Zonta segja nei við kynbundnu ofbeldi Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Eygló Harðardóttir skrifa 4. desember 2023 09:01 Þann 24. október var aftur blásið til heils dags kvennaverkfalls undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Þannig var áréttað að þó Ísland hafi tekið stór skref fram á við þegar kemur að jafnrétti kynjanna frá því fyrsta kvennaverkfallið var haldið, eru enn stór verkefni óunnin. Ekki hvað síst er varðar kynbundið ofbeldi, heimilisofbeldi, kynferðisbrot og valdbeitingu á vinnumarkaði. Zontasamband Íslands eru samtök kvenna sem vinna að því að bæta stöðu kvenna og stúlkna í heiminum og stuðla að jafnrétti. Helstu áherslur Zonta eru að koma í veg fyrir barnabrúðkaup, hækka menntunarstig kvenna og segja skýrt nei við ofbeldi gegn konum og stúlkum. Árið 2018 var unnin rannsóknin „Áfallasaga kvenna“, sem náði til um 30% íslenskumælandi kvenna á vinnumarkaðnum. Í niðurstöðunum kom fram að á lífsleiðinni höfðu 40% kvennanna orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi, 32% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað og 14% þátttakenda höfðu einkenni áfallastreituröskunar. Þá staðfesti rannsóknin langvarandi líkamleg heilsufarsáhrif ofbeldis og áfalla á konur. Þetta bætist við aðra áhrifaþætti ójafnréttis á heilsu kvenna, þar á meðal kynbundinn vinnumarkað og umönnunarbyrði kvenna. Konur hafa á hverjum tíma verið um 60% örorkulífeyrisþega. Eykst munurinn milli karla og kvenna með aldri og má rekja stærstan hluta fjölgunar örorkulífeyrisþega á tímabilinu 2008-2019 til kvenna 50 ára og eldri, eða 42,3%. Þá nýta konur heilbrigðisþjónustu meira en karlar svo ótalinn sé kostnaður sveitarfélaga og réttarvörslukerfisins vegna kynbundins ofbeldis. Á fjórða tug verkalýðsfélaga og kvennasamtaka stóðu að kvennaverkfallinu og lögðu áherslu á hnitmiðaðar aðgerðir í þágu jafnréttis, þ.m.t. gegn kynbundnu ofbeldi. Því ber að fagna þar sem alltof lengi hefur þunginn af þjónustu vegna afleiðinga ofbeldis hvílt á borði kvenna og samtaka þeirra og til hliðar við stóru opinberu stuðningskerfin sem oft er samið um við kjarasamningsborðið. Við þurfum öll saman að segja nei við kynbundnu ofbeldi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri hjá sama embætti. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Björk Guðjónsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Eygló Harðardóttir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 24. október var aftur blásið til heils dags kvennaverkfalls undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Þannig var áréttað að þó Ísland hafi tekið stór skref fram á við þegar kemur að jafnrétti kynjanna frá því fyrsta kvennaverkfallið var haldið, eru enn stór verkefni óunnin. Ekki hvað síst er varðar kynbundið ofbeldi, heimilisofbeldi, kynferðisbrot og valdbeitingu á vinnumarkaði. Zontasamband Íslands eru samtök kvenna sem vinna að því að bæta stöðu kvenna og stúlkna í heiminum og stuðla að jafnrétti. Helstu áherslur Zonta eru að koma í veg fyrir barnabrúðkaup, hækka menntunarstig kvenna og segja skýrt nei við ofbeldi gegn konum og stúlkum. Árið 2018 var unnin rannsóknin „Áfallasaga kvenna“, sem náði til um 30% íslenskumælandi kvenna á vinnumarkaðnum. Í niðurstöðunum kom fram að á lífsleiðinni höfðu 40% kvennanna orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi, 32% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað og 14% þátttakenda höfðu einkenni áfallastreituröskunar. Þá staðfesti rannsóknin langvarandi líkamleg heilsufarsáhrif ofbeldis og áfalla á konur. Þetta bætist við aðra áhrifaþætti ójafnréttis á heilsu kvenna, þar á meðal kynbundinn vinnumarkað og umönnunarbyrði kvenna. Konur hafa á hverjum tíma verið um 60% örorkulífeyrisþega. Eykst munurinn milli karla og kvenna með aldri og má rekja stærstan hluta fjölgunar örorkulífeyrisþega á tímabilinu 2008-2019 til kvenna 50 ára og eldri, eða 42,3%. Þá nýta konur heilbrigðisþjónustu meira en karlar svo ótalinn sé kostnaður sveitarfélaga og réttarvörslukerfisins vegna kynbundins ofbeldis. Á fjórða tug verkalýðsfélaga og kvennasamtaka stóðu að kvennaverkfallinu og lögðu áherslu á hnitmiðaðar aðgerðir í þágu jafnréttis, þ.m.t. gegn kynbundnu ofbeldi. Því ber að fagna þar sem alltof lengi hefur þunginn af þjónustu vegna afleiðinga ofbeldis hvílt á borði kvenna og samtaka þeirra og til hliðar við stóru opinberu stuðningskerfin sem oft er samið um við kjarasamningsborðið. Við þurfum öll saman að segja nei við kynbundnu ofbeldi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri hjá sama embætti. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar