Körfubolti

Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spænska körfuboltakonan Marta Hermida hefur skorað 79 stig og gefið sextán stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum sínum með Tindastól.
Spænska körfuboltakonan Marta Hermida hefur skorað 79 stig og gefið sextán stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum sínum með Tindastól. @martahermida97's profile picture tindastollkarfa's profile picture tindastollkarfa

Spænska körfuboltakonan Marta Hermida fór algjörlega á kostum í gærkvöldi þegar Tindastólsliðið landaði sínum fyrsta sigri í Bónus-deild kvenna í vetur.

Hermida kom til Tindastóls fyrir þetta tímabil og var þarna að spila sinn fyrsta heimaleik í Síkinu.

Hún endaði á því að skora 49 stig og bæta stigamet kvennaliðs Tindastóls í efstu deild. Hermida hitti úr 19 af 20 vítaskotum sínum (95 prósent) og 13 af 27 skotum utan af velli (48 prósent).

Þessi frábæra frammistaða hennar var algjör lykill að baki 95-92 sigri Tindastóls.

Stigametið var áður í eigu Randi Brown sem var fyrir þennan leik eini leikmaður kvennaliðs Stólanna sem hafði náð að skora fjörutíu stig í leik.

Brown skoraði 42 stig á útivelli á móti Hamar/Þór í nóvember í fyrra.

Brown átti einnig stigamet Tindastólsleikmanns í Síkinu síðan hún skoraði 36 stig í heimaleik á móti Hamar/Þór í febrúar á þessu ári. Brown jafnaði þá met Audrey Codner frá árinu 1996. Nú á bæði metin og nóg af leikjum eftir á tímabilinu til þess að bæta það.

Marta Hermida skoraði 30 stig á útivelli á móti Haukum í fyrstu umferðinni og er því komin með 79 stig eftir aðeins tvo leiki eða 39,5 stig að meðaltali í leik. Hún gaf einnig átta stoðsendingar í leiknum í gær.

Stigamet karlaliðs Tindastóls er 54 stig og það á Valur Ingimundarson frá því í þríframlengdum leik á móti Haukum á Króknum í október 1988. Brynjar Þór Björnsson og Cedric Isom eru þeir sem hafa skorað mest í leik sem fór ekki í framlengingu eða 48 stig hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×