Segir að leikmenn myndu taka á sig launalækkun til að minnka leikjaálagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 13:00 Daniel Carvajal með Meistaradeildarbikarinn sem Real Madrid vann 2022. Getty/ANP Dani Carvajal, varnarmaður Real Madrid, heldur því fram að leikmenn væru til í það að taka á sig launalækkun gegn því að spila færri leiki, minnka álagið og meiðast þar með minna. Real Madrid mætir Napoli í Meistaradeildinni í kvöld en spænska liðið er án átta leikmanna í leiknum. Thibaut Courtois, Kepa Arrizabalaga, Éder Militão, Eduardo Camavinga, Aurélien Tchouaméni, Luka Modric, Vinícius Júnior og Arda Güler eru allir meiddir. „Fyrir toppleikmann hjá toppklúbb þá er leikjadagskráin mjög krefjandi,“ sagði Dani Carvajal á blaðamannafundi fyrir leikinn. Dani Carvajal said players would be willing to take a pay cut if it meant playing in fewer games pic.twitter.com/xDkfaLGxAV— ESPN FC (@ESPNFC) November 28, 2023 „Nú er að koma ný heimsmeistarakeppni félagsliða og við missum því sumarfríið okkar. Ég er sammála Carlo Ancelotti og fleirum sem segja að það séu of margir leikir. Öll þessi meiðsli eru engin tilviljun,“ sagði Carvajal. „Þetta kemur á endanum niður á leikmönnunum en það er erfitt að ná sátt á milli allra aðila. Þetta er flókið. Staðreyndin er sú að það er mikið um meiðsli og ég tel að leikjadagskráin sé þar um að kenna,“ sagði Carvajal. „Fullt af fólki segir: Af hverju lækka leikmenn ekki launin sín? Við höfum aldrei sagt að við séum ekki til í slíkt. Ef við fáum lægra borgað fyrir færri spilaða leiki þá væri það ekkert vandamál. Fyrir vikið þá sjáum við ekki leikmenn upp á sitt besta. Það er raunveruleikinn,“ sagði Carvajal. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Real Madrid mætir Napoli í Meistaradeildinni í kvöld en spænska liðið er án átta leikmanna í leiknum. Thibaut Courtois, Kepa Arrizabalaga, Éder Militão, Eduardo Camavinga, Aurélien Tchouaméni, Luka Modric, Vinícius Júnior og Arda Güler eru allir meiddir. „Fyrir toppleikmann hjá toppklúbb þá er leikjadagskráin mjög krefjandi,“ sagði Dani Carvajal á blaðamannafundi fyrir leikinn. Dani Carvajal said players would be willing to take a pay cut if it meant playing in fewer games pic.twitter.com/xDkfaLGxAV— ESPN FC (@ESPNFC) November 28, 2023 „Nú er að koma ný heimsmeistarakeppni félagsliða og við missum því sumarfríið okkar. Ég er sammála Carlo Ancelotti og fleirum sem segja að það séu of margir leikir. Öll þessi meiðsli eru engin tilviljun,“ sagði Carvajal. „Þetta kemur á endanum niður á leikmönnunum en það er erfitt að ná sátt á milli allra aðila. Þetta er flókið. Staðreyndin er sú að það er mikið um meiðsli og ég tel að leikjadagskráin sé þar um að kenna,“ sagði Carvajal. „Fullt af fólki segir: Af hverju lækka leikmenn ekki launin sín? Við höfum aldrei sagt að við séum ekki til í slíkt. Ef við fáum lægra borgað fyrir færri spilaða leiki þá væri það ekkert vandamál. Fyrir vikið þá sjáum við ekki leikmenn upp á sitt besta. Það er raunveruleikinn,“ sagði Carvajal.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira