„Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. nóvember 2023 15:58 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir / anton brink Breiðablik tapaði leik sínum gegn Maccabi Tel Aviv á Kópavogsvelli í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þeir grænklæddu voru lengst af með yfirhöndina í leiknum en tókst aðeins að skora eitt mark og klaufaleg mistök leiddu til tveggja marka hjá gestunum sem dugði þeim til 1-2 sigurs. „Mér fannst ekkert líkt með þessum leik og hinum leikjunum. Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur, fengum urmul af dauðafærum og þeir skapa ekki færi, eiga tvö mörk úr langskotum sem einhvern veginn leka inn“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, svekktur í bragði strax að leik loknum. Bæði mörkin sem Breiðablik fékk á sig voru heldur klaufaleg. Í fyrra skiptið fór skot af varnarmanni og í átt að miðju markinu, Anton Ari blindaðist í sólinni og missti af boltanum. Það var svo sofandaháttur í öftustu línu þegar Eran Zahavi setti seinna markið. „Seinna markið er gríðarlega dapurt að fá á sig, við eigum sjálfir innkast og köstum beint á þá. Töpum tveimur návígum í leiðinni en þetta var flott skot og held ég alveg óverjandi. Í fyrra markinu, ef ég sá þetta rétt, þá hefði Viktor Karl getað gert aðeins betri árás í boltann en það kemur eitthvað 'deflection', sólin er neðarlega og boltinn lekur inn. Mjög ódýrt mark.“ Hávær mótmæli voru fyrir utan Kópavogsvöll fyrir leik og á meðan honum stóð. Dan Biton fagnaði marki sínu með því að flagga ísraelska fánanum. Breiðablik kaus að taka enga afstöðu í málinu og halda pólitíkinni utan vallar. „Þú ert að spyrja kolvitlausan mann að því [hvers vegna engin yfirlýsing kom frá félaginu eða leikmönnum]. Það er ekki í mínum verkahring að gefa út yfirlýsingar um leiki á vegum UEFA.“ Nú eru tvær vikur í næsta leik hjá Breiðablik og síðasta leiknum í Sambandsdeildinni á þessu tímabili. Breiðablik ferðast til Póllands og mætir þar úkraínska liðinu Zorya Luhansk 14. desember næstkomandi. „Reynum að halda mönnum við efnið, æfum og spilum vonandi einn æfingaleik. Svo förum við til Póllands og reynum að ná í úrslit þar“ sagði Halldór að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15 Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
„Mér fannst ekkert líkt með þessum leik og hinum leikjunum. Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur, fengum urmul af dauðafærum og þeir skapa ekki færi, eiga tvö mörk úr langskotum sem einhvern veginn leka inn“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, svekktur í bragði strax að leik loknum. Bæði mörkin sem Breiðablik fékk á sig voru heldur klaufaleg. Í fyrra skiptið fór skot af varnarmanni og í átt að miðju markinu, Anton Ari blindaðist í sólinni og missti af boltanum. Það var svo sofandaháttur í öftustu línu þegar Eran Zahavi setti seinna markið. „Seinna markið er gríðarlega dapurt að fá á sig, við eigum sjálfir innkast og köstum beint á þá. Töpum tveimur návígum í leiðinni en þetta var flott skot og held ég alveg óverjandi. Í fyrra markinu, ef ég sá þetta rétt, þá hefði Viktor Karl getað gert aðeins betri árás í boltann en það kemur eitthvað 'deflection', sólin er neðarlega og boltinn lekur inn. Mjög ódýrt mark.“ Hávær mótmæli voru fyrir utan Kópavogsvöll fyrir leik og á meðan honum stóð. Dan Biton fagnaði marki sínu með því að flagga ísraelska fánanum. Breiðablik kaus að taka enga afstöðu í málinu og halda pólitíkinni utan vallar. „Þú ert að spyrja kolvitlausan mann að því [hvers vegna engin yfirlýsing kom frá félaginu eða leikmönnum]. Það er ekki í mínum verkahring að gefa út yfirlýsingar um leiki á vegum UEFA.“ Nú eru tvær vikur í næsta leik hjá Breiðablik og síðasta leiknum í Sambandsdeildinni á þessu tímabili. Breiðablik ferðast til Póllands og mætir þar úkraínska liðinu Zorya Luhansk 14. desember næstkomandi. „Reynum að halda mönnum við efnið, æfum og spilum vonandi einn æfingaleik. Svo förum við til Póllands og reynum að ná í úrslit þar“ sagði Halldór að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15 Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15
Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34