Pep segir mál City vera allt öðruvísi en mál Everton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2023 09:01 Pep Guardiola segir að ekki sé hægt að bera mál Manchester City og Everton saman. Robin Jones/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að ekki sé hægt að bera mál félagsins, þar sem félagið er sakað um 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar, saman við mál Everton. Tíu stig voru dregin af Everton á föstudaginn fyrir rúmri viku síðan fyrir brot á fjárhagsreglum um hagnað og sjálfbærni í rekstri. Eftir dóminn beindust spjótin, kannski eðlilega, að Manchester City, sem sakað er um 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Aðspurður að því hvort hann hefði áhyggjur af því hvað gæti komið fyrir Manchester City eftir að stigin voru dregin af Everton sagði Pep þó að ekki væri hægt að bera þessi tvö mál saman. „Þetta eru tvö mismunandi mál. Þetta er ekki það sama, í alvörunni,“ sagði Pep á blaðamannafundi í gær. „Okkar mál tekur lengri tíma þar sem það er mun flóknara af því að þar er verið að rannsaka 115 brot. Þannig við skulum bara bíða. Svo munu lögfræðingarnir flytja sín mál fyrir dómara áður en við fáum niðurstöðu,“ bætti Spánverjinn við. Eins og áður segir er Manchester City sakað um 115 brot á fjárhagsreglum deildarinnar á árunum 2009 til 2018. Þá er félagið einnig sakað um að hafa ekki sínt samstarfsvilja síðan rannsóknin hófst árið 2018. Félagið var ákært fyrir brotin í febrúar á þessu ári, áður en ákæra var gefin út á hendur Everton, en mál City er enn í ferli. 🔵 Guardiola on whether there is a punishment that could be so heavy that he would consider his Man City future...“There's more chance of me staying after being relegated to League One than us winning the Champions League again!”. pic.twitter.com/H3ykBW8VGb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 24, 2023 Eftir að stigin voru dregin af Everton hafa margir velt því fyrir sér hver refsing Manchester City verður ef félagið er fundið sekt um botin. Einn möguleikinn er sá að liðið verði dæmt niður um deild, en Guardiola segist ekki ætla að yfirgefa félagið ef svo verður. „Ég ætla bara að bíða og sjá hvað gerist. Bíða og sjá og svo þegar búið er að dæma kem ég aftur hingað og útskýri mína hlið.“ „En ég mun ekki endurskoða stöðu mína hvort sem það verður hér í úrvalsdeildinni eða í C-deild. Það eru meiri líkur á því að ég verði áfram ef við verðum í C-deild heldur en ef við vinnum Meistaradeildina aftur,“ bættu Pep við. Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira
Tíu stig voru dregin af Everton á föstudaginn fyrir rúmri viku síðan fyrir brot á fjárhagsreglum um hagnað og sjálfbærni í rekstri. Eftir dóminn beindust spjótin, kannski eðlilega, að Manchester City, sem sakað er um 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Aðspurður að því hvort hann hefði áhyggjur af því hvað gæti komið fyrir Manchester City eftir að stigin voru dregin af Everton sagði Pep þó að ekki væri hægt að bera þessi tvö mál saman. „Þetta eru tvö mismunandi mál. Þetta er ekki það sama, í alvörunni,“ sagði Pep á blaðamannafundi í gær. „Okkar mál tekur lengri tíma þar sem það er mun flóknara af því að þar er verið að rannsaka 115 brot. Þannig við skulum bara bíða. Svo munu lögfræðingarnir flytja sín mál fyrir dómara áður en við fáum niðurstöðu,“ bætti Spánverjinn við. Eins og áður segir er Manchester City sakað um 115 brot á fjárhagsreglum deildarinnar á árunum 2009 til 2018. Þá er félagið einnig sakað um að hafa ekki sínt samstarfsvilja síðan rannsóknin hófst árið 2018. Félagið var ákært fyrir brotin í febrúar á þessu ári, áður en ákæra var gefin út á hendur Everton, en mál City er enn í ferli. 🔵 Guardiola on whether there is a punishment that could be so heavy that he would consider his Man City future...“There's more chance of me staying after being relegated to League One than us winning the Champions League again!”. pic.twitter.com/H3ykBW8VGb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 24, 2023 Eftir að stigin voru dregin af Everton hafa margir velt því fyrir sér hver refsing Manchester City verður ef félagið er fundið sekt um botin. Einn möguleikinn er sá að liðið verði dæmt niður um deild, en Guardiola segist ekki ætla að yfirgefa félagið ef svo verður. „Ég ætla bara að bíða og sjá hvað gerist. Bíða og sjá og svo þegar búið er að dæma kem ég aftur hingað og útskýri mína hlið.“ „En ég mun ekki endurskoða stöðu mína hvort sem það verður hér í úrvalsdeildinni eða í C-deild. Það eru meiri líkur á því að ég verði áfram ef við verðum í C-deild heldur en ef við vinnum Meistaradeildina aftur,“ bættu Pep við.
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira