Gagnrýna seinagang ríkisstjórnarinnar: „Hvaða endemis della er þetta?“ Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2023 18:30 Stjórnarandstöðuþingmenn eru ekki sáttir. Vísir/Vilhelm Þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðu stigu í pontu Alþingis síðdegis til að gagnrýna vinnubrögð ríkisstjórnarinnar en þingflokksformenn fengu skilaboð um kvöldmatarleytið í gær um að til stæði að taka fyrir 56 blaðsíðna frumvarp umhverfisráðherra í dag sem meðal annars inniheldur fjórtán ESB lagagerðir. Þingmennirnir voru einhuga um að þetta væru ófagleg vinnubrögð sem byðu hættunni heim þegar stór mál sem þetta sé tekið fyrir í miklum flýti. Mistök við slíkar aðstæður væru fyrirsjáanleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins kallaði Sjálfstæðisflokkinn Brusselflokkinn og flokksbróðir hans, Bergþór Ólason, var allt annað en ánægður með vinnubrögðin. „Það er auðvitað alveg forkastanlegt að mál eins og þetta sé að koma hér inn í þingið ellefu dögum fyrir áætlaða jólafrestun þingsins og með kröfum um að það sé klárað fyrir árámót. Hvaða endemis della er þetta? Burtséð frá því hver afstaða þingmanna er til málsins.“ Ekki í fyrsta skiptið Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var sama sinnis. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem slík vinnubrögð væru viðhöfð. „Þetta er viðverandi vandamál að það er ætlast til þess að þingið klári einhver risastór mál á handahlaupum út af því að við fáum málin ekki tímanlega frá ráðuneytinu. Við erum búin að vera hérna núna í marga mánuði með eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni. Það er ekkert búið að vera að frétta af ríkisstjórnarmálum, þingmannamál eru búin að halda þinginu hérna gangandi. Svo þegar koma mál sem eiga að vera dagsetningarmál, risastór mál, fjórtán EES-gerðir, þá eigum við að afgreiða það á handahlaupum.“ Þetta bjóði upp á mistök og það sé ólíðandi að slík mál séu unnin ófaglega. „Ég skil ekki hvernig stendur á því að ríkisstjórnin og ráðherrar geta ekki tryggt það að málin þeirra komi til þingsins tímanlega til þess að við getum afgreitt þau á faglegan máta. Það er óþolandi,“ sagði Halldóra og uppskar heyr, heyr úr þingsal. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Miðflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þingmennirnir voru einhuga um að þetta væru ófagleg vinnubrögð sem byðu hættunni heim þegar stór mál sem þetta sé tekið fyrir í miklum flýti. Mistök við slíkar aðstæður væru fyrirsjáanleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins kallaði Sjálfstæðisflokkinn Brusselflokkinn og flokksbróðir hans, Bergþór Ólason, var allt annað en ánægður með vinnubrögðin. „Það er auðvitað alveg forkastanlegt að mál eins og þetta sé að koma hér inn í þingið ellefu dögum fyrir áætlaða jólafrestun þingsins og með kröfum um að það sé klárað fyrir árámót. Hvaða endemis della er þetta? Burtséð frá því hver afstaða þingmanna er til málsins.“ Ekki í fyrsta skiptið Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var sama sinnis. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem slík vinnubrögð væru viðhöfð. „Þetta er viðverandi vandamál að það er ætlast til þess að þingið klári einhver risastór mál á handahlaupum út af því að við fáum málin ekki tímanlega frá ráðuneytinu. Við erum búin að vera hérna núna í marga mánuði með eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni. Það er ekkert búið að vera að frétta af ríkisstjórnarmálum, þingmannamál eru búin að halda þinginu hérna gangandi. Svo þegar koma mál sem eiga að vera dagsetningarmál, risastór mál, fjórtán EES-gerðir, þá eigum við að afgreiða það á handahlaupum.“ Þetta bjóði upp á mistök og það sé ólíðandi að slík mál séu unnin ófaglega. „Ég skil ekki hvernig stendur á því að ríkisstjórnin og ráðherrar geta ekki tryggt það að málin þeirra komi til þingsins tímanlega til þess að við getum afgreitt þau á faglegan máta. Það er óþolandi,“ sagði Halldóra og uppskar heyr, heyr úr þingsal.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Miðflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira