Kynbundið ofbeldi og þjóðarmorð Katrín Harðardóttir skrifar 26. nóvember 2023 14:30 Hvernig stendur á tvískinnungi í málefnum Palestínu? Hvað veldur þögn valdhafa og almennings nú þegar átakalínur skerpast og það er deginum ljósara hvað á sér stað fyrir botni Miðjarðarhafsins? Hvað er eiginlega í gangi í Utanríkisráðuneytinu? Það er ekki erfitt að verða sér úti um upplýsingar og sjá í gegnum lygarnar sem okkur eru færðar á borð af ráðandi miðlum, þar á meðal okkar eigin miðlum sem virðast oftar en ekki beinþýða upp úr áróðursmaskínu Bandaríkjanna og Ísraels. Hvernig stendur á því að allar þær konur sem fylktu liði í þúsundatali fyrir rétt rúmlega mánuði síðan mæta ekki í kröfugöngur, öskrandi á Alþingi vegna systra þeirra sem liggja nú í fjöldagröfum, syrgja látin börn sín og sefa þau börn sem eftir eru, undir komandi vetri við hungur og húsarústir? En þögninni hafa þó fylgt aðgerðir hér heima, til dæmis var fjölskylda fatlaðs manns send úr landi. Það er vægast sagt sérstakur gjörningur í ljósi þess að margar þessara sömu kvenna mættu galvaskar á fjöldafund til þess að krefjast viðurkenningar á þriðju vakt kvenna. Þar mátti til dæmis sjá forsætisráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra sem virðast ekki sjá dómgreindarleysið í því að skilja manninn einanskilja fólk eitt eftir í samfélagi sem reiðir sig á óformlegan stuðning fjölskyldunnar. Bar þá í bakkafullan lækinn þegar átta barna, einstæð móðir frá Palestínu var send á götuna á Spáni. Hvers virði er femínísk paradís ef hún getur ekki skotið skjólshúsi yfir einstæða móður frá hernumdu ríki? Eurovision hefur kennt okkur að Ísrael er svo sannarlega hluti Evrópu, en hvað með Palestínu? Við höfum lifað svo lengi við brenglaða orðræðu að við höfum ekki hugmynd um þá menningarlegu fjölbreytni sem álfan hefur að geyma. Í Palestínu eru ekki teknar myndir af konum sem eru ekki huldar, af virðingu við þær. Af þessum sökum fáum við ekki alla myndina af því hvað er að gerast og hefur gerst á undanförnum vikum. En það kynbundna ofbeldi sem á sér stað í öllum stríðum er einnig staðreynd í þjóðarmorðinu á Gaza og þeim kerfisbundnu þjóðarhreinsunum sem eiga sér stað út um alla Palestínu. Þessar upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum sem standa bæði ráðafólki, almenningi og fréttamiðlum til boða. Ríkisstjórnin og við sem þjóð, sem hampar sér af mannúð og femínískum gildum, er samsek um þjóðarmorð ef hún lætur ekki heyra í sér á alþjóðlegum grundvelli og slítur viðskipta - og stjórnmálasambandi við Ísrael. Ef við flykkjumst ekki öll út á götu og mótmælum, þá erum við samsek. Þarf fólk að vera á launum til að mæta? Eða er palestínska þjóðin ekki rétt á litinn? Höfundur er baráttukona fyrir mannréttindum, femínisti og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á tvískinnungi í málefnum Palestínu? Hvað veldur þögn valdhafa og almennings nú þegar átakalínur skerpast og það er deginum ljósara hvað á sér stað fyrir botni Miðjarðarhafsins? Hvað er eiginlega í gangi í Utanríkisráðuneytinu? Það er ekki erfitt að verða sér úti um upplýsingar og sjá í gegnum lygarnar sem okkur eru færðar á borð af ráðandi miðlum, þar á meðal okkar eigin miðlum sem virðast oftar en ekki beinþýða upp úr áróðursmaskínu Bandaríkjanna og Ísraels. Hvernig stendur á því að allar þær konur sem fylktu liði í þúsundatali fyrir rétt rúmlega mánuði síðan mæta ekki í kröfugöngur, öskrandi á Alþingi vegna systra þeirra sem liggja nú í fjöldagröfum, syrgja látin börn sín og sefa þau börn sem eftir eru, undir komandi vetri við hungur og húsarústir? En þögninni hafa þó fylgt aðgerðir hér heima, til dæmis var fjölskylda fatlaðs manns send úr landi. Það er vægast sagt sérstakur gjörningur í ljósi þess að margar þessara sömu kvenna mættu galvaskar á fjöldafund til þess að krefjast viðurkenningar á þriðju vakt kvenna. Þar mátti til dæmis sjá forsætisráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra sem virðast ekki sjá dómgreindarleysið í því að skilja manninn einanskilja fólk eitt eftir í samfélagi sem reiðir sig á óformlegan stuðning fjölskyldunnar. Bar þá í bakkafullan lækinn þegar átta barna, einstæð móðir frá Palestínu var send á götuna á Spáni. Hvers virði er femínísk paradís ef hún getur ekki skotið skjólshúsi yfir einstæða móður frá hernumdu ríki? Eurovision hefur kennt okkur að Ísrael er svo sannarlega hluti Evrópu, en hvað með Palestínu? Við höfum lifað svo lengi við brenglaða orðræðu að við höfum ekki hugmynd um þá menningarlegu fjölbreytni sem álfan hefur að geyma. Í Palestínu eru ekki teknar myndir af konum sem eru ekki huldar, af virðingu við þær. Af þessum sökum fáum við ekki alla myndina af því hvað er að gerast og hefur gerst á undanförnum vikum. En það kynbundna ofbeldi sem á sér stað í öllum stríðum er einnig staðreynd í þjóðarmorðinu á Gaza og þeim kerfisbundnu þjóðarhreinsunum sem eiga sér stað út um alla Palestínu. Þessar upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum sem standa bæði ráðafólki, almenningi og fréttamiðlum til boða. Ríkisstjórnin og við sem þjóð, sem hampar sér af mannúð og femínískum gildum, er samsek um þjóðarmorð ef hún lætur ekki heyra í sér á alþjóðlegum grundvelli og slítur viðskipta - og stjórnmálasambandi við Ísrael. Ef við flykkjumst ekki öll út á götu og mótmælum, þá erum við samsek. Þarf fólk að vera á launum til að mæta? Eða er palestínska þjóðin ekki rétt á litinn? Höfundur er baráttukona fyrir mannréttindum, femínisti og þýðandi.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar