Segir Alþingi „nánast lamað“ Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. nóvember 2023 22:30 Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Kristrún Frostadóttir, þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar, hafa áhyggjur af málafjölda sem afgreiddur er á Alþingi. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. Þrjú mál hafa verið afgreidd á Alþingi þennan þingvetur, á rúmum tveimur mánuðum. Fyrir þingveturinn voru 109 mál sett á dagskrá. Af þeim þremur sem hafa verið afgreidd voru tvö þeirra ekki á málaskrá í upphafi þingvetrar. Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, segjast í kvöldfréttum hafa áhyggjur af stöðu mála. Mikilvæg mál sitji á hakanum. Óeiningin að verða sjálfstætt vandamál „Gagnrýni okkar laut að því að það er að verða sjálfstætt vandamál þessi óeining innan ríkisstjórnarinnar, sem við finnum svo vel inni í þinghúsi hvort sem það er bara í kaffispjalli manna á milli eða, sem er auðvitað stóra áhyggjuefnið, að frumvörpin bara berast ekki út úr ríkisstjórnarherberginu,“ segir Þorbjörg Sigríður. Aðstæður í efnahagsmálum séu slæmar og kalli á viðbrögð. Verðbólga sé áfram há þó hún lækki annars staðar, vaxtastig á Íslandi sé margfalt við það sem það er annars staðar og flóknir kjarasamningar framundan. „Verkefnin eru stór en það er ekkert í dagskrá þingsins af hálfu ríkisstjórnar sem speglar það, það er áhyggjuefnið og mér fannst bara þurfa að segja það upphátt hver staðan er á Alþingi. Þingið er nánast lamað vegna óeiningar innan ríkisstjórnarinnar.“ Hefur áhyggjur af fjárlögum Kristrún Frostadóttir segir að Samfylkingin hafi gert við það athugasemdir strax í haust þegar ríkisstjórn hafi kynnt fjárlögin að framundan væri erfiður kjaravetur. „Og að það skipti máli í þessu verðbólguumhverfi að við fengjum að sjá einhver úrræði fyrir heimilin og töluðum um að ríkisstjórnin þyrfti að koma með einhverskonar kjarapakka fyrir heimilin í landinu. Það hefur ekkert bólað á neinu slíku.“ Nefnir Kristrún sérstaklega húsnæðismálin í því samhengi. Húsaleigulög hafi átt að vera á dagskrá þingsins, sem hefðu bætt til muna réttarstöðu leigenda. „Í því samhengi var líka talað um leigubremsu sem virðist ekkert bóla á og ég velti fyrir mér hvort raunverulegur grundvöllur hafi verið fyrir innan þessarar ríkisstjórnar.“ Kristrún segir sinn flokk einnig hafa áhyggjur af stöðu fjárlaganna. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við fjárlög hafi verið kynntar í annarri umræðu. „Og það virðist sem að sé veruleg rýrnun á vaxtabótum, 25 prósent samdráttur, fimm þúsund manns sem eru að detta þar út úr kerfinu. Barnabætur að rýrna að raunvirði og þrátt fyrir að leiguverð sé að hækka þá eru húsnæðisbætur að lækka. Þannig að þetta er mjög erfitt ástand fyrir mörg heimili í dag og illskiljanlegt í rauninni að ríkisstjórnin telji sér ekki fært að bregðast við þessu.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Þrjú mál hafa verið afgreidd á Alþingi þennan þingvetur, á rúmum tveimur mánuðum. Fyrir þingveturinn voru 109 mál sett á dagskrá. Af þeim þremur sem hafa verið afgreidd voru tvö þeirra ekki á málaskrá í upphafi þingvetrar. Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, segjast í kvöldfréttum hafa áhyggjur af stöðu mála. Mikilvæg mál sitji á hakanum. Óeiningin að verða sjálfstætt vandamál „Gagnrýni okkar laut að því að það er að verða sjálfstætt vandamál þessi óeining innan ríkisstjórnarinnar, sem við finnum svo vel inni í þinghúsi hvort sem það er bara í kaffispjalli manna á milli eða, sem er auðvitað stóra áhyggjuefnið, að frumvörpin bara berast ekki út úr ríkisstjórnarherberginu,“ segir Þorbjörg Sigríður. Aðstæður í efnahagsmálum séu slæmar og kalli á viðbrögð. Verðbólga sé áfram há þó hún lækki annars staðar, vaxtastig á Íslandi sé margfalt við það sem það er annars staðar og flóknir kjarasamningar framundan. „Verkefnin eru stór en það er ekkert í dagskrá þingsins af hálfu ríkisstjórnar sem speglar það, það er áhyggjuefnið og mér fannst bara þurfa að segja það upphátt hver staðan er á Alþingi. Þingið er nánast lamað vegna óeiningar innan ríkisstjórnarinnar.“ Hefur áhyggjur af fjárlögum Kristrún Frostadóttir segir að Samfylkingin hafi gert við það athugasemdir strax í haust þegar ríkisstjórn hafi kynnt fjárlögin að framundan væri erfiður kjaravetur. „Og að það skipti máli í þessu verðbólguumhverfi að við fengjum að sjá einhver úrræði fyrir heimilin og töluðum um að ríkisstjórnin þyrfti að koma með einhverskonar kjarapakka fyrir heimilin í landinu. Það hefur ekkert bólað á neinu slíku.“ Nefnir Kristrún sérstaklega húsnæðismálin í því samhengi. Húsaleigulög hafi átt að vera á dagskrá þingsins, sem hefðu bætt til muna réttarstöðu leigenda. „Í því samhengi var líka talað um leigubremsu sem virðist ekkert bóla á og ég velti fyrir mér hvort raunverulegur grundvöllur hafi verið fyrir innan þessarar ríkisstjórnar.“ Kristrún segir sinn flokk einnig hafa áhyggjur af stöðu fjárlaganna. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við fjárlög hafi verið kynntar í annarri umræðu. „Og það virðist sem að sé veruleg rýrnun á vaxtabótum, 25 prósent samdráttur, fimm þúsund manns sem eru að detta þar út úr kerfinu. Barnabætur að rýrna að raunvirði og þrátt fyrir að leiguverð sé að hækka þá eru húsnæðisbætur að lækka. Þannig að þetta er mjög erfitt ástand fyrir mörg heimili í dag og illskiljanlegt í rauninni að ríkisstjórnin telji sér ekki fært að bregðast við þessu.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira