Fjallagarpur í fremstu röð á köldum klaka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2023 12:30 Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli. RAX Bandaríski fjallagarpurinn og leiðsögumaðurinn Garrett Madison kíkti í kaffi til forseta Íslands og í skoðunarferð um íshellana í Kötlujökli í ferð sinni hingað til lands. Hann er á ferð og flugi með hjartalækninum Tómasi Guðbjartssyni. Madison kom hingað til lands til að halda fyrirlestur á vegum Ferðaféalgs Íslands í Háskólabíó á mánudagskvöldið. Óhætt er að segja að Madison hafi frá nægu að segja enda hefur hann þrettán sinnum toppað Mount Everest, hæsta fjall heimsins, auk þess að eiga fleiri afrek á ferilskránni. Stærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Madison sem er 44 ára náði mögnuðu afreki í Himalayjafjöllunum í vor. Þá toppaði hann þrjá af hæstu fjallstindunum á þremur vikum í Himalayjafjöllunum. Hann kleif Nuptse (7855 metrar) í maí en aðeins 22 höfðu toppað fjallið á þeim tíma. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Hann toppaði Everest (8849 metrar) í þrettánda skiptið rúmum tveimur vikum síðar og svo Lhotse (8516 metrar). Hann naut aðstoðar þriggja sherpa við afrek sitt. Tíu ár voru liðin síðan einhver afrekaði að toppa tindana þrjá á sama göngutímabilinu eins og Guardian fjallaði um. Madison settist niður með Guðna Th. Jóhannessyni á skrifstofu forseta Íslands á mánudaginn og lét vel af því spjalli. Hann nefndi að forsetinn væri útivistarmaður og göngugarpur. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Þá skoðaði hann íshellana í Kötlujökli í gær eins og sjá má á myndunum. Madison heldur úti fyrirtækinu Madison Mountaineering sem býður upp á ferðir á hæstu tinda heimsins, bæði í Asíu en einnig í Suður-Ameríku og Suðurskautslandinu. Hann hefur leitt yfir áttatíu fjallagarpa á tind Everest frá 2009. Tómas Guðbjartsson var einmitt með Madison í för þegar hann toppaði hæsta fjall Suður-Ameríku í febrúar. Tómas stóð að heimsókn Madison hingað til lands. Að neðan má sjá myndir sem RAX tók í íshellunum við Kötlujökul í gær. Garrett Madison.Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli.vísir/RAXRAXStærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Fjallamennska Tengdar fréttir Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Sjá meira
Madison kom hingað til lands til að halda fyrirlestur á vegum Ferðaféalgs Íslands í Háskólabíó á mánudagskvöldið. Óhætt er að segja að Madison hafi frá nægu að segja enda hefur hann þrettán sinnum toppað Mount Everest, hæsta fjall heimsins, auk þess að eiga fleiri afrek á ferilskránni. Stærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Madison sem er 44 ára náði mögnuðu afreki í Himalayjafjöllunum í vor. Þá toppaði hann þrjá af hæstu fjallstindunum á þremur vikum í Himalayjafjöllunum. Hann kleif Nuptse (7855 metrar) í maí en aðeins 22 höfðu toppað fjallið á þeim tíma. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Hann toppaði Everest (8849 metrar) í þrettánda skiptið rúmum tveimur vikum síðar og svo Lhotse (8516 metrar). Hann naut aðstoðar þriggja sherpa við afrek sitt. Tíu ár voru liðin síðan einhver afrekaði að toppa tindana þrjá á sama göngutímabilinu eins og Guardian fjallaði um. Madison settist niður með Guðna Th. Jóhannessyni á skrifstofu forseta Íslands á mánudaginn og lét vel af því spjalli. Hann nefndi að forsetinn væri útivistarmaður og göngugarpur. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Þá skoðaði hann íshellana í Kötlujökli í gær eins og sjá má á myndunum. Madison heldur úti fyrirtækinu Madison Mountaineering sem býður upp á ferðir á hæstu tinda heimsins, bæði í Asíu en einnig í Suður-Ameríku og Suðurskautslandinu. Hann hefur leitt yfir áttatíu fjallagarpa á tind Everest frá 2009. Tómas Guðbjartsson var einmitt með Madison í för þegar hann toppaði hæsta fjall Suður-Ameríku í febrúar. Tómas stóð að heimsókn Madison hingað til lands. Að neðan má sjá myndir sem RAX tók í íshellunum við Kötlujökul í gær. Garrett Madison.Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli.vísir/RAXRAXStærðin á íshellunum er rosaleg.RAX
Fjallamennska Tengdar fréttir Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Sjá meira
Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30