Með smá skvettu af stælum og stórt hjarta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 10:30 Sölvi Ólason er með ís í æðunum eins og hann sýndi á móti Hamri. Samsett mynd Blikinn Sölvi Ólason átti mikinn þátt í fyrsta sigri Blika í Subway deild karla í körfubolta á dögunum en hann kom í mjög mikilvægum leik á móti Hamri í síðustu umferð. Sölvi setti niður tvær mikilvægar þriggja stiga körfu á úrslitastund í leiknum og hann fékk mikið hrós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi. Hinn nítján ára gamli Sölvi var kaldur karl þegar á reyndi en hann er einn af leikmönnum Blika sem hafa fengið mikla ábyrgð í vetur. „Allt mómentum var með Hamri þá. Danero Thomas nýbúinn að setja tvo þrista og maður hélt að þetta væri að brotna hjá Blikum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, um tímasetninguna á þessum risastóru þriggja stiga körfum Sölva. Klippa: Körfuboltakvöld: Sölvi Ólafsson og metnaður Blika „Hann var bara risastór, setti niður skotin og fagnaði þeim. Það er kraftur og orka í þessum dreng og smá skvetta af stælum sem gleður mig. Menn mega alveg vera smá karakterar inn á vellinum. Þú átt að láta finna fyrir þér og andstæðingnum á að finnast þú vera pínu pirrandi,“ sagði Helgi Már og brosti. Sölvi skoraði sextán stig í leiknum og setti niður fjögur af sex þriggja stiga skotum sínum. „Hann er líka með brosið og er að hafa gaman af þessu. Það er hægt að hafa stæla og hafa gaman. Hann er með stórt hjarta,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Sævar segir Blika fara aðra leið en önnur félög í deildinni. „Það er búið að gagnrýna Breiðablik mikið á þessu tímabili, fyrir metnaðarleysi og guð má vita hvað. Metnaður þeirra liggur bara annars staðar en hjá mörgum öðrum liðum. Sum liðin vilja bara taka fimm til sjö útlendinga og það er bara gott og blessað með það. Breiðablik hefur spilað á ungu heimastrákunum sínum og ég held að þegar rykið sest og við skoðum til baka eftir fimm ár eða tíu ár þá sé það kannski bara heillavænlegast,,“ sagði Sævar eins og sjá má hér fyrir ofan. Subway-deild karla Breiðablik Körfuboltakvöld Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Sölvi setti niður tvær mikilvægar þriggja stiga körfu á úrslitastund í leiknum og hann fékk mikið hrós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi. Hinn nítján ára gamli Sölvi var kaldur karl þegar á reyndi en hann er einn af leikmönnum Blika sem hafa fengið mikla ábyrgð í vetur. „Allt mómentum var með Hamri þá. Danero Thomas nýbúinn að setja tvo þrista og maður hélt að þetta væri að brotna hjá Blikum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, um tímasetninguna á þessum risastóru þriggja stiga körfum Sölva. Klippa: Körfuboltakvöld: Sölvi Ólafsson og metnaður Blika „Hann var bara risastór, setti niður skotin og fagnaði þeim. Það er kraftur og orka í þessum dreng og smá skvetta af stælum sem gleður mig. Menn mega alveg vera smá karakterar inn á vellinum. Þú átt að láta finna fyrir þér og andstæðingnum á að finnast þú vera pínu pirrandi,“ sagði Helgi Már og brosti. Sölvi skoraði sextán stig í leiknum og setti niður fjögur af sex þriggja stiga skotum sínum. „Hann er líka með brosið og er að hafa gaman af þessu. Það er hægt að hafa stæla og hafa gaman. Hann er með stórt hjarta,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Sævar segir Blika fara aðra leið en önnur félög í deildinni. „Það er búið að gagnrýna Breiðablik mikið á þessu tímabili, fyrir metnaðarleysi og guð má vita hvað. Metnaður þeirra liggur bara annars staðar en hjá mörgum öðrum liðum. Sum liðin vilja bara taka fimm til sjö útlendinga og það er bara gott og blessað með það. Breiðablik hefur spilað á ungu heimastrákunum sínum og ég held að þegar rykið sest og við skoðum til baka eftir fimm ár eða tíu ár þá sé það kannski bara heillavænlegast,,“ sagði Sævar eins og sjá má hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Breiðablik Körfuboltakvöld Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti