Ný og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar 30. nóvember 2023 08:31 Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 1. desember. Dagurinn markar einnig önnur tónlistartengd tímamót því á morgun fær Tónlistarmiðstöð Íslands afhent framtíðarheimili sitt við Austurstræti 5, í miðborg Reykjavíkur. Um áramót tekur Tónlistarmiðstöðin svo formlega til starfa en þar sameinast m.a. starfsemi Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Tónverkamiðtöðvar Íslands. Með stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stigið stórt skref í átt að því að veita listgreininni aukið vægi auk þess að hámarka framgang og sýnileika íslenskrar tónlistar, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin mun sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á heimsvísu og verða nútímaleg nótnaveita fyrir notendur íslenskra tónverka. Tónlistarmiðstöð mun jafnframt styðja við uppbyggingu sprotafyrirtækja í tónlist og hlúa að ferlum listafólks. Sérstök áherslaverður verður lögð á að tryggja fjölbreytni og grósku og að starfsumhverfið verði í senn nútímalegt og hvetjandi fyrir íslenskt tónlistarlíf, en hér er um að ræða atvinnugrein sem þúsundir starfa við. Frá því um sl. aldamót, er undirritaður hóf þátttöku í félagsstarfi og hagsmunabaráttu á vettvangi tónlistarinnar, hefur verið barist fyrir því að stofnun sem þessi yrði að veruleika. Það var sá öflugi núverandi Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir sem ákvað að stíga þetta þýðingarmikla skref og sl. vor voru lög um Tónlistarmiðstöð samþykkt og samningur um stofnun hennar undirritaður í ágúst sl. með samhljóma stuðningi ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Jafnframt var þá undirbúin og samþykkt ný tónlistarstefna sem nú hefur tekið gildi. Tónlistarmiðstöð er stofnuð með það að markmiði að verða einn af helstu hornsteinum íslensks tónlistarlífs. Á árunum 2023-2025 er ráðgert að samtals 600 milljónir renni af fjárlögum til stofnunar Tónlistarmiðstöðvar og til eflingar sjóða tónlistarlífsins. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Á morgun stígum við inn í nýja og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar, listgreinar sem borið hefur hefur hróður Íslands um víða veröld undanfarna áratugi. Vert er að óska íslensku tónlistarþjóðinni hjartanlega til hamingju með daginn! Höfundur er stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 1. desember. Dagurinn markar einnig önnur tónlistartengd tímamót því á morgun fær Tónlistarmiðstöð Íslands afhent framtíðarheimili sitt við Austurstræti 5, í miðborg Reykjavíkur. Um áramót tekur Tónlistarmiðstöðin svo formlega til starfa en þar sameinast m.a. starfsemi Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Tónverkamiðtöðvar Íslands. Með stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stigið stórt skref í átt að því að veita listgreininni aukið vægi auk þess að hámarka framgang og sýnileika íslenskrar tónlistar, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin mun sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á heimsvísu og verða nútímaleg nótnaveita fyrir notendur íslenskra tónverka. Tónlistarmiðstöð mun jafnframt styðja við uppbyggingu sprotafyrirtækja í tónlist og hlúa að ferlum listafólks. Sérstök áherslaverður verður lögð á að tryggja fjölbreytni og grósku og að starfsumhverfið verði í senn nútímalegt og hvetjandi fyrir íslenskt tónlistarlíf, en hér er um að ræða atvinnugrein sem þúsundir starfa við. Frá því um sl. aldamót, er undirritaður hóf þátttöku í félagsstarfi og hagsmunabaráttu á vettvangi tónlistarinnar, hefur verið barist fyrir því að stofnun sem þessi yrði að veruleika. Það var sá öflugi núverandi Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir sem ákvað að stíga þetta þýðingarmikla skref og sl. vor voru lög um Tónlistarmiðstöð samþykkt og samningur um stofnun hennar undirritaður í ágúst sl. með samhljóma stuðningi ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Jafnframt var þá undirbúin og samþykkt ný tónlistarstefna sem nú hefur tekið gildi. Tónlistarmiðstöð er stofnuð með það að markmiði að verða einn af helstu hornsteinum íslensks tónlistarlífs. Á árunum 2023-2025 er ráðgert að samtals 600 milljónir renni af fjárlögum til stofnunar Tónlistarmiðstöðvar og til eflingar sjóða tónlistarlífsins. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Á morgun stígum við inn í nýja og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar, listgreinar sem borið hefur hefur hróður Íslands um víða veröld undanfarna áratugi. Vert er að óska íslensku tónlistarþjóðinni hjartanlega til hamingju með daginn! Höfundur er stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar Íslands.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun