„Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. nóvember 2023 18:09 Snúningur Arndísar Önnu á skemmtistaðnum Kiki tók óvæntan snúning á föstudagskvöld. Vísir/Arnar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, sem handtekin var á skemmtistaðnum Kiki á föstudagskvöld segir framkomu dyravarða staðarins hafa verið harkalega og niðurlægjandi en viðurkennir að hafa rifið kjaft. Greint var frá því í dag að Arndís Anna hafi verið handtekin. Í samtali við fréttastofu segir Arndís Anna að ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út sé að hún hafi verið of lengi inni á salerni staðarins. „Ég hef verið þarna í talsverðan tíma en þá grunaði ekki neitt,“ segir hún enn fremur. Dyraverðirnir hafi tjáð henni að hún væri að teppa umferðina á klósettið. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ segir Arndís Anna og viðurkennir að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Hún neitar því að hafa neytt fíkniefna á salerninu. „Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi.“ Arndís Anna tjáði sig einnig í formi Facebook-færslu í kvöld: „Ég brá mér á skemmtistað á föstudagskvöld, eins og gengur og gerist, og fór á einn minn uppáhaldsstað, Kiki. Ég fór á salernið og var búin að vera þar sjálfsagt í talsverðan tíma þegar dyraverðir opna hurðina. Mér brá við þetta og við að það stæði til að bera mig út með valdi, þegar mér fannst ekki tilefni til,“ skrifar Arndís Anna sem segist hafa skilning á því að starf dyravarða sé erfitt. Hennar upplifun hafi hins vegar verið sú að framganga dyravarðanna hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. „Ég hef talað við fyrirsvarsmann staðarins sem bað mig afsökunar fyrir þeirra hönd, sem mér þykir afar vænt um,“ segir Arndís. Hún er hins vegar þakklát lögreglu sem kölluð var á staðinn. „Fyrir alúðina sem þau sýndu mér í kjölfarið, enda komst ég í talsvert uppnám við þessar aðfarir. Það að lögreglan taki útkall frá hinsegin skemmtistað alvarlega, hvers eðlis sem það er, og bregðist svona skjót við er sérstaklega mikilvægt og yljaði það mér um hjartaræturnar í öllum þessum ósköpum,“ skrifar hún að lokum. Alþingi Lögreglumál Næturlíf Píratar Tengdar fréttir Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Greint var frá því í dag að Arndís Anna hafi verið handtekin. Í samtali við fréttastofu segir Arndís Anna að ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út sé að hún hafi verið of lengi inni á salerni staðarins. „Ég hef verið þarna í talsverðan tíma en þá grunaði ekki neitt,“ segir hún enn fremur. Dyraverðirnir hafi tjáð henni að hún væri að teppa umferðina á klósettið. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ segir Arndís Anna og viðurkennir að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Hún neitar því að hafa neytt fíkniefna á salerninu. „Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi.“ Arndís Anna tjáði sig einnig í formi Facebook-færslu í kvöld: „Ég brá mér á skemmtistað á föstudagskvöld, eins og gengur og gerist, og fór á einn minn uppáhaldsstað, Kiki. Ég fór á salernið og var búin að vera þar sjálfsagt í talsverðan tíma þegar dyraverðir opna hurðina. Mér brá við þetta og við að það stæði til að bera mig út með valdi, þegar mér fannst ekki tilefni til,“ skrifar Arndís Anna sem segist hafa skilning á því að starf dyravarða sé erfitt. Hennar upplifun hafi hins vegar verið sú að framganga dyravarðanna hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. „Ég hef talað við fyrirsvarsmann staðarins sem bað mig afsökunar fyrir þeirra hönd, sem mér þykir afar vænt um,“ segir Arndís. Hún er hins vegar þakklát lögreglu sem kölluð var á staðinn. „Fyrir alúðina sem þau sýndu mér í kjölfarið, enda komst ég í talsvert uppnám við þessar aðfarir. Það að lögreglan taki útkall frá hinsegin skemmtistað alvarlega, hvers eðlis sem það er, og bregðist svona skjót við er sérstaklega mikilvægt og yljaði það mér um hjartaræturnar í öllum þessum ósköpum,“ skrifar hún að lokum.
Alþingi Lögreglumál Næturlíf Píratar Tengdar fréttir Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57