„Þvílíkur dagur og ég er bara ótrúlega þakklát fyrir stelpurnar, fólkið sem kom og að fjölskyldan hafi komið líka. Ég er fyrst og fremst þakklát.“ segir Elín Jóna sem varð 26 ára í gær.
Aðspurð hvort hún hafi eitthvað getað haldið upp á daginn þegar svo stór leikur var í undirbúningi segir Elín:
„Ég þurfti að setja símann á ‚do not disturb‘ því ég fann að hann var þvílíkt að pípa og ég þurfti að slaka á. Það var smá erfitt en maður náði að fókusa og þetta var fínn leikur sem við spiluðum en leiðinlegt að fá ekki sigurinn.“ segir Elín Jóna.
Elín fékk þá leyfi frá þjálfarateyminu til að fara með fjölskyldunni sinni út að borða eftir leik í gær. Það hafi verið gott að komast aðeins út úr hótelbúbblu landsliðsins og kúplað sig út um stund.
„Ég fékk leyfi til að fara aðeins út að fagna og koma svo heim á hótel aðeins seinna,“
„Það var rosa næs. Það var fínt að geta rölt aðeins fyrir utan og fá annað að borða heldur en hótelmatinn, þó hann sé góður. En líka að fá smá tíma með fjölskyldunni, það var mjög gott,“ segir Elín Jóna.
Elín Jóna og stöllur hennar í íslenska kvennalandsliðinu eiga sinn annan leik á HM á morgun við Ólympíumeistara Frakka. Vísir fylgir landsliðinu hvert fótmál í Stafangri og gerir öllu í kringum leikinn góð skil.