„Flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. nóvember 2023 19:15 Perla Ruth Albertsdóttir var valin besti leikmaður Íslands í dag af IHF. Vísir/Hulda Margrét „Við ætluðum okkur sigur í þessum leik. Sást á löngum köflum að við eigum fullt erindi í að spila við þessar stelpur og gátum alveg unnið þær,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta. Ísland tapaði með sex marka mun í fyrsta leik liðsins á HM. Slæm byrjun kostaði liðið en íslensku stelpurnar léku frábærlega á köflum og voru nálægt því að jafna leikinn í síðari hálfleik en Slóvenía stakk af undir lok leiks. Perla Ruth var valin best í liði Íslands í dag og ræddi við RÚV eftir leik, henni fannst Ísland eiga skilið meira úr leiknum. „Ég man varla eftir leiknum akkúrat núna. Það komu augnablik þar sem þær fengu of auðvelda bolta og hraðaupphlaup, of auðveld víti. Fannst þær fá mun meira af auðveldum mörkum en við, ætli munurinn hafi ekki verið þar.“ Var stress ástæða fyrir slakri byrjun íslenska liðsins? „Pottþétt eitthvað svoleiðis. Þær eru búnar að spila mörg stórmót í röð en flestar okkar á sínu fyrsta og flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Langflestar í raun að spila þann leik. Maður bjóst alveg að það yrði smá stress í byrjun.“ „Náðum næstum því að jafna, fannst við vera með þær en það small ekki alveg.“ Perla var spurð út í tilfinninguna að vera maður leiksins í íslenska liðinu. „Mjög blendnar tilfinningar. Ég er mjög glöð og stolt. Við fengum fullt af orku frá fólkinu okkar úr stúkunni, að sjá fólkið sitt í fyrsta sinn í marga daga gaf manni mikið.“ „Geggjuð stúka, Sérsveitin og allt fólkið okkar. Íslendingar eru bara geggjaðir og við erum þakklátar fyrir hvað mörg eru mætt að styðja við bakið á okkur. Ætlum að ná í sigur fyrir íslensku þjóðina í næstu leikjum,“ sagði Perla Ruth að endingu. Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Ísland tapaði með sex marka mun í fyrsta leik liðsins á HM. Slæm byrjun kostaði liðið en íslensku stelpurnar léku frábærlega á köflum og voru nálægt því að jafna leikinn í síðari hálfleik en Slóvenía stakk af undir lok leiks. Perla Ruth var valin best í liði Íslands í dag og ræddi við RÚV eftir leik, henni fannst Ísland eiga skilið meira úr leiknum. „Ég man varla eftir leiknum akkúrat núna. Það komu augnablik þar sem þær fengu of auðvelda bolta og hraðaupphlaup, of auðveld víti. Fannst þær fá mun meira af auðveldum mörkum en við, ætli munurinn hafi ekki verið þar.“ Var stress ástæða fyrir slakri byrjun íslenska liðsins? „Pottþétt eitthvað svoleiðis. Þær eru búnar að spila mörg stórmót í röð en flestar okkar á sínu fyrsta og flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Langflestar í raun að spila þann leik. Maður bjóst alveg að það yrði smá stress í byrjun.“ „Náðum næstum því að jafna, fannst við vera með þær en það small ekki alveg.“ Perla var spurð út í tilfinninguna að vera maður leiksins í íslenska liðinu. „Mjög blendnar tilfinningar. Ég er mjög glöð og stolt. Við fengum fullt af orku frá fólkinu okkar úr stúkunni, að sjá fólkið sitt í fyrsta sinn í marga daga gaf manni mikið.“ „Geggjuð stúka, Sérsveitin og allt fólkið okkar. Íslendingar eru bara geggjaðir og við erum þakklátar fyrir hvað mörg eru mætt að styðja við bakið á okkur. Ætlum að ná í sigur fyrir íslensku þjóðina í næstu leikjum,“ sagði Perla Ruth að endingu.
Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira