Rodrygo segir Real Madrid banna honum að ræða rifrildið við Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2023 14:46 Lionel Messi og Rodrygo rifust aðeins fyrir leikinn. Getty/Buda Mendes Brasilíski knattspyrnumaðurinn Rodrygo segir að Real Madrid hafi þvertekið fyrir það að hann ræði uppákomu í leik Brasilíu og Argentínu í síðasta landsliðsglugga. Argentína sótti þá 1-0 sigur á Maracana leikvanginn í Ríó þar sem Nicolas Otamendi skoraði eina mark leiksins. #LoMásLeído Lío entre Messi y Rodrygo tras los incidentes del Maracaná https://t.co/d2lOeCB2xD— MARCA (@marca) November 23, 2023 Mikið gekk á fyrir leik þegar lögreglan gekk hart fram í að bæla niður ólæti í stuðningsmönnum argentínska liðsins. Argentínska liðið gekk af velli eftir þjóðsöngvana til að reyna að róa hlutina og leiknum seinkaði um hálftíma. Eftir að argentínska liðið kom úr klefanum þá lenti hinum 22 ára gamla leikmanni Real Madrid saman við Lionel Messi. Samkvæmt fréttum að utan þá sagði Rodrygo við Messi: „Þið hegðið ykkur eins og hugleysingjar, viljið þið ekki spila leikinn?“ Messi á að hafa svarað: „Við erum heimsmeistarar, hvernig erum við hugleysingjar? Passaðu hvað þú segir.“ Le preguntan a Rodrygo por su problema con Messi y responde esto @jigochoa pic.twitter.com/SHEr5szbGB— MARCA (@marca) November 29, 2023 Rodrygo og Messi hættu fljótlega rifrildinu og leikurinn fór í gang. Rodrygo var spurður út í atvikið af blaðamönnum í vikunni. „Ég get ekki talað um þetta atvik. Real Madrid leyfir mér það ekki,“ sagði Rodrygo en Marca segir frá. Rodrygo hefur nú skorað í þremur síðustu leikjum Real í Meistaradeildinni og alls átta mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Hann er með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum í spænsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by FootballJOE (@footballjoe) HM 2026 í fótbolta Argentína Brasilía Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Argentína sótti þá 1-0 sigur á Maracana leikvanginn í Ríó þar sem Nicolas Otamendi skoraði eina mark leiksins. #LoMásLeído Lío entre Messi y Rodrygo tras los incidentes del Maracaná https://t.co/d2lOeCB2xD— MARCA (@marca) November 23, 2023 Mikið gekk á fyrir leik þegar lögreglan gekk hart fram í að bæla niður ólæti í stuðningsmönnum argentínska liðsins. Argentínska liðið gekk af velli eftir þjóðsöngvana til að reyna að róa hlutina og leiknum seinkaði um hálftíma. Eftir að argentínska liðið kom úr klefanum þá lenti hinum 22 ára gamla leikmanni Real Madrid saman við Lionel Messi. Samkvæmt fréttum að utan þá sagði Rodrygo við Messi: „Þið hegðið ykkur eins og hugleysingjar, viljið þið ekki spila leikinn?“ Messi á að hafa svarað: „Við erum heimsmeistarar, hvernig erum við hugleysingjar? Passaðu hvað þú segir.“ Le preguntan a Rodrygo por su problema con Messi y responde esto @jigochoa pic.twitter.com/SHEr5szbGB— MARCA (@marca) November 29, 2023 Rodrygo og Messi hættu fljótlega rifrildinu og leikurinn fór í gang. Rodrygo var spurður út í atvikið af blaðamönnum í vikunni. „Ég get ekki talað um þetta atvik. Real Madrid leyfir mér það ekki,“ sagði Rodrygo en Marca segir frá. Rodrygo hefur nú skorað í þremur síðustu leikjum Real í Meistaradeildinni og alls átta mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Hann er með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum í spænsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by FootballJOE (@footballjoe)
HM 2026 í fótbolta Argentína Brasilía Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira