Heppni að ekki fór verr Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 21:53 Örn Úlfar segir það heppni að ekki hafi farið verr. vísir Örn Úlfar Sævarsson texta- og hugmyndasmiður slapp vel þegar leigubíll keyrði á hann við Hringbraut síðdegis í dag. Hjól hans þarfnast viðgerðar en hann segir lærdóminn að vera ávallt á varðbergi í umferðinni – bæði ökumenn og hjólreiðamenn – sérstaklega nú þegar skammdegið er að skella á. Atvikið átti sér stað við biðskyldubeygju af Njarðargötu og yfir á Hringbraut. „Ég er þarna á miðri götunni þegar ég sé að bíllinn er ekkert að hægja ferðina, gefur frekar í,“ segir Örn Úlfar í samtali við Vísi. Hvorki höfuðljós hans né fram og afturljós hjólsins gerðu bílstjóranum viðvart. Hann tekur fram að myrkur og lélegt skyggni bættu ekki úr skák í þessari aðstöðu. „Ég stíg niður og næ nokkurn veginn að komast upp hinu megin, en hann klessir aftan á dekkið og hjólið kastast til. Ef ég hefði ekki verið að fylgjast með hefði hann klesst beint á mig, var ekkert að fylgjast með.“ segir Örn Úlfar sem tók ekki eftir bílnúmeri leigubílsins sem keyrði rakeliðis í burtu í austurátt. Það hefði ekki mátt vera tæpara en Örn Úlfar sem var á leið úr vinnu slapp vel, aðeins með nokkrar skrámur og mar. Hjólið þarfnast hins vegar viðgerðar. „Það er verkefni morgundagsins,“ segir Örn. Verkefni morgundagsins er að kaupa nýtt dekk. „Það er um að gera að hvetja ökumenn til að horfa til beggja hliða, þessi leigubílstjóri hefur verið að horfa til vesturs og aðeins verið að pæla í bílunum sem komu þaðan. En það er greinilega aldrei nóg af ljósum á hjólunum.“ „Ég fer þarna um tvisvar á dag og ég hef séð slysin næstum því verða, þegar menn eru ekki að horfa. Nú þarf ég bara að kaupa mér nýja gjörð, þetta er skakkagjörðarhátíð,“ segir Örn Úlfar að lokum. Hann er búinn að senda lögreglu ábendingu um atvikið. Samgönguslys Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað við biðskyldubeygju af Njarðargötu og yfir á Hringbraut. „Ég er þarna á miðri götunni þegar ég sé að bíllinn er ekkert að hægja ferðina, gefur frekar í,“ segir Örn Úlfar í samtali við Vísi. Hvorki höfuðljós hans né fram og afturljós hjólsins gerðu bílstjóranum viðvart. Hann tekur fram að myrkur og lélegt skyggni bættu ekki úr skák í þessari aðstöðu. „Ég stíg niður og næ nokkurn veginn að komast upp hinu megin, en hann klessir aftan á dekkið og hjólið kastast til. Ef ég hefði ekki verið að fylgjast með hefði hann klesst beint á mig, var ekkert að fylgjast með.“ segir Örn Úlfar sem tók ekki eftir bílnúmeri leigubílsins sem keyrði rakeliðis í burtu í austurátt. Það hefði ekki mátt vera tæpara en Örn Úlfar sem var á leið úr vinnu slapp vel, aðeins með nokkrar skrámur og mar. Hjólið þarfnast hins vegar viðgerðar. „Það er verkefni morgundagsins,“ segir Örn. Verkefni morgundagsins er að kaupa nýtt dekk. „Það er um að gera að hvetja ökumenn til að horfa til beggja hliða, þessi leigubílstjóri hefur verið að horfa til vesturs og aðeins verið að pæla í bílunum sem komu þaðan. En það er greinilega aldrei nóg af ljósum á hjólunum.“ „Ég fer þarna um tvisvar á dag og ég hef séð slysin næstum því verða, þegar menn eru ekki að horfa. Nú þarf ég bara að kaupa mér nýja gjörð, þetta er skakkagjörðarhátíð,“ segir Örn Úlfar að lokum. Hann er búinn að senda lögreglu ábendingu um atvikið.
Samgönguslys Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira