Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 28. nóvember 2023 14:33 Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að bregðast þurfi vel við skemmdum sem urðu á vatnslögninni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir vandamálið með lögnina ekki leysast til langs tíma nema með nýrri lögn. „Þetta er grafalvarlegt mál og þegar maður heyrði af þessum skemmdum vonaði maður að þær væru þesslegar að hægt væri að gera við og tryggja þannig alveg öryggið til ítrasta, nú kemur hið gagnstæða í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Tveggja milljarða króna verkefni Að leggja nýja lögn verður kostnaðarsamt verkefni og er það metið á rúma tvo milljarða króna. Verkefnið er á borði Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna en ríkið hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um stuðning þar sem ný lögn varðar almannavarnir Eyjamanna. „Ef það þarf að flýta fyrir því gæti kostnaðurinn orðið meiri en þetta þarf að fara í. Þetta er háð því að það verður einungis lagt út að sumarlagi þannig við verðum að vona að það verði hægt að lagfæra lögnina svo hún haldi í vetur,“ segir Sigurður. Leggst á notendurna og ríkið Kostnaðurinn mun að mestu leyti leggjast á notendur lagnarinnar, það eru íbúar í Vestmannaeyjum og fyrirtæki þar. „Við mátum það sem svo að þegar kostnaðurinn var kominn vel yfir tvo milljarða að það væri ekki óeðlilegt að ríkið kæmi þar að vegna þessa almannavarnarþáttar, en líka vegna þess að kostnaður á heimilin yrði þá óþarflega hár. Þess vegna gengum við fá þeirri viljayfirlýsingu en svo þarf að panta þessa lögn sem fyrst og koma henni í gagnið sem fyrst, því fyrr verður ekki almennilegt öryggi,“ segir Sigurður. Alvarlegt ástand Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að unnið sé að því að skoða allar mismunandi sviðsmyndir. „Hvort unnt sé að gera við hana. Festa hana. Hvort unnt sé að taka þennan hluta upp á land og gera við. Sem kann að vera verulega flókið. Það er verið að fara yfir þetta og það verður fundað í dag. Þannig við fáum þá skýrari mynd á þessum möguleikum. En það er alveg ljóst að þetta er alvarlegt ástand því þetta hefur bæði áhrif á neysluvatn, atvinnulíf, húshitun í Eyjum og svo framvegis. Þannig þetta er verulega óheppilegt ástand,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir vandamálið með lögnina ekki leysast til langs tíma nema með nýrri lögn. „Þetta er grafalvarlegt mál og þegar maður heyrði af þessum skemmdum vonaði maður að þær væru þesslegar að hægt væri að gera við og tryggja þannig alveg öryggið til ítrasta, nú kemur hið gagnstæða í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Tveggja milljarða króna verkefni Að leggja nýja lögn verður kostnaðarsamt verkefni og er það metið á rúma tvo milljarða króna. Verkefnið er á borði Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna en ríkið hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um stuðning þar sem ný lögn varðar almannavarnir Eyjamanna. „Ef það þarf að flýta fyrir því gæti kostnaðurinn orðið meiri en þetta þarf að fara í. Þetta er háð því að það verður einungis lagt út að sumarlagi þannig við verðum að vona að það verði hægt að lagfæra lögnina svo hún haldi í vetur,“ segir Sigurður. Leggst á notendurna og ríkið Kostnaðurinn mun að mestu leyti leggjast á notendur lagnarinnar, það eru íbúar í Vestmannaeyjum og fyrirtæki þar. „Við mátum það sem svo að þegar kostnaðurinn var kominn vel yfir tvo milljarða að það væri ekki óeðlilegt að ríkið kæmi þar að vegna þessa almannavarnarþáttar, en líka vegna þess að kostnaður á heimilin yrði þá óþarflega hár. Þess vegna gengum við fá þeirri viljayfirlýsingu en svo þarf að panta þessa lögn sem fyrst og koma henni í gagnið sem fyrst, því fyrr verður ekki almennilegt öryggi,“ segir Sigurður. Alvarlegt ástand Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að unnið sé að því að skoða allar mismunandi sviðsmyndir. „Hvort unnt sé að gera við hana. Festa hana. Hvort unnt sé að taka þennan hluta upp á land og gera við. Sem kann að vera verulega flókið. Það er verið að fara yfir þetta og það verður fundað í dag. Þannig við fáum þá skýrari mynd á þessum möguleikum. En það er alveg ljóst að þetta er alvarlegt ástand því þetta hefur bæði áhrif á neysluvatn, atvinnulíf, húshitun í Eyjum og svo framvegis. Þannig þetta er verulega óheppilegt ástand,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira