„Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 20:00 Sunna Jónsdóttir er spennt að hitta strákinn á morgun. Vísir Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er ein þeirra en hún er svo heppinn að sonur hennar er á leiðinni til Stafangurs og verður í stúkunni er Ísland mætir Slóveníu á morgun. „Þetta er skrýtið og örugglega erfiðara fyrir mig en hann. Hann er nú á leiðinni núna, fimm ára, og er mjög spenntur. Það verður gaman að sjá hann,“ segir Sunna. Klippa: Örugglega erfiðara fyrir mig en hann Þórey Anna Ásgeirsdóttir á einn tveggja ára. „Ég ætla ekkert að skafa af því – þetta er erfitt á köflum. En svo er maður bara að reyna að njóta þess að vera hér, að vera í núinu,“ „Ég er líka það ótrúlega heppin að eiga góða í kringum mig sem leyfa mér að stunda það sem ég elska og eru til staðar fyrir mann.“ segir Þórey Anna sem þakkar fyrir það að tæknin leyfi henni að hringja heim. „Það er alveg nauðsynlegt. Sem betur fer er tæknin orðin eins og hún er í dag,“ segir Þórey Anna. „Ég veit ekki hvernig fólk gerði þetta hérna áður fyrr en ég er mjög þakklát fyrir þetta.“ Kemst inn í rútínuna Nafna hennar Þórey Rósa Stefánsdóttir kveðst hafa þótt það erfitt áður en hún fór út með landsliðinu. „Það er alveg erfitt, ég viðurkenni það. Vitandi það að maður sé að fara í þriggja vikna plús langa ferð er það eiginlega erfiðara áður en maður fór. En þegar maður er kominn af stað fer maður inn í rútínuna hér,“ segir Þórey Rósa. Hún tekur undir með nöfnu sinni að þakka tækninni fyrir en ekki var eins einfalt að hringja heim síðast þegar hún var á stórmóti fyrir um áratug síðan. „Eins og ég nefndi með samfélagsmiðla og svoleiðis, er auðveldara að hringja heim núna og eiga vídéósamtal. Maður veit að þau eru í góðum höndum heima og það verður svo gaman að koma heim í jólin með þeim,“ segir Þórey Rósa. Þær Sunna, Þórey Anna og Þórey Rósa verða í eldlínunni þegar Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er ein þeirra en hún er svo heppinn að sonur hennar er á leiðinni til Stafangurs og verður í stúkunni er Ísland mætir Slóveníu á morgun. „Þetta er skrýtið og örugglega erfiðara fyrir mig en hann. Hann er nú á leiðinni núna, fimm ára, og er mjög spenntur. Það verður gaman að sjá hann,“ segir Sunna. Klippa: Örugglega erfiðara fyrir mig en hann Þórey Anna Ásgeirsdóttir á einn tveggja ára. „Ég ætla ekkert að skafa af því – þetta er erfitt á köflum. En svo er maður bara að reyna að njóta þess að vera hér, að vera í núinu,“ „Ég er líka það ótrúlega heppin að eiga góða í kringum mig sem leyfa mér að stunda það sem ég elska og eru til staðar fyrir mann.“ segir Þórey Anna sem þakkar fyrir það að tæknin leyfi henni að hringja heim. „Það er alveg nauðsynlegt. Sem betur fer er tæknin orðin eins og hún er í dag,“ segir Þórey Anna. „Ég veit ekki hvernig fólk gerði þetta hérna áður fyrr en ég er mjög þakklát fyrir þetta.“ Kemst inn í rútínuna Nafna hennar Þórey Rósa Stefánsdóttir kveðst hafa þótt það erfitt áður en hún fór út með landsliðinu. „Það er alveg erfitt, ég viðurkenni það. Vitandi það að maður sé að fara í þriggja vikna plús langa ferð er það eiginlega erfiðara áður en maður fór. En þegar maður er kominn af stað fer maður inn í rútínuna hér,“ segir Þórey Rósa. Hún tekur undir með nöfnu sinni að þakka tækninni fyrir en ekki var eins einfalt að hringja heim síðast þegar hún var á stórmóti fyrir um áratug síðan. „Eins og ég nefndi með samfélagsmiðla og svoleiðis, er auðveldara að hringja heim núna og eiga vídéósamtal. Maður veit að þau eru í góðum höndum heima og það verður svo gaman að koma heim í jólin með þeim,“ segir Þórey Rósa. Þær Sunna, Þórey Anna og Þórey Rósa verða í eldlínunni þegar Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita