Handbolti

Ómar Ingi og Bjarki Már jafnir að stigum í Meistara­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jafnir að stigum.
Jafnir að stigum. HSÍ

Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson, samherjar í íslenska landsliðinu í handbolta, eru jafnir að stigum í Meistaradeild Evrópu eftir sigra Magdeburg og Veszprém í kvöld. Kielce, lið Hauks Þrastarsonar, fagnaði einnig sigri.

Magdeburg var mun sterkari aðilinn í Danmörku og vann á endanum sjö marka sigur, lokatölur 25-32. Ómar Ingi skoraði 6 mörk og gaf eina stoðsendingu á meðan Janus Daði Smárason komst ekki á blað. Magdeburg er í 3. sæti B-riðils Meistaradeildarinnar með 12 stig að loknum 8 leikjum. 

Sæti ofar er Veszprém, með jafn mörg stig, en Bjarki Már og félagar unnu RK Celje með 10 marka mun í kvöld, lokatölur 41-31. Bjarki Már skoraði 4 mörk.

Kielce vann RK Zagreb með fjögurra marka mun í Póllandi, lokatölur 28-24. Haukur Þrastarson kom ekki við sögu. Kielce er í 3. sæti A-riðils með 10 stig, aðeins einu minna en topplið Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×