Jamaíka
Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir
Að minnsta kosti 30 eru látnir eftir að fellibylurinn Melissa gekk yfir Jamaíka á þriðjudag og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Árið 1951 lést íslensk kona í fellibyl á eyjunni en hún skrifaði fjölda bréfa til fjölskyldu sinnar hér á landi og það síðasta degi áður en óveðrið skall á.
Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu
Sameinuðu þjóðirnar segja að fellibylurinn Melissa hafi valdið fordæmalausri eyðileggingu á Jamaíku og hafa kallað eftir aðstoð handa eyríkinu. Fellibylurinn, sem þykir einn þeirra öflugustu á Karíbahafinu í mannaminnum, lék íbúa á Kúbú og Haítí einnig grátt.
Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí
Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum.
Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka
Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851.
Búast við hamförum vegna Melissu
Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag.
Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað
Fjórða stigs fellibylurinn Melissa sem stefnir nú á Jamaíka gæti styrkst enn frekar áður en hann gengur á land þar. Hann yrði þá öflugasti fellibylur sem dunið hefur á eyjunni í fleiri áratugi.
Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum
Steve McClaren tók við jamaíska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni í sumar en hann gat ekki valið tvo öfluga leikmenn í nýjasta landsliðshóp sinn.
Hættir hjá United og tekur við af Heimi
Steve McClaren hefur verið ráðinn þjálfari jamaíska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Heimi Hallgrímssyni.
Steve Bruce gæti tekið við gamla starfi Heimis Hallgríms
Steve Bruce er sagður vera í viðræðum við knattspyrnusamband Jamaíku um að taka við þjálfun karlalandsliðs þjóðarinnar.
Beryl við það að skella á Jamaíku
Fellybylurinn Beryl er nú við það að lenda á Jamaíka í Karíbahafi eftir að hafa farið yfir nokkrar smærri eyjar á leið sinni.
Einn látinn og þúsundir án vatns og rafmagns
Fellibylurinn Beryl sem fer nú yfir Karíbahafið hefur verið færður um flokk og settur í fimmta flokk og getur vindhraði því verið meiri en 157 mílur á klukkustund eða 70 metrar á sekúndu eða meira. Fellibylurinn er nú á leið yfir Jamaíka.
Heimir lætur af störfum sem landsliðsþjálfari Jamaíku
Heimir Hallgrímsson hefur sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Tilkynningin kemur í kjölfar Copa America, Jamaíka lauk keppni þar í nótt og endaði stigalaust í riðlinum.
Fimmfaldur Ólympíumeistari keppir ekki í París
Jamaíski spretthlauparinn Elaine Thompson-Herah getur ekki bætt fleiri Ólympíuverðlaunum í glæsilegt safn sitt á leikunum í París.
Bera þurfti Bolt af velli á sjúkrabörum
Bera þurfti jamaíska spretthlauparann Usain Bolt af velli á sjúkrabörum í árlegum góðgerðarleik í fótbolta í Lundúnum í gær. Komið hefur í ljós að Bolt sleit hásin í umræddum leik.
Heimir Hallgrímsson: Usain er frábær manneskja og mikill aðdáandi landsliðsins
Heimir Hallgrímsson unir sér vel í hitanum í Jamaíka. Hann er spenntur fyrir Ameríkukeppninni síðar í mánuðinum og telur góðar líkur á að landsliðið komist á næsta heimsmeistaramót. Það muni þeir gera með góðum stuðningi landsmanna, þeirra á meðal fyrrum spretthlauparans Usain Bolt.
Komu Heimi á óvart í beinni í Bítinu
Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara karlaliðs Jamaíka í fótbolta, var komið skemmtilega á óvart í beinni útsendingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann var til viðtals frá Vestmannaeyjum. Umsjónarmenn Bítisins brustu í söng, Heimi til heiðurs, í upphafi viðtalsins.
Reggístrákarnir mæta Bandaríkjunum í undanúrslitum
Rétt í þessu var dregið í undanúrslit CONCACAF Þjóðadeildarinnar eftir að 8-liða úrslit keppninnar kláruðust í gær. Heimir Hallgrímsson mun stýra Jamaíku gegn ríkjandi meisturum mótsins, Bandaríkjunum. Í hinni viðureign undanúrslitanna mætast Panama og Mexíkó.
Heimir Hallgríms kom Jamaíku í undanúrslitin og inn á Copa America
Jamaíska fótboltalandsliðið sló Kanada út í nótt í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar og skrifaði um leið söguna á margvíslegan hátt.
„Alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna“
Heimir Hallgrímsson segir ekkert launungarmál að hann vilji fá framherjann Mason Greenwood til að spila með jamaíska landsliðinu.
Ótrúlegur árekstur á leið í keppni á HM dró dilk á eftir sér
Andrew Hudson, spretthlaupari frá Jamaíka, lenti heldur betur illa í því þegar að tvær skutlur, sem notaðar eru til þess að ferja keppendur á HM í frjálsum íþróttum frá upphitunarsvæði leikanna yfir á leikvanginn sjálfan, skullu saman.
„Absúrd“ að Karl sé kóngur í Karíbahafi
Forsætisráðherra eyjaríkisins Sankti Vinsent og Grenadína í Karíbahafi segir það „absúrd“ að Karl Bretakonungur sé þjóðhöfðingi ríkisins. Hann segist myndu vilja sjá valdatíma Karls á eyjunum líða undir lok á sinni lífstíð.
Harry Belafonte er látinn
Jamaísk-bandaríski söngvarinn og leikarinn Harry Belafonte er látinn, 96 ára að aldri.
Hefur aldrei fundið fyrir fordómum
„Ég myndi segja að það sem Íslendingar og Jamaíkumenn eiga sameiginlegt er gríðarlegt þjóðarstolt,“ segir Claudia Ashanie Wilson. Claudia kemur frá Jamaíku og er fyrsti innflytjandinn frá landi utan Evrópu til að öðlast lögmannsréttindi á Íslandi.
Bolt varð fyrir barðinu á svindlara og tapaði hundruðum milljóna
Frjálsíþróttagoðsögnin Usain Bolt varð fyrir barðinu á mjög óheiðarlegum fjárfesti sem virðist hafa komist yfir margar milljónir Bandaríkjadala.
Sonarsonur Bob Marley er látinn
Jamaíski tónlistarmaðurinn Joseph Marley, betur þekkur sem Jo Mersa, er látinn. Jo Mersa, sem varð 31 árs gamall, var barnabarn reggígoðsagnarinnar Bob Marley,
Neyðarástand á Jamaíka vegna ofbeldisglæpa
Forsætisráðherra Jamaíka hefur lýst yfir neyðarástandi í meirihluta landsins vegna hárrar tíðni ofbeldisglæpa. Lögreglan í landinu hefur nú heimild til að handtaka fólk og leita í byggingum án þar til gerðar heimildar.
Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu
Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni.
Dæmi um fjármálamisferli hjá jamaíska sambandinu
Strembnar vinnuaðstæður kunna að taka við Heimi Hallgrímssyni þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Ámælisverð fjármálastjórn hefur loðað við knattspyrnusambandið í landinu.
Spenna í Jamaíku fyrir Heimi: „Bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu“
Jamaískur íþróttafræðingur og þjálfari segir spennuna mikla í eyríkinu fyrir nýjum þjálfara karlalandsliðs Jamaíku í fótbolta. Búist er við að Heimir Hallgrímsson verði kynntur sem nýr þjálfari liðsins á morgun.
Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla
Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla.