Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2023 14:20 Einbeittur í keppninni. Mynd/Ómar Vilhelmsson Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. Undanúrslit fóru fram í gær þar sem fimmtán af 67 keppendum komust áfram. „Við vorum mjög vongóð. Hann var búinn að undirbúa sig mjög vel en það var mikil gleði í gær þegar hann komst áfram,“ segir Teitur R. Schiöth, forseti barþjónaklúbbs Íslands í samtali við fréttastofu. Í dag tók svo við þríþraut sem byrjaði á þekkingarprófi og bragð- og lyktarpróf í morgun. Síðdegis í dag keppir hann svo hraðaprófi þar sem hann hefur sjö mínútur til að framreiða fimm kokteila. Grétar fagnaði því að komast áfram í gær. Með Mynd/Ómar Vilhelmsson „Það er í raun alveg nægur tími en það sem gerir það erfitt er að hann þarf að útskýra kokteilana á meðan hann býr þá til,“ segir Teitur. Prófið fer þannig fram að hann dregur fimm spjöld af hundrað mögulegum. „Hann er búinn að leggja á minnið um hundrað kokteila. Við erum bara núna að hjálpa honum að undirbúa sig. Með því að spyrja hann út úr. Við vorum búin að útbúa spjöld með öllum mögulegum kokteilum og innihaldi þeirra,“ segir Teitur. Sautján manna sendinefnd er í Róm. Teitur er fyrir miðju með fánann. Mynd/Ómar Vilhelmsson Keppninni lýkur á morgun með lokaúrslitunum en þeir þrír efstu sem keppa þar keppa í svokallaðri „mystery basket“ þar sem þeir fá körfu með ómerku innihaldi og eiga að búa til kokteil úr því á einum klukkutíma. Sá sem blandar besta kokteilinn vinnur heimsmeistaratitilinn. „Það getur verið hvað sem er í körfunni frá helstu samstarfsaðilum keppninnar. Það geta verið síróp, ávextir, kryddjurtir og margt fleira,“ segir Teitur. Hann segir velgengni í þessum flokki oft fylgja reynslu. „Þú ert kannski að vinna á barnum og það kemur fólk sem vill eitthvað sérstakt. Góður barþjónn á að geta búið eitthvað til úr því sem er fyrir framan hann. Eitthvað nýtt og þessi keppni testar það,“ segir Teitur. Það er gott að ganga vel. Mynd/Ómar Vilhelmsson Alls er sautján manna sendinefnd frá Íslandi í Róm á meðan keppninni stendur. Grétar er eins og fyrr segir fulltrúi Íslands í keppninni sem Íslandsmeistari í greininni. Hann hefur unnið í „bransanum“ frá 2005 og er bæði með menntun sem kokkur og þjónn. Grétar skráði sig til keppni með kokteilinn sinn Candied Lemonade. Candied Lemonade inniheldur: Luxardo Limoncello Grand marnier Ferskan sítrónusafa Heimagert síróp úr Xanté Alls er keppt í sex flokkum í keppninni en sá flokkur sem Grétar keppir í er After dinner coctails eða Kokteilar eftir kvöldmat. Aðrir flokkar eru Before dinner cocktails, Sparkling cocktails, Long drink cocktails og Low abv (kokteilar sem innihalda lágt innihald vínanda en samt sem áður ekki óáfengir) Framsetning skiptir miklu máli í keppninni. Á myndinni er kokteill Grétars, Candied Lemonade. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hér að neðan má sjá skreytingu tilbúna á glasi. Grétar leikur sér með blóm í framsetningu. Hann fær fimmtán mínútur til að gera skreytingu og geymir hana svo á einu glasinu. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hægt verður að fylgjast með keppninni á eftir á Instagram Barþjónaklúbbs Íslands á Instagram. Keppnin á að byrja klukkan 15 að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Bartender's Club of Iceland (@bartendericeland) Matur Drykkir Íslendingar erlendis Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Undanúrslit fóru fram í gær þar sem fimmtán af 67 keppendum komust áfram. „Við vorum mjög vongóð. Hann var búinn að undirbúa sig mjög vel en það var mikil gleði í gær þegar hann komst áfram,“ segir Teitur R. Schiöth, forseti barþjónaklúbbs Íslands í samtali við fréttastofu. Í dag tók svo við þríþraut sem byrjaði á þekkingarprófi og bragð- og lyktarpróf í morgun. Síðdegis í dag keppir hann svo hraðaprófi þar sem hann hefur sjö mínútur til að framreiða fimm kokteila. Grétar fagnaði því að komast áfram í gær. Með Mynd/Ómar Vilhelmsson „Það er í raun alveg nægur tími en það sem gerir það erfitt er að hann þarf að útskýra kokteilana á meðan hann býr þá til,“ segir Teitur. Prófið fer þannig fram að hann dregur fimm spjöld af hundrað mögulegum. „Hann er búinn að leggja á minnið um hundrað kokteila. Við erum bara núna að hjálpa honum að undirbúa sig. Með því að spyrja hann út úr. Við vorum búin að útbúa spjöld með öllum mögulegum kokteilum og innihaldi þeirra,“ segir Teitur. Sautján manna sendinefnd er í Róm. Teitur er fyrir miðju með fánann. Mynd/Ómar Vilhelmsson Keppninni lýkur á morgun með lokaúrslitunum en þeir þrír efstu sem keppa þar keppa í svokallaðri „mystery basket“ þar sem þeir fá körfu með ómerku innihaldi og eiga að búa til kokteil úr því á einum klukkutíma. Sá sem blandar besta kokteilinn vinnur heimsmeistaratitilinn. „Það getur verið hvað sem er í körfunni frá helstu samstarfsaðilum keppninnar. Það geta verið síróp, ávextir, kryddjurtir og margt fleira,“ segir Teitur. Hann segir velgengni í þessum flokki oft fylgja reynslu. „Þú ert kannski að vinna á barnum og það kemur fólk sem vill eitthvað sérstakt. Góður barþjónn á að geta búið eitthvað til úr því sem er fyrir framan hann. Eitthvað nýtt og þessi keppni testar það,“ segir Teitur. Það er gott að ganga vel. Mynd/Ómar Vilhelmsson Alls er sautján manna sendinefnd frá Íslandi í Róm á meðan keppninni stendur. Grétar er eins og fyrr segir fulltrúi Íslands í keppninni sem Íslandsmeistari í greininni. Hann hefur unnið í „bransanum“ frá 2005 og er bæði með menntun sem kokkur og þjónn. Grétar skráði sig til keppni með kokteilinn sinn Candied Lemonade. Candied Lemonade inniheldur: Luxardo Limoncello Grand marnier Ferskan sítrónusafa Heimagert síróp úr Xanté Alls er keppt í sex flokkum í keppninni en sá flokkur sem Grétar keppir í er After dinner coctails eða Kokteilar eftir kvöldmat. Aðrir flokkar eru Before dinner cocktails, Sparkling cocktails, Long drink cocktails og Low abv (kokteilar sem innihalda lágt innihald vínanda en samt sem áður ekki óáfengir) Framsetning skiptir miklu máli í keppninni. Á myndinni er kokteill Grétars, Candied Lemonade. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hér að neðan má sjá skreytingu tilbúna á glasi. Grétar leikur sér með blóm í framsetningu. Hann fær fimmtán mínútur til að gera skreytingu og geymir hana svo á einu glasinu. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hægt verður að fylgjast með keppninni á eftir á Instagram Barþjónaklúbbs Íslands á Instagram. Keppnin á að byrja klukkan 15 að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Bartender's Club of Iceland (@bartendericeland)
Matur Drykkir Íslendingar erlendis Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira