Ákærður fyrir að reyna að bana fyrrverandi: Lífsýni á áfengisflösku á vettvangi Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 12:02 Meint árás mannsins á að hafa átt sér stað í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um hrottafengna árás gegn fyrrverandi kærustu sinni er ákærður fyrir að reyna að verða henni að bana. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem var kveðinn upp í gær um gæsluvarðhald á hendur manninum. Hann hefur setið í varðhaldi frá fjórða september á þessu ári, og í nýjasta úrskurðinum er honum gert að sitja áfram til klukkan fjögur á aðfangadag, 24. desember. Í úrskurðinum er greint frá niðurstöðum lífsýnarannsóknar á áfengisflöskum sem fundust á vettvangi málsins, en DNA-snið sem er eins og DNA-snið mannsins. Jafnframt bendir rannsókn lögreglu á símagögnum til þess að maðurinn hafi verið á vettvangi málsins þegar meint brot áttu sér stað. Í vikunni var greint frá því að maðurinn hefði verið ákærður fyrir árásina, en ekki kom fram hvernig ákæruvaldið myndi vilji heimfæra meint brot. Af því sem kemur fram í úrskurðinum er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi. Árás í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu Framburður manns, sem segist hafa orðið vitni að árásinni, liggur fyrir í málinu. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann hafi orðið var við mann lemja konu og stappa á höfði hennar. Vitnið hafi séð manninn beygja sig niður að konunni og byrja að kyrkja hana. Þá hafi hann heyrt manninn segja: „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. „Mjög mikil hætta“ á áframhaldandi ofbeldi Í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá segir í úrskurðinum að það myndi „misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu ef maður sem hefur verið ákærður hefur verið fyrir svo alvarlegat ofbeldisbrot gegn fyrrum maka sínum gangi laus áður en málinu er lokið með dómi.“ Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Hann hefur setið í varðhaldi frá fjórða september á þessu ári, og í nýjasta úrskurðinum er honum gert að sitja áfram til klukkan fjögur á aðfangadag, 24. desember. Í úrskurðinum er greint frá niðurstöðum lífsýnarannsóknar á áfengisflöskum sem fundust á vettvangi málsins, en DNA-snið sem er eins og DNA-snið mannsins. Jafnframt bendir rannsókn lögreglu á símagögnum til þess að maðurinn hafi verið á vettvangi málsins þegar meint brot áttu sér stað. Í vikunni var greint frá því að maðurinn hefði verið ákærður fyrir árásina, en ekki kom fram hvernig ákæruvaldið myndi vilji heimfæra meint brot. Af því sem kemur fram í úrskurðinum er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi. Árás í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu Framburður manns, sem segist hafa orðið vitni að árásinni, liggur fyrir í málinu. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann hafi orðið var við mann lemja konu og stappa á höfði hennar. Vitnið hafi séð manninn beygja sig niður að konunni og byrja að kyrkja hana. Þá hafi hann heyrt manninn segja: „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. „Mjög mikil hætta“ á áframhaldandi ofbeldi Í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá segir í úrskurðinum að það myndi „misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu ef maður sem hefur verið ákærður hefur verið fyrir svo alvarlegat ofbeldisbrot gegn fyrrum maka sínum gangi laus áður en málinu er lokið með dómi.“
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira