Lofsamar Katrínu Tönju og setur aðeins eina fyrir ofan hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2023 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur haldið sig við toppinn í sinni íþrótt síðan hún varð heimsmeistari tvö ár í röð. @katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur ekki orðið heimsmeistari í sjö ár en hún hefur samt verið í heimklassa allan þennan tíma. Austin Heaton hjá Morning Chalk tók okkar konu fyrir og fór yfir magnaðan stöðugleika íslensku CrossFit drottningarinnar. Katrín Tanja náði sjöunda sætinu á heimsleikunum í haust eftir að hafa misst af heimsleikunum árið á undan. Það var mikil áfall fyrir okkar konu en hún kom sterk til baka og kom sér enn á ný í hóp þeirra bestu á heimsmeistaramótinu í ár. Það er vissulega ástæða til að hrósa okkar konu fyrir að halda sér meðal þeirra bestu í heimi í svo langan tíma og þegar samkeppnin verður alltaf meiri og meiri. Samantekt Heaton á því fullan rétt á sér og er mikið hrós fyrir okkar konu. Katrín varð heimsmeistari tvö ár í röð frá 2015 til 2016. Hún komst líka á verðlaunapallinn á heimsleikunum 2018 (3. sæti) og 2020 (2. sæti) og hefur því unnið fern verðlaun á heimsleikum. Katrín hélt sér meðal þeirra fimm bestu á öllum heimsleikunum frá 2015 til 2020 en það ótrúlega gengi endaði þegar hún varð tíunda á heimsleikunum 2021. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Katrín var ótrúlega nálægt því að tyggja sér sæti á heimsleikunum 2022 en rétt misst af því á lokamótinu. Þeir sem þekkja til hennar vita að hún er oftast öflugust á úrslitastundu og í maður á mann keppni. Það hefur hún sýnt og sannað margoft enda erfitt að finna meiri keppnismanneskju. Í ár keppti hún Norður-Ameríkumegin en ekki í Evrópu. Katrín er að vinna að því að verða bandarískur ríkisborgari en hún býr nú með kærasta sínum í Idaho. Hún varð þriðja inn á heimsleikana úr vesturhluta Norður Ameríku. Heaton lofsamar stöðugleika okkar konu sem hann segir þann næstbesta hjá CrosssFit konu undanfarin áratug á eftir sexfalda heimsmeistaranum Tiu Clair Toomey-Orr. Toomey-Orr varð í öðru sæti bæði árin sem Katrín varð heimsmeistari en vann síðan næstu sex ár í röð, 2017-2022, sem er met. Toomey var ekki með í ár þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn í maí. Það á því engin möguleika á því að taka fyrsta sætið af henni. Ungverjinn Laura Horvath tryggði sér heimsmeistaratitilinn í haust og varð þar með sú fyrsta síðan 2015, sem ekki heitir Katrín Tanja eða Tia Clair, til að vinna heimsmeistaratitilinn. Grein Heaton má finna hér en hún er reyndar á bak við læstan vegg Morning Chalk up vefsins. Aðeins áskrifendur geta því lesið samantekt hans. CrossFit Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sjá meira
Katrín Tanja náði sjöunda sætinu á heimsleikunum í haust eftir að hafa misst af heimsleikunum árið á undan. Það var mikil áfall fyrir okkar konu en hún kom sterk til baka og kom sér enn á ný í hóp þeirra bestu á heimsmeistaramótinu í ár. Það er vissulega ástæða til að hrósa okkar konu fyrir að halda sér meðal þeirra bestu í heimi í svo langan tíma og þegar samkeppnin verður alltaf meiri og meiri. Samantekt Heaton á því fullan rétt á sér og er mikið hrós fyrir okkar konu. Katrín varð heimsmeistari tvö ár í röð frá 2015 til 2016. Hún komst líka á verðlaunapallinn á heimsleikunum 2018 (3. sæti) og 2020 (2. sæti) og hefur því unnið fern verðlaun á heimsleikum. Katrín hélt sér meðal þeirra fimm bestu á öllum heimsleikunum frá 2015 til 2020 en það ótrúlega gengi endaði þegar hún varð tíunda á heimsleikunum 2021. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Katrín var ótrúlega nálægt því að tyggja sér sæti á heimsleikunum 2022 en rétt misst af því á lokamótinu. Þeir sem þekkja til hennar vita að hún er oftast öflugust á úrslitastundu og í maður á mann keppni. Það hefur hún sýnt og sannað margoft enda erfitt að finna meiri keppnismanneskju. Í ár keppti hún Norður-Ameríkumegin en ekki í Evrópu. Katrín er að vinna að því að verða bandarískur ríkisborgari en hún býr nú með kærasta sínum í Idaho. Hún varð þriðja inn á heimsleikana úr vesturhluta Norður Ameríku. Heaton lofsamar stöðugleika okkar konu sem hann segir þann næstbesta hjá CrosssFit konu undanfarin áratug á eftir sexfalda heimsmeistaranum Tiu Clair Toomey-Orr. Toomey-Orr varð í öðru sæti bæði árin sem Katrín varð heimsmeistari en vann síðan næstu sex ár í röð, 2017-2022, sem er met. Toomey var ekki með í ár þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn í maí. Það á því engin möguleika á því að taka fyrsta sætið af henni. Ungverjinn Laura Horvath tryggði sér heimsmeistaratitilinn í haust og varð þar með sú fyrsta síðan 2015, sem ekki heitir Katrín Tanja eða Tia Clair, til að vinna heimsmeistaratitilinn. Grein Heaton má finna hér en hún er reyndar á bak við læstan vegg Morning Chalk up vefsins. Aðeins áskrifendur geta því lesið samantekt hans.
CrossFit Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sjá meira