Lífeyrissjóðir þráist við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 13:00 Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Vísir Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. Bankarnir og Íbúðalánasjóður boðuðu í síðustu viku að vegna náttúruhamfara og óvissu í Grindavík yrðu vextir og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga felld niður í þrjá mánuði. Aðgerðin var með aðkomu stjórnvalda og fleiri aðila. Um hundrað húsnæðiseigendur í Grindavík eru með lán hjá lífeyrissjóðum sem hafa ekki boðið sambærileg kjör. Lífeyrissjóðurinn Gildi þar sem flestir eru bauð á sama tíma að lántakendur gætu frestað greiðslum í sex mánuði. Í morgun tilkynntu svo Landssamtök lífeyrissjóða að þau hefðu ekki verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn sem þurfi að rúmast innan ramma laga. Formaður VR, formaður vélstjóra og sjómannafélags Grindavíkur og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa boðað til mótmæla við Landssamtök lífeyrissjóða og Gildi lífeyrissjóð í dag. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki fallist á að fella niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði eins og stóru bankarnir hafa gert og íbúðalánasjóður nú þegar. Þeir þráast við og senda út einhverja moðsuðu í morgun sem er alls ekki nægjanleg. Þetta þarf að vera afdráttarlaust um að þeir ætli að fella niður vexti og verðbætur. Það sem ég les út úr þessu er að þeir eru enn að reyna að koma sér undan þessu,“ segir Hörður. Húsnæði verkalýðsfélagsins stórskemmt Hörður hefur einnig verið boðaður fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag til að gefa umsögn um frumvarp um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara þar sem um er að ræða úrræði fyrir leigutaka á almennum markaði. Hörður var staddur í Grindavík í morgun með fulltrúum frá náttúruhamfaratryggingu en miklar skemmdir hafa orðið á húsnæði verkalýðsfélags Grindavíkur í bænum. „Þegar maður labbar í gegnum húsið verður maður hálf sjóveikur. Gólfið er allt í bylgjum. Þetta virðist allt vera rammskakkt,“ sagði Hörður Guðbrandsson. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Bankarnir og Íbúðalánasjóður boðuðu í síðustu viku að vegna náttúruhamfara og óvissu í Grindavík yrðu vextir og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga felld niður í þrjá mánuði. Aðgerðin var með aðkomu stjórnvalda og fleiri aðila. Um hundrað húsnæðiseigendur í Grindavík eru með lán hjá lífeyrissjóðum sem hafa ekki boðið sambærileg kjör. Lífeyrissjóðurinn Gildi þar sem flestir eru bauð á sama tíma að lántakendur gætu frestað greiðslum í sex mánuði. Í morgun tilkynntu svo Landssamtök lífeyrissjóða að þau hefðu ekki verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn sem þurfi að rúmast innan ramma laga. Formaður VR, formaður vélstjóra og sjómannafélags Grindavíkur og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa boðað til mótmæla við Landssamtök lífeyrissjóða og Gildi lífeyrissjóð í dag. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki fallist á að fella niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði eins og stóru bankarnir hafa gert og íbúðalánasjóður nú þegar. Þeir þráast við og senda út einhverja moðsuðu í morgun sem er alls ekki nægjanleg. Þetta þarf að vera afdráttarlaust um að þeir ætli að fella niður vexti og verðbætur. Það sem ég les út úr þessu er að þeir eru enn að reyna að koma sér undan þessu,“ segir Hörður. Húsnæði verkalýðsfélagsins stórskemmt Hörður hefur einnig verið boðaður fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag til að gefa umsögn um frumvarp um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara þar sem um er að ræða úrræði fyrir leigutaka á almennum markaði. Hörður var staddur í Grindavík í morgun með fulltrúum frá náttúruhamfaratryggingu en miklar skemmdir hafa orðið á húsnæði verkalýðsfélags Grindavíkur í bænum. „Þegar maður labbar í gegnum húsið verður maður hálf sjóveikur. Gólfið er allt í bylgjum. Þetta virðist allt vera rammskakkt,“ sagði Hörður Guðbrandsson.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira