Komu Heimi á óvart í beinni í Bítinu Aron Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2023 10:55 Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka Getty Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara karlaliðs Jamaíka í fótbolta, var komið skemmtilega á óvart í beinni útsendingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann var til viðtals frá Vestmannaeyjum. Umsjónarmenn Bítisins brustu í söng, Heimi til heiðurs, í upphafi viðtalsins. „Þetta var geggjað,“ sagði Heimir skellihlæjandi eftir að hafa heyrt frumsaminn texta umsjónarmanna Bítisins við lagið Jamaica sem var á sínum tíma samið af Finnboga Kjartanssyni og flutt af Vilhjálmi Vilhjálmssyni. „Ég ætla rétt að vona að þið séuð ekki að semja lög um alla sem koma til ykkar í þáttinn.“ Heimir er nú mættur aftur til Íslands í smá frí eftir að hafa komið Jamaíka í Copa-America álfukeppnina í fótbolta með því að hafa slegið Kanada út í tveggja leikja einvígi í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. „Það er alltaf gott að koma heim. Það er eitthvað í loftinu hérna sem að nærir mann og róar mann aðeins niður.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og nýtur þar liðsinnis Guðmundar Hreiðarssonar, markmannsþjálfara. Omar Vega/Getty Images Heimir fluttist búferlum til Jamaíka eftir að hafa tekið við starfi landsliðsþjálfara fyrir rúmu ári síðan. „Það er margt öðruvísi (í Jamaíka). Við fjölskyldan höfum nú reynt ýmislegt í gegnum árin. Vorum til að mynda í þrjú ár í Katar, múslimaríki, þar sem að var röð og regla og allir fóru eftir lögum. Svo förum við yfir til Jamaíka þar sem er kannski ekkert mikið af lögum og ef þau eru þá er öllum alveg sama um þau. Þetta er sitthvor endinn á kúltúr. Þetta er alveg ótrúlega lærdómsríkt og mjög ólík menning fyrir okkur Íslendinga að fara þangað. Ég myndi segja fyrir minn smekk að þetta sé svolítið meira óreiðukennt í öllu.“ Eins og fyrr sagði tókst Jamaíka að tryggja sér sæti á Copa America á næsta ári með því að slá út sterkt lið Kanada. Jamaíka tapaði fyrri leiknum en náði að snúa einvíginu sér í vil í þeim seinni á útivelli. „Kanada er hærra skrifað lið heldur en Jamaíka. Voru til að mynda á meðal þátttökuþjóða á síðasta HM, hafa verið að standa sig mjög vel og eru með leikmenn í ansi góðum liðum. En það var eitthvað í kortunum þarna. Ég var alltaf með það einhvern veginn í huga að við myndum slá þá út.“ Þá hafi leikmenn Jamaíka tekið af skarið. „Það voru eiginlega bara leikmennirnir sem ákváðu þetta. Að fara all-in. Það var engu að tapa hvort sem er. Ég myndi segja að þetta hafi verið meira þeir heldur en ég. Að ákveða að breyta viðhorfinu gagnvart þessu verkefni. Taka áhættu og hún borgaði sig. Stundum taka þjálfarar einhverja áhættu og þá eru þeir hálfvitar ef það klikkar. En í þessu tilfelli heppnaðist þetta.“ Viðtalið við Heimi í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir fótboltamenninguna og lífið í Jamaíka. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Bítið Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
„Þetta var geggjað,“ sagði Heimir skellihlæjandi eftir að hafa heyrt frumsaminn texta umsjónarmanna Bítisins við lagið Jamaica sem var á sínum tíma samið af Finnboga Kjartanssyni og flutt af Vilhjálmi Vilhjálmssyni. „Ég ætla rétt að vona að þið séuð ekki að semja lög um alla sem koma til ykkar í þáttinn.“ Heimir er nú mættur aftur til Íslands í smá frí eftir að hafa komið Jamaíka í Copa-America álfukeppnina í fótbolta með því að hafa slegið Kanada út í tveggja leikja einvígi í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. „Það er alltaf gott að koma heim. Það er eitthvað í loftinu hérna sem að nærir mann og róar mann aðeins niður.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og nýtur þar liðsinnis Guðmundar Hreiðarssonar, markmannsþjálfara. Omar Vega/Getty Images Heimir fluttist búferlum til Jamaíka eftir að hafa tekið við starfi landsliðsþjálfara fyrir rúmu ári síðan. „Það er margt öðruvísi (í Jamaíka). Við fjölskyldan höfum nú reynt ýmislegt í gegnum árin. Vorum til að mynda í þrjú ár í Katar, múslimaríki, þar sem að var röð og regla og allir fóru eftir lögum. Svo förum við yfir til Jamaíka þar sem er kannski ekkert mikið af lögum og ef þau eru þá er öllum alveg sama um þau. Þetta er sitthvor endinn á kúltúr. Þetta er alveg ótrúlega lærdómsríkt og mjög ólík menning fyrir okkur Íslendinga að fara þangað. Ég myndi segja fyrir minn smekk að þetta sé svolítið meira óreiðukennt í öllu.“ Eins og fyrr sagði tókst Jamaíka að tryggja sér sæti á Copa America á næsta ári með því að slá út sterkt lið Kanada. Jamaíka tapaði fyrri leiknum en náði að snúa einvíginu sér í vil í þeim seinni á útivelli. „Kanada er hærra skrifað lið heldur en Jamaíka. Voru til að mynda á meðal þátttökuþjóða á síðasta HM, hafa verið að standa sig mjög vel og eru með leikmenn í ansi góðum liðum. En það var eitthvað í kortunum þarna. Ég var alltaf með það einhvern veginn í huga að við myndum slá þá út.“ Þá hafi leikmenn Jamaíka tekið af skarið. „Það voru eiginlega bara leikmennirnir sem ákváðu þetta. Að fara all-in. Það var engu að tapa hvort sem er. Ég myndi segja að þetta hafi verið meira þeir heldur en ég. Að ákveða að breyta viðhorfinu gagnvart þessu verkefni. Taka áhættu og hún borgaði sig. Stundum taka þjálfarar einhverja áhættu og þá eru þeir hálfvitar ef það klikkar. En í þessu tilfelli heppnaðist þetta.“ Viðtalið við Heimi í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir fótboltamenninguna og lífið í Jamaíka.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Bítið Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti