Hamilton segir liðsstjóra Red Bull fara með rangt mál Aron Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 15:00 Saga um samskipti Hamilton og Red Bull Racing hefur átt sviðið í aðdraganda síðustu keppnishelggar Formúlu 1 Vísir/Getty Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes, segir Christian Horner, liðsstjóra Red Bull Racing, fara með rangt mál er hann segir Hamilton hafa sett sig í samband við forráðamenn Red Bull Racing og viðrað hugmyndir um að ganga til liðs við liðið. Sagan um þreifingar milli Red Bull Racing og Lewis Hamilton hefur átt sviðið í Formúlu 1 heiminum í aðdraganda síðustu keppnishelgar yfirstandandi tímabils í Abu Dhabi. Red Bull Racing og Mercedes eru risarnir tveir sem hafa ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 heiminum undanfarin ár og því vakti það skiljanlega mikla athygli þegar að breski miðillinn Daily Mail birti viðtal sitt við Christian Horner, liðsstjóra fyrrnefnda liðsins, þar sem að hann hélt því fram fulltrúar Hamilton hefðu sett sig í samband við Red Bull Racing og að þar hefði verið athugað hvort ökumannssæti væri á lausu hjá liðinu. Hamilton er einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi og er, ásamt Michael Schumacher, sem hefur unnið flesta heimsmeistaratitla í flokki ökumanna. Hamilton hefur einnig eldað grátt silfur í gegnum tíðina með ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen sem er aðalökumaður Red Bull Racing. Eftir að viðtal Daily Mail við Christian Horner fór á flug sá Hamilton sig tilneyddan til þess að stíga fram og svara fullyrðingum hans. Vissulega hafi verið samskipti milli Red Bull Racing og Lewis Hamilton en að ökumaðurinn hafi ekki verið sá sem steig fyrsta skrefið að þeim samskiptum. „Ég hafði ekki samband við þá,“ sagði Hamilton í viðtali fyrir keppnishelgina í Abu Dhabi. „Christian hafði samband við mig. Ég hef kannað þetta hjá öllum í mínu teymi. Það hefur enginn talað við fulltrúa Red Bull Racing. Þeir hafa hins vegar haft samband við okkur.“ Sá skilaboð í gömlum síma Hamilton heldur því fram að Horner hafði sent sér textaskilaboð í gamla símann sinn sem innihélt eldra símanúmer í hans eigu. Hamilton segist ekki hafa séð þau skilaboð fyrr en nokkrum mánuðum eftir að þau bárust er hann kveikti á gamla símanum sínum. „Þá sá ég hundruð skilaboða birtast. Eitt þeirra var frá Christian þar sem að hann sagðist vilja hitta mig og ræða við mig eftir tímabilið.“ Hamilton, sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Mercedes fyrr á árinu, segir það vera tilhneiginguna hjá mörgum að kasta nafni hans inn í umræðuna því það veki alltaf athygli. „Ef þú ert einmana, ert ekki að fá mikla athygli. Nefndu mig þá á nafn, það væri hið fullkomna fyrir þig í stöðunni.“ Hann segir skiljanlegt að ökumenn vilji aka bíl Red Bull, sem sé einn mesti yfirburðar bíll seinni tíma í Formúlu 1. Hins vegar sjái hann spennu og ríkulegt aðdráttarafl fyrir sig að reyna koma Mercedes aftur á toppinn í mótaröðinni. Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Sagan um þreifingar milli Red Bull Racing og Lewis Hamilton hefur átt sviðið í Formúlu 1 heiminum í aðdraganda síðustu keppnishelgar yfirstandandi tímabils í Abu Dhabi. Red Bull Racing og Mercedes eru risarnir tveir sem hafa ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 heiminum undanfarin ár og því vakti það skiljanlega mikla athygli þegar að breski miðillinn Daily Mail birti viðtal sitt við Christian Horner, liðsstjóra fyrrnefnda liðsins, þar sem að hann hélt því fram fulltrúar Hamilton hefðu sett sig í samband við Red Bull Racing og að þar hefði verið athugað hvort ökumannssæti væri á lausu hjá liðinu. Hamilton er einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi og er, ásamt Michael Schumacher, sem hefur unnið flesta heimsmeistaratitla í flokki ökumanna. Hamilton hefur einnig eldað grátt silfur í gegnum tíðina með ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen sem er aðalökumaður Red Bull Racing. Eftir að viðtal Daily Mail við Christian Horner fór á flug sá Hamilton sig tilneyddan til þess að stíga fram og svara fullyrðingum hans. Vissulega hafi verið samskipti milli Red Bull Racing og Lewis Hamilton en að ökumaðurinn hafi ekki verið sá sem steig fyrsta skrefið að þeim samskiptum. „Ég hafði ekki samband við þá,“ sagði Hamilton í viðtali fyrir keppnishelgina í Abu Dhabi. „Christian hafði samband við mig. Ég hef kannað þetta hjá öllum í mínu teymi. Það hefur enginn talað við fulltrúa Red Bull Racing. Þeir hafa hins vegar haft samband við okkur.“ Sá skilaboð í gömlum síma Hamilton heldur því fram að Horner hafði sent sér textaskilaboð í gamla símann sinn sem innihélt eldra símanúmer í hans eigu. Hamilton segist ekki hafa séð þau skilaboð fyrr en nokkrum mánuðum eftir að þau bárust er hann kveikti á gamla símanum sínum. „Þá sá ég hundruð skilaboða birtast. Eitt þeirra var frá Christian þar sem að hann sagðist vilja hitta mig og ræða við mig eftir tímabilið.“ Hamilton, sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Mercedes fyrr á árinu, segir það vera tilhneiginguna hjá mörgum að kasta nafni hans inn í umræðuna því það veki alltaf athygli. „Ef þú ert einmana, ert ekki að fá mikla athygli. Nefndu mig þá á nafn, það væri hið fullkomna fyrir þig í stöðunni.“ Hann segir skiljanlegt að ökumenn vilji aka bíl Red Bull, sem sé einn mesti yfirburðar bíll seinni tíma í Formúlu 1. Hins vegar sjái hann spennu og ríkulegt aðdráttarafl fyrir sig að reyna koma Mercedes aftur á toppinn í mótaröðinni.
Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira