið, uns Ísrael samþykkir vopnahlé á Gasa. 21. nóvember 2023 17:53 Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. 21. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57
Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25
Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar til vopnahlé verður samþykkt Löggjafarþing Suður-Afríku hefur samþykkt tillögu þess efnis að sendiráði Ísraels í landinu verði lokað og stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja slitið, uns Ísrael samþykkir vopnahlé á Gasa. 21. nóvember 2023 17:53
Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. 21. nóvember 2023 14:58