Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Njarðvík 85-109 | Toppliðið fór illa með botnliðið Ágúst Örlaugur Magnússon skrifar 30. nóvember 2023 21:00 Njarðvík er áfram á toppi deildarinnar. Vísir/Bára Dröfn Í kvöld var slagur á milli liðanna á sitthvorum enda töflunnar í Subway-deild karla. Topplið Njarðvíkur sótti botnlið Hamars þá heim í Hveragerði. Búast mátti við ójöfnum leik fyrir fram sem að lokum varð þegar Njarðvík vann 24 stiga sigur, lokatölur 85-109. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Þegar fór að líða á fyrsta leikhluta voru það gæði í leikmönnum Njarðvíkur sem fóru að skína og komst Njarðvík í fína forystu. Njarðvík leiddi fyrsta leikhluta með ellefu stigum, 17-28. Mario Matasovic var fremstur í flokki Njarðvíkur með tólf stig eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta mættu Hamarsmenn með kassann úti og ætluðu ekki að leyfa Njarðvík að sigla fram úr sér. Ragnar Nathanaelsson, fyrirliði Hamars, fór fram með góðu fordæmi og sýndi góða baráttu. Eftir fyrri hálfleik var Ragnar búinn að skora 18 stig, taka tíu fráköst og verja fjóra bolta! Í liði Njarðvíkur eru hins vegar margir leikmenn með mikil gæði og náðu þeir alltaf að setja niður stig þrátt fyrir góða vörn hjá Hamri. Í hálfleik var Njarðvík með tíu stiga forystu, 39-49. Njarðvík fóru greinilega vel yfir málin í hálfleik því þeir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti. Þeir fengu mikið af opnum skotum sem þeir settu niður. Einnig fundu þeir leiðir til þess að stöðva Ragnar sem var drjúgur í fyrri hálfleik. Fljótlega var Njarðvík komið í tuttugu stiga forystu sem þeir héldu út leikinn. Það var samt gaman að sjá að leikmenn Hamars gáfust aldrei upp og héldu áfram að berjast fyrir sitt lið þar til lokaflautið gall. Njarðvík sigraði leikinn með 24 stigum, 85-109. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík eru einfaldlega betra lið. Þeir hafa betri leikmenn innannborðs sem hafa mikil gæði og setja niður sín skot. Hverjir stóðu upp úr? Chaz Williams var besti leikmaður leiksins eins og oft áður í vetur. Hann stýrði leik Njarðvíkur vel ásamt því að skora 23 stig og senda 14 stoðsendingar. Mario Matasovic og Þorvaldur Árnason voru einnig drjúgir í stigaskorun fyrir Njarðvík. Mario skoraði 26 stig og Þorvaldur 21 stig. Ragnar Nathanaelsson átti góðan dag fyrir Hamar og sýndi gott fordæmi fyrir liðsfélaga sína. Ragnar skoraði 20 stig, tók þrettán fráköst og varði fimm skot. Hvað gekk illa? Þegar Njarðvík setti í gírinn og breyttu aðeins um áherslur gekk Hamri ílla að ráða við þeirra leik. Í fyrri hálfleik var vörn Hamarsmanna góð, en þeir áttu fá svör við gæðum Njarðvíkur í þeim seinni. Hvað gerist næst? Það eru nágrannaslagir hjá báðum liðum í næstu umferð. Hamar fer í heimsókn til Þorlákshafnar þar sem þeir mæta Þór. Þetta verður fyrsti Suðurlandsslagur í mjög langan tíma og má búast við troðfullri höll í Þorlákshöfn. Njarðvík fær Keflavík í heimsókn í Ljónagryfjuna þar sem þessi lið hafa háð ófáar rimmurnar. Gegnum gangandi hjá okku rí vetur Eftir fínan fyrri hálfleik Hamarsmanna var Halldór Karl Þórsson svolítið svekktur með sína menn hvernig þeir komu til seinni hálfleiks. „Það eru tveir hlutar í leiknum hjá okkur sem hefur verið svolítið gegnum gangandi hjá okkur í vetur. Transition-vörnin hjá okkur í þriðja leikhluta var ekki góð og þeir skora á okkur 20 stig, þá fór þetta bara. Við vorum bara soft og hægir til baka.“ „Vorum óheppnir að fara inn í hálfleik með 10 stiga mun, þeir setja einhverja heppniskörfu þarna þegar við vorum búnir að vera mjög seigir.“ Hamar eru með lítin hóp og hafa verið í vandræðum með meiðsli. „Okkur vantar bara aðeins meiri breidd núna og erum svolítið fáliðaðir. Við erum með flotta stráka hérna sem eru að leggja sig alla í þetta á æfingum, en okkur vantar bara meiri mannskap.“ Halldór auglýsir eftir leikmenn vilji koma og sanna sig í úrvalsdeild. „Ef einhverir leikmenn vilja sanna sig í úrvalsdeild og ekki sitja á tréverkinu mega þeir endilega hafa samband.“ „Jalen er að finna sig aðeins betur og ná liðsfélögunum betur og Raggi átti stórleik í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór en hann er ekki sáttur með hvað andstæðingar fá að komast upp með gegn Ragnari. „Þeir berja hann eins og harðfisk og fá að komast upp með það, það má greinilega. En við þurfum að finna lausnir á þessu. Ég þarf líka að grafa upp körfuboltareglunar og sjá hvar þetta má. En við verðum bara þola þetta, eins erfitt og það er.“ Næsti leikur er gegn Þór Þorlákshöfn og hvetur hann Hvergerðinga til að mæta í Þorlákshöfn. „“Við þurfum að sýna að við séum æðri en þessir Ölfusingar.“ Reyndum að tækla Nat-vélina aðeins öðruvísi Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga.Vísir/Diego Njarðvík náðu ekki að slíta sig frá Hamri í fyrri hálfleik þar sem Ragnar Nathanaelsson fór fremstur í flokki. Í seinni hálfleik settu Njarðvík í gírinn og segist Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, ekki hafa breytt miklu. „Við reyndum að tækla Nat-vélina aðeins öðruvísi, stíga betur á hana.“ „Ég veit ekki hvað ég er búinn að koma oft hérna, ég hef alltaf verið í erfileikum hérna. Ég hef komið með enþá betra lið hingað og samt verið í ströggli hérna og þetta er frábær heimavöllur.“ Njarðvík er enþá á toppi deildarinnar og er Benedikt í skýjunum með það. „Ég er ofboðslega sáttur að vera kominn með fjórtán stig, því að fyrir tímabil vorum við bara að hugsa um að halda okkur uppi. Ég var í pælingum hvort að ég þurfti að spila sjálfur. Þetta leit ekki vel út á tíma, en lítur töluvert betur út núna.“ Næsti leikur hjá Njarðvík er gegn nágrönnum sínum í Keflavík. „Það er alltaf fjör í þeim leikjum og var mikið fjör í seinasta leik þegar þessi lið mættust. Ég verð ílla svikinn ef ég fæ ekki fulla gryfju því við þurfum á stuðningi að halda. Það hefur komið mér smá á óvart að gryfjan hefur ekki verið full á mörgum leikjum í vetur þrátt fyrir gengið,“ sagði Benedikt að lokum. Subway-deild karla Hamar UMF Njarðvík
Í kvöld var slagur á milli liðanna á sitthvorum enda töflunnar í Subway-deild karla. Topplið Njarðvíkur sótti botnlið Hamars þá heim í Hveragerði. Búast mátti við ójöfnum leik fyrir fram sem að lokum varð þegar Njarðvík vann 24 stiga sigur, lokatölur 85-109. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Þegar fór að líða á fyrsta leikhluta voru það gæði í leikmönnum Njarðvíkur sem fóru að skína og komst Njarðvík í fína forystu. Njarðvík leiddi fyrsta leikhluta með ellefu stigum, 17-28. Mario Matasovic var fremstur í flokki Njarðvíkur með tólf stig eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta mættu Hamarsmenn með kassann úti og ætluðu ekki að leyfa Njarðvík að sigla fram úr sér. Ragnar Nathanaelsson, fyrirliði Hamars, fór fram með góðu fordæmi og sýndi góða baráttu. Eftir fyrri hálfleik var Ragnar búinn að skora 18 stig, taka tíu fráköst og verja fjóra bolta! Í liði Njarðvíkur eru hins vegar margir leikmenn með mikil gæði og náðu þeir alltaf að setja niður stig þrátt fyrir góða vörn hjá Hamri. Í hálfleik var Njarðvík með tíu stiga forystu, 39-49. Njarðvík fóru greinilega vel yfir málin í hálfleik því þeir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti. Þeir fengu mikið af opnum skotum sem þeir settu niður. Einnig fundu þeir leiðir til þess að stöðva Ragnar sem var drjúgur í fyrri hálfleik. Fljótlega var Njarðvík komið í tuttugu stiga forystu sem þeir héldu út leikinn. Það var samt gaman að sjá að leikmenn Hamars gáfust aldrei upp og héldu áfram að berjast fyrir sitt lið þar til lokaflautið gall. Njarðvík sigraði leikinn með 24 stigum, 85-109. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík eru einfaldlega betra lið. Þeir hafa betri leikmenn innannborðs sem hafa mikil gæði og setja niður sín skot. Hverjir stóðu upp úr? Chaz Williams var besti leikmaður leiksins eins og oft áður í vetur. Hann stýrði leik Njarðvíkur vel ásamt því að skora 23 stig og senda 14 stoðsendingar. Mario Matasovic og Þorvaldur Árnason voru einnig drjúgir í stigaskorun fyrir Njarðvík. Mario skoraði 26 stig og Þorvaldur 21 stig. Ragnar Nathanaelsson átti góðan dag fyrir Hamar og sýndi gott fordæmi fyrir liðsfélaga sína. Ragnar skoraði 20 stig, tók þrettán fráköst og varði fimm skot. Hvað gekk illa? Þegar Njarðvík setti í gírinn og breyttu aðeins um áherslur gekk Hamri ílla að ráða við þeirra leik. Í fyrri hálfleik var vörn Hamarsmanna góð, en þeir áttu fá svör við gæðum Njarðvíkur í þeim seinni. Hvað gerist næst? Það eru nágrannaslagir hjá báðum liðum í næstu umferð. Hamar fer í heimsókn til Þorlákshafnar þar sem þeir mæta Þór. Þetta verður fyrsti Suðurlandsslagur í mjög langan tíma og má búast við troðfullri höll í Þorlákshöfn. Njarðvík fær Keflavík í heimsókn í Ljónagryfjuna þar sem þessi lið hafa háð ófáar rimmurnar. Gegnum gangandi hjá okku rí vetur Eftir fínan fyrri hálfleik Hamarsmanna var Halldór Karl Þórsson svolítið svekktur með sína menn hvernig þeir komu til seinni hálfleiks. „Það eru tveir hlutar í leiknum hjá okkur sem hefur verið svolítið gegnum gangandi hjá okkur í vetur. Transition-vörnin hjá okkur í þriðja leikhluta var ekki góð og þeir skora á okkur 20 stig, þá fór þetta bara. Við vorum bara soft og hægir til baka.“ „Vorum óheppnir að fara inn í hálfleik með 10 stiga mun, þeir setja einhverja heppniskörfu þarna þegar við vorum búnir að vera mjög seigir.“ Hamar eru með lítin hóp og hafa verið í vandræðum með meiðsli. „Okkur vantar bara aðeins meiri breidd núna og erum svolítið fáliðaðir. Við erum með flotta stráka hérna sem eru að leggja sig alla í þetta á æfingum, en okkur vantar bara meiri mannskap.“ Halldór auglýsir eftir leikmenn vilji koma og sanna sig í úrvalsdeild. „Ef einhverir leikmenn vilja sanna sig í úrvalsdeild og ekki sitja á tréverkinu mega þeir endilega hafa samband.“ „Jalen er að finna sig aðeins betur og ná liðsfélögunum betur og Raggi átti stórleik í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór en hann er ekki sáttur með hvað andstæðingar fá að komast upp með gegn Ragnari. „Þeir berja hann eins og harðfisk og fá að komast upp með það, það má greinilega. En við þurfum að finna lausnir á þessu. Ég þarf líka að grafa upp körfuboltareglunar og sjá hvar þetta má. En við verðum bara þola þetta, eins erfitt og það er.“ Næsti leikur er gegn Þór Þorlákshöfn og hvetur hann Hvergerðinga til að mæta í Þorlákshöfn. „“Við þurfum að sýna að við séum æðri en þessir Ölfusingar.“ Reyndum að tækla Nat-vélina aðeins öðruvísi Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga.Vísir/Diego Njarðvík náðu ekki að slíta sig frá Hamri í fyrri hálfleik þar sem Ragnar Nathanaelsson fór fremstur í flokki. Í seinni hálfleik settu Njarðvík í gírinn og segist Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, ekki hafa breytt miklu. „Við reyndum að tækla Nat-vélina aðeins öðruvísi, stíga betur á hana.“ „Ég veit ekki hvað ég er búinn að koma oft hérna, ég hef alltaf verið í erfileikum hérna. Ég hef komið með enþá betra lið hingað og samt verið í ströggli hérna og þetta er frábær heimavöllur.“ Njarðvík er enþá á toppi deildarinnar og er Benedikt í skýjunum með það. „Ég er ofboðslega sáttur að vera kominn með fjórtán stig, því að fyrir tímabil vorum við bara að hugsa um að halda okkur uppi. Ég var í pælingum hvort að ég þurfti að spila sjálfur. Þetta leit ekki vel út á tíma, en lítur töluvert betur út núna.“ Næsti leikur hjá Njarðvík er gegn nágrönnum sínum í Keflavík. „Það er alltaf fjör í þeim leikjum og var mikið fjör í seinasta leik þegar þessi lið mættust. Ég verð ílla svikinn ef ég fæ ekki fulla gryfju því við þurfum á stuðningi að halda. Það hefur komið mér smá á óvart að gryfjan hefur ekki verið full á mörgum leikjum í vetur þrátt fyrir gengið,“ sagði Benedikt að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum