Kerr með þrennu í sigri Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2023 21:59 Einu af þremur mörkum kvöldsins fagnað. Chloe Knott/Getty Images Sam Kerr skoraði þrennu þegar Chelsea lagði París FC í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þá vann AS Roma 3-0 sigur á Ajax. Hin ástralska Sam Kerr svífur um á bleiku skýi þessa dagana enda nýbúin að fara á skeljarnar og biðja kærustu sína um að giftast sér. Kerr hélt upp á það að hætti hússins, með því að skora öll mörkin í góðum sigri. Það fyrsta kom eftir sléttan hálftíma en Lauren James fær heiðurinn að því marki. James hafði klúðrað algjöru dauðafæri ekki löngu áður en þerna fékk hún boltann úti vinstra megin, óð að marki gestanna áður en hún fór inn á völlinn og átti þessa stórbrotnu sendingu sem Kerr gat ekki gert annað við en að sparka í netið. What an assist from Lauren James. Sam Kerr finishes the job. Chelsea https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/AKSKKL1F36— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Thea Greboval jafnaði fyrir París FC með ágætum skalla eftir að markvörður Chelsea, Ann-Katrin Berger, gat ekki ákveðið hvort hún ætti að koma út í boltann eftir hornspyrnu gestanna. Staðan 1-1 í hálfleik. Rainbow header by Théa Greboval to bring Paris level. https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/sbH1PdIcHp— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr kom heimaliðinu yfir á nýjan leik snemma í síðari hálfleik. Að þessu sinni batt hún enda á frábæra skyndisókn sem hófst vinstra megin á vellinum, þaðan fór boltinn yfir til hægri á hin sænsku Johönnu Rytting Kaneryd sem gaf fyrir markið og Kerr skilaði knettinum í netið. SAM KERR GETS CHELSEA'S SECOND! https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/9mTuy08sVJ— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr fullkomnaði þrennu sína ekki löngu síðar eftir að langur bolti frá Berger í marki Chelsea rataði alla leið yfir vörn gestanna og allt í einu þurfti Kerr bara að lyfta boltanum yfir markvörð gestanna, sem hún og gerði. Varamaðurinn Sophie Ingle gerði svo fjórða mark Chelsea í uppbótartíma, lokatölur 4-1. Chelsea er í 2. sæti D-riðils með 4 stig en BK Häcken er á toppnum með 6 stig. Real Madríd er með eitt og París rekur lestuna án stiga. Þá vann AS Roma einstaklega öruggan 3-0 sigur á Ajax. Valentina Giacinti skoraði tvívegis snemma í leiknum og Manuela Giugliano gulltryggði sigurinn í upphafi síðari hálfleiks. Manuela Giugliano off the volley 4 goals and 4 assists for the Italian midfielder in her last six UWCL games! https://t.co/sd7lZMVpzk https://t.co/ow8f49ISzS https://t.co/0J80omegSI#UWCLonDAZN pic.twitter.com/wIOakvn1Va— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 AS Roma er á toppi C-riðils með 4 stig líkt og Bayern München sem vann París Saint-Germain 1-0 á útivelli þökk sé stoðsendingu Glódísar Perlu Viggósdóttur. Ajax er með 3 stig en PSG er án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Glódís Perla lagði upp sigurmarkið í París Bayern München lagði París Saint-Germain á útivelli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði gestanna, lagði upp sigurmarkið. 23. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Hin ástralska Sam Kerr svífur um á bleiku skýi þessa dagana enda nýbúin að fara á skeljarnar og biðja kærustu sína um að giftast sér. Kerr hélt upp á það að hætti hússins, með því að skora öll mörkin í góðum sigri. Það fyrsta kom eftir sléttan hálftíma en Lauren James fær heiðurinn að því marki. James hafði klúðrað algjöru dauðafæri ekki löngu áður en þerna fékk hún boltann úti vinstra megin, óð að marki gestanna áður en hún fór inn á völlinn og átti þessa stórbrotnu sendingu sem Kerr gat ekki gert annað við en að sparka í netið. What an assist from Lauren James. Sam Kerr finishes the job. Chelsea https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/AKSKKL1F36— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Thea Greboval jafnaði fyrir París FC með ágætum skalla eftir að markvörður Chelsea, Ann-Katrin Berger, gat ekki ákveðið hvort hún ætti að koma út í boltann eftir hornspyrnu gestanna. Staðan 1-1 í hálfleik. Rainbow header by Théa Greboval to bring Paris level. https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/sbH1PdIcHp— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr kom heimaliðinu yfir á nýjan leik snemma í síðari hálfleik. Að þessu sinni batt hún enda á frábæra skyndisókn sem hófst vinstra megin á vellinum, þaðan fór boltinn yfir til hægri á hin sænsku Johönnu Rytting Kaneryd sem gaf fyrir markið og Kerr skilaði knettinum í netið. SAM KERR GETS CHELSEA'S SECOND! https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/9mTuy08sVJ— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr fullkomnaði þrennu sína ekki löngu síðar eftir að langur bolti frá Berger í marki Chelsea rataði alla leið yfir vörn gestanna og allt í einu þurfti Kerr bara að lyfta boltanum yfir markvörð gestanna, sem hún og gerði. Varamaðurinn Sophie Ingle gerði svo fjórða mark Chelsea í uppbótartíma, lokatölur 4-1. Chelsea er í 2. sæti D-riðils með 4 stig en BK Häcken er á toppnum með 6 stig. Real Madríd er með eitt og París rekur lestuna án stiga. Þá vann AS Roma einstaklega öruggan 3-0 sigur á Ajax. Valentina Giacinti skoraði tvívegis snemma í leiknum og Manuela Giugliano gulltryggði sigurinn í upphafi síðari hálfleiks. Manuela Giugliano off the volley 4 goals and 4 assists for the Italian midfielder in her last six UWCL games! https://t.co/sd7lZMVpzk https://t.co/ow8f49ISzS https://t.co/0J80omegSI#UWCLonDAZN pic.twitter.com/wIOakvn1Va— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 AS Roma er á toppi C-riðils með 4 stig líkt og Bayern München sem vann París Saint-Germain 1-0 á útivelli þökk sé stoðsendingu Glódísar Perlu Viggósdóttur. Ajax er með 3 stig en PSG er án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Glódís Perla lagði upp sigurmarkið í París Bayern München lagði París Saint-Germain á útivelli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði gestanna, lagði upp sigurmarkið. 23. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Glódís Perla lagði upp sigurmarkið í París Bayern München lagði París Saint-Germain á útivelli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði gestanna, lagði upp sigurmarkið. 23. nóvember 2023 20:01