„Hlakka til að berja aðeins á þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 08:00 Díana Dögg er spennt fyrir því að berja á stjörnum franska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Hægri skyttan Díana Dögg Magnúsdóttir segir að það þýði ekki að dvelja við tap Íslands fyrir Slóveníu í fyrsta leik á HM í fyrradag. Afar spennandi verkefni gegn Frakklandi er fram undan í dag. Ísland tapaði á svekkjandi hátt fyrir Slóveníu í fyrsta leik og Díana Dögg segir að þar hafi orkuleysi kostað íslenska liðið eftir að hafa elt andstæðinga sína svo lengi. „Þetta afleit byrjun á mótinu en við náum sem betur fer að koma okkur aðeins til baka. En það er oft erfitt þegar mikil orka fer í að elta svona leiki, þá er erfitt að halda það út. Það er kannski þess vegna sem við endum með að tapa með sex mörkum,“ segir Díana sem segir að það þýði þó ekkert að pæla í þeim leik, skammt er stórra högga á milli. „Við verðum að hugsa strax um næsta leik og koma okkur í hann. Það þýðir ekki dvelja við þetta of lengi.“ Ekki hægt að nálgast leiki öðruvísi en að ætla sér sigur Frakkar eru verkefni dagsins. Díönu líst vel á að mæta einu sterkasta liði heims og ríkjandi Ólympíumeisturum. „Mér líst mjög vel á það. Ég hlakka til að berja aðeins á þeim. Við munum koma gíraðar og sterkar inn í þann leik.“ segir Díana sem segir jafnframt að Ísland fari pressulaust í leik við svo sterkt lið. Klippa: Hlakkar til að berja á Frökkunum „Við þurfum að fara þannig algjörlega inn í þennan leik, þær eru Ólympíumeistarar og eru eitt besta lið í heimi. En við eigum samt að horfa stórt á okkur sjálfar. Ef þær ætla eitthvað að slaka á þurfum við að nýta okkur það,“ „Ég vil vinna alla leiki og það skiptir engu máli á móti hverjum það er eða hversu stórt liðið er. Það er alltaf séns að vinna leiki, lottóið er einn á móti milljón og það er sama í handbolta. Þetta eina litla prósent getur alltaf unnið,“ segir Díana Dögg. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Ísland tapaði á svekkjandi hátt fyrir Slóveníu í fyrsta leik og Díana Dögg segir að þar hafi orkuleysi kostað íslenska liðið eftir að hafa elt andstæðinga sína svo lengi. „Þetta afleit byrjun á mótinu en við náum sem betur fer að koma okkur aðeins til baka. En það er oft erfitt þegar mikil orka fer í að elta svona leiki, þá er erfitt að halda það út. Það er kannski þess vegna sem við endum með að tapa með sex mörkum,“ segir Díana sem segir að það þýði þó ekkert að pæla í þeim leik, skammt er stórra högga á milli. „Við verðum að hugsa strax um næsta leik og koma okkur í hann. Það þýðir ekki dvelja við þetta of lengi.“ Ekki hægt að nálgast leiki öðruvísi en að ætla sér sigur Frakkar eru verkefni dagsins. Díönu líst vel á að mæta einu sterkasta liði heims og ríkjandi Ólympíumeisturum. „Mér líst mjög vel á það. Ég hlakka til að berja aðeins á þeim. Við munum koma gíraðar og sterkar inn í þann leik.“ segir Díana sem segir jafnframt að Ísland fari pressulaust í leik við svo sterkt lið. Klippa: Hlakkar til að berja á Frökkunum „Við þurfum að fara þannig algjörlega inn í þennan leik, þær eru Ólympíumeistarar og eru eitt besta lið í heimi. En við eigum samt að horfa stórt á okkur sjálfar. Ef þær ætla eitthvað að slaka á þurfum við að nýta okkur það,“ „Ég vil vinna alla leiki og það skiptir engu máli á móti hverjum það er eða hversu stórt liðið er. Það er alltaf séns að vinna leiki, lottóið er einn á móti milljón og það er sama í handbolta. Þetta eina litla prósent getur alltaf unnið,“ segir Díana Dögg. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita