Stærsta drónaárásin hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 12:20 Úkraínskur hermaður á þaki leikskóla í Kænugarði sem varð fyrir skemmdum í nótt. AP/Felipe Dana Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. Fimm særðust í árásinni og eru mörg hús sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Vítalí Klitskó, borgarstjóri Kænugarðs, segir eld hafa kviknað í leikskóla þegar brak féll á hann. Nærri því tvö hundruð byggingar urðu rafmagnslausar vegna árásarinnar. russian terrorists launched another drone attack on Ukraine last night.74 Shaheds and one missile were shot down. Glory to Ukraine's air defenders! — Ukrainian Air Force (@KpsZSU) November 25, 2023 Um fjörutíu prósent drónanna eru sagðir hafa verið skotnir af hreyfanlegum loftvarnarsveitum. Samkvæmt frétt Reuters eru það oftar en ekki menn á pallbílum með áfastar vélbyssur eða loftvarnabyssur. Undanfarna mánuði hafa Rússar sparað sjálfsprengidróna sína og eldflaugar og hafa Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra óttast að umfangsmiklar árásir verði gerðar á orkuinnviði landsins í vetur, eins og gert var síðasta vetur. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa beint rúmlega 1.200 eld- og stýriflaugum og sjálfsprengidrónum frá Íran að orkuinnviðum landsins frá október 2022 til apríl 2023. Þessar árásir ollu miklum skemmdum. Rússar eru taldir hafa aukið framleiðslu á langdrægum eldflaugum á undanförnum mánuði. Fyrir ári síðan voru þeir taldir geta framleitt um fjörutíu slíkar á mánuði. Nú er talið að þeir geti framleitt um hundrað. Þar að auki framleiða Rússar mikið magn Shahed sjálfsprengidróna sem þeir fengu frá Íran og Lancet-dróna sem þróaðir voru í Rússlandi, auk þess sem þeir geta keypt dróna og eldflaugar frá Íran. Hlúð að íbúum húss sem varð fyrir braki.AP/Efrem Lukatsky Geta Rússa til að gera árásir á innviði Úkraínu í vetur, gæti því verið mun meiri en hún var í fyrra og á sama tíma er skortur á vestrænum loftvarnarkerfum og framleiðsla á flugskeytum fyrir sum loftvarnarkerfin heldur ekki í við notkun Úkraínumanna. Sjá einnig: Erfiður vetur í vændum hjá Úkraínumönnum Úkraínumenn hafa þó fengið töluvert magn af loftvarnarkerfum. Þjóðverjar tilkynntu í vikunni að tvö Iris-T kerfi yrðu send til Úkraínu og eitt Patriot-kerfi, sem er líkleglega það háþróaðasta í heiminum. Úkraínumenn segjast þar að auki betur tilbúnir til að svara fyrir árásir á innviði í Úkraínu, með árásum á innviði í Rússlandi. Minnast Holodomor í dag Úkraínumenn minnast í dag hungursneyðarinnar í Úkraínu á árunum 1932-1933. Hungursneyðin, sem nefnist Holodomor, varð á valdatíma Stalíns í Sovétríkjunum og dró milljónir Úkraínumanna til dauða. Þar var svelti beitt markvisst til þess að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, svæði voru jafnvel girt af svo sveltandi fólkið gat ekki flúið aðstæður sínar. Alþjóðasamfélagið hefur margoft fordæmt hungursneyðina en Rússar hafa alla tíð neitað að um hópmorð sé að ræða. Alþingi viðurkenndi Holodomor í mars sem hópmorð á úkraínsku þjóðinni. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33 Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár. 21. nóvember 2023 16:46 Dæmd í sjö ára fangelsi vegna límmiða Rússnesk kona hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Sasha Skochilenko var handtekinn í Pétursborg í apríl 2022, eftir að hún setti límmiða með slagorðum gegn innrásinni yfir verðmerkingar í verslun. 16. nóvember 2023 15:31 Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58 Hafa náð fótfestu á austurbakka Dnipro Úkraínskir landgönguliðar vinna nú hörðum höndum að því að stækka fótfestu þeirra á austurbakka Dnipro-ár í Kherson-héraði. Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu en Úkraínumenn vilja koma bryndrekum yfir ánna. 15. nóvember 2023 22:42 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Fimm særðust í árásinni og eru mörg hús sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Vítalí Klitskó, borgarstjóri Kænugarðs, segir eld hafa kviknað í leikskóla þegar brak féll á hann. Nærri því tvö hundruð byggingar urðu rafmagnslausar vegna árásarinnar. russian terrorists launched another drone attack on Ukraine last night.74 Shaheds and one missile were shot down. Glory to Ukraine's air defenders! — Ukrainian Air Force (@KpsZSU) November 25, 2023 Um fjörutíu prósent drónanna eru sagðir hafa verið skotnir af hreyfanlegum loftvarnarsveitum. Samkvæmt frétt Reuters eru það oftar en ekki menn á pallbílum með áfastar vélbyssur eða loftvarnabyssur. Undanfarna mánuði hafa Rússar sparað sjálfsprengidróna sína og eldflaugar og hafa Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra óttast að umfangsmiklar árásir verði gerðar á orkuinnviði landsins í vetur, eins og gert var síðasta vetur. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa beint rúmlega 1.200 eld- og stýriflaugum og sjálfsprengidrónum frá Íran að orkuinnviðum landsins frá október 2022 til apríl 2023. Þessar árásir ollu miklum skemmdum. Rússar eru taldir hafa aukið framleiðslu á langdrægum eldflaugum á undanförnum mánuði. Fyrir ári síðan voru þeir taldir geta framleitt um fjörutíu slíkar á mánuði. Nú er talið að þeir geti framleitt um hundrað. Þar að auki framleiða Rússar mikið magn Shahed sjálfsprengidróna sem þeir fengu frá Íran og Lancet-dróna sem þróaðir voru í Rússlandi, auk þess sem þeir geta keypt dróna og eldflaugar frá Íran. Hlúð að íbúum húss sem varð fyrir braki.AP/Efrem Lukatsky Geta Rússa til að gera árásir á innviði Úkraínu í vetur, gæti því verið mun meiri en hún var í fyrra og á sama tíma er skortur á vestrænum loftvarnarkerfum og framleiðsla á flugskeytum fyrir sum loftvarnarkerfin heldur ekki í við notkun Úkraínumanna. Sjá einnig: Erfiður vetur í vændum hjá Úkraínumönnum Úkraínumenn hafa þó fengið töluvert magn af loftvarnarkerfum. Þjóðverjar tilkynntu í vikunni að tvö Iris-T kerfi yrðu send til Úkraínu og eitt Patriot-kerfi, sem er líkleglega það háþróaðasta í heiminum. Úkraínumenn segjast þar að auki betur tilbúnir til að svara fyrir árásir á innviði í Úkraínu, með árásum á innviði í Rússlandi. Minnast Holodomor í dag Úkraínumenn minnast í dag hungursneyðarinnar í Úkraínu á árunum 1932-1933. Hungursneyðin, sem nefnist Holodomor, varð á valdatíma Stalíns í Sovétríkjunum og dró milljónir Úkraínumanna til dauða. Þar var svelti beitt markvisst til þess að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, svæði voru jafnvel girt af svo sveltandi fólkið gat ekki flúið aðstæður sínar. Alþjóðasamfélagið hefur margoft fordæmt hungursneyðina en Rússar hafa alla tíð neitað að um hópmorð sé að ræða. Alþingi viðurkenndi Holodomor í mars sem hópmorð á úkraínsku þjóðinni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33 Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár. 21. nóvember 2023 16:46 Dæmd í sjö ára fangelsi vegna límmiða Rússnesk kona hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Sasha Skochilenko var handtekinn í Pétursborg í apríl 2022, eftir að hún setti límmiða með slagorðum gegn innrásinni yfir verðmerkingar í verslun. 16. nóvember 2023 15:31 Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58 Hafa náð fótfestu á austurbakka Dnipro Úkraínskir landgönguliðar vinna nú hörðum höndum að því að stækka fótfestu þeirra á austurbakka Dnipro-ár í Kherson-héraði. Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu en Úkraínumenn vilja koma bryndrekum yfir ánna. 15. nóvember 2023 22:42 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33
Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár. 21. nóvember 2023 16:46
Dæmd í sjö ára fangelsi vegna límmiða Rússnesk kona hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Sasha Skochilenko var handtekinn í Pétursborg í apríl 2022, eftir að hún setti límmiða með slagorðum gegn innrásinni yfir verðmerkingar í verslun. 16. nóvember 2023 15:31
Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58
Hafa náð fótfestu á austurbakka Dnipro Úkraínskir landgönguliðar vinna nú hörðum höndum að því að stækka fótfestu þeirra á austurbakka Dnipro-ár í Kherson-héraði. Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu en Úkraínumenn vilja koma bryndrekum yfir ánna. 15. nóvember 2023 22:42