„Partur af þessari vegferð sem alltaf er verið að tala um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2023 19:30 Rakel Dögg Bragadóttir er hóflega bjartsýn fyrir HM kvenna í handbolta sem hefst í vikunni. Vísir/Stöð 2 Sport Ísland lauk í gær keppni á Posten Cup, æfingamóti í Noregi, í aðdraganda heimsmeistaramóts kvenna í handbolta sem fram undan er. Fyrrum landsliðskona leggur áherslu á að liðið nýti reynsluna sem þetta mót skapar og haldi sinni vegferð áfram. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á æfingamótinu, gegn Póllandi, Noregi og Angóla. Angóla er einmitt í riðli Íslands og mætast liðin í lokaumferð riðlakeppninnar. Fyrrum landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir segir jákvæða punkta í spilamennsku liðsins en þó sé pláss til úrbóta. „Mér fannst bara margt rosalega gott í þeim leik, en kannski líka margt sem við getum gert betur,“ sagði Rakel. „Þegar ég horfði á þennan leik þá hugsaði ég að með toppframmistöðu þá eigum við bara virkilega góða möguleika á móti Angóla. Það verður mjög erfitt og þetta er lykilleikur í riðlinum, en út frá þessum leik finnst mér liðið bara á góðri leið.“ „Mér finnst liðið vera vaxandi. Þetta var klárlega gríðarlega erfiður leikur á móti Noregi, en seinni hálfleikurinn var flottur og þær voru að spila mikið 5-1 vörn sem riðlaði svolítið þeirra sóknarleik. Ég hugsa að ef við fáum þá vörn til að smella þá gæti það orðið leynivopn hjá okkur á þessu móti. Þetta er vörn sem lið eru óvön að spila á móti.“ „Liðið er vaxandi, en samt vill maður líka fá að sjá frá nokkrum lykilleikmönnum að þeir séu að taka aðeins meira til sín og það verður bara að koma á svona stóru móti eins og HM. Ég hef trú á því að þær geri það og þá held ég að við getum náð góðum úrslitum. Klippa: Rakel Dögg um HM kvenna „Einn okkar allra efnilegasti leikmaður“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli skömmu fyrir mót þegar Elín Klara Þorkelsdóttir hrökk úr skaftinu vegna meiðsla. Rakel Dögg segir muna um minna. „Ég held að þetta sé stór biti. Elín Klara er búin að vera alveg gríðarlega öflug núna á þessu tímabili. Hún er náttúrulega einn okkar allra efnilegasti leikmaður og mitt mat er að ef hún hefði verið heil hefði hún verið í virkilega stóru hlutverki. Líklega fyrsti leikmaður inn af bekk og kemur með allt aðra eiginleika heldur en Andrea og Söndra. Hún er gríðarlega sterk maður á mann.“ „Ég held að hún hefði verið í stóru hlutverki og það er gríðarlega sárt að missa hana, en þetta getur gerst og er partur af íþróttunum og þá erum við bara með aðra leikmenn sem þurfa að stíga upp.“ Þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum Þá segir Rakel að íslensku stelpurnar eigi að fara með hóflegar væntingar inn í mótið, en á sama tíma að nýta þessa leiki til að sækja sér dýrtmæta reynslu. „Þetta svolítið snýst um það að fara með æðruleysi inn í þessa leiki og þessa fyrstu tvo leiki sérstaklega. Við þurfum að einbeita okkur bara að okkar atriðum og einbeita okkur að vörninni og að við séum að vinna okkur síðan inn í mótið.“ „Svo þarf auðvitað bara allur fókusinn að fara á þennan Angólaleik og ég held að við þurfum bara að horfa á þetta mót svolítið þannig að þetta sé bara partur af þessari vegferð sem er alltaf verið að tala um og að við séum að bæta okkur og byggja landsliðið upp,“ sagði Rakel að lokum. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á æfingamótinu, gegn Póllandi, Noregi og Angóla. Angóla er einmitt í riðli Íslands og mætast liðin í lokaumferð riðlakeppninnar. Fyrrum landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir segir jákvæða punkta í spilamennsku liðsins en þó sé pláss til úrbóta. „Mér fannst bara margt rosalega gott í þeim leik, en kannski líka margt sem við getum gert betur,“ sagði Rakel. „Þegar ég horfði á þennan leik þá hugsaði ég að með toppframmistöðu þá eigum við bara virkilega góða möguleika á móti Angóla. Það verður mjög erfitt og þetta er lykilleikur í riðlinum, en út frá þessum leik finnst mér liðið bara á góðri leið.“ „Mér finnst liðið vera vaxandi. Þetta var klárlega gríðarlega erfiður leikur á móti Noregi, en seinni hálfleikurinn var flottur og þær voru að spila mikið 5-1 vörn sem riðlaði svolítið þeirra sóknarleik. Ég hugsa að ef við fáum þá vörn til að smella þá gæti það orðið leynivopn hjá okkur á þessu móti. Þetta er vörn sem lið eru óvön að spila á móti.“ „Liðið er vaxandi, en samt vill maður líka fá að sjá frá nokkrum lykilleikmönnum að þeir séu að taka aðeins meira til sín og það verður bara að koma á svona stóru móti eins og HM. Ég hef trú á því að þær geri það og þá held ég að við getum náð góðum úrslitum. Klippa: Rakel Dögg um HM kvenna „Einn okkar allra efnilegasti leikmaður“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli skömmu fyrir mót þegar Elín Klara Þorkelsdóttir hrökk úr skaftinu vegna meiðsla. Rakel Dögg segir muna um minna. „Ég held að þetta sé stór biti. Elín Klara er búin að vera alveg gríðarlega öflug núna á þessu tímabili. Hún er náttúrulega einn okkar allra efnilegasti leikmaður og mitt mat er að ef hún hefði verið heil hefði hún verið í virkilega stóru hlutverki. Líklega fyrsti leikmaður inn af bekk og kemur með allt aðra eiginleika heldur en Andrea og Söndra. Hún er gríðarlega sterk maður á mann.“ „Ég held að hún hefði verið í stóru hlutverki og það er gríðarlega sárt að missa hana, en þetta getur gerst og er partur af íþróttunum og þá erum við bara með aðra leikmenn sem þurfa að stíga upp.“ Þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum Þá segir Rakel að íslensku stelpurnar eigi að fara með hóflegar væntingar inn í mótið, en á sama tíma að nýta þessa leiki til að sækja sér dýrtmæta reynslu. „Þetta svolítið snýst um það að fara með æðruleysi inn í þessa leiki og þessa fyrstu tvo leiki sérstaklega. Við þurfum að einbeita okkur bara að okkar atriðum og einbeita okkur að vörninni og að við séum að vinna okkur síðan inn í mótið.“ „Svo þarf auðvitað bara allur fókusinn að fara á þennan Angólaleik og ég held að við þurfum bara að horfa á þetta mót svolítið þannig að þetta sé bara partur af þessari vegferð sem er alltaf verið að tala um og að við séum að bæta okkur og byggja landsliðið upp,“ sagði Rakel að lokum.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira