HM í handbolta: Gestgjafaþjóðirnar fögnuðu allar sigri Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 21:02 Þórir Hergeirsson stýrði Noregi til sigurs gegn Austurríki og tryggði þeim sæti í úrslitakeppninni. Vísir/EPA Allar þrjár gestgjafaþjóðir Heimsmeistaramótsins í handbolta stigu samtímis á gólf í kvöld og Spáni tókst að tryggja sig áfram upp úr riðlinum. HM í handbolta fer fram í Noregi, Svíþjóð og Danmörku þessa dagana. Þórir Hergeirsson stýrði norska liðinu til sigurs gegn Grænlandi í opnunarleik mótsins og aftur gegn Austurríki í kvöld sem tryggði þeim sæti í úrslitakepninni. Noregur tryggði sér með þessum sigri sæti í úrslitakeppninni en næst leika þær úrslitaleik við S-Kóreu um efsta sætið. Þær eru að sjálfsögðu ríkjandi Evrópu- og Heimsmeistarar og ætla sér alla leið á mótinu. Svíþjóð fór svo létt með Kína á heimavelli sínum í Gautaborg. Þetta var fyrsti leikur beggja liða á mótinu en með þeim í riðli eru Senegal og Króatía, sem gerðu jafntefli sín á milli fyrr í dag. Svíarnir voru mun líklegri til sigurs þegar spáð var í spilin fyrir leik, spáin raungerðist svo en þær sænsku áttu aldrei í vandræðum með þær kínversku. Kína er mætt til leiks á átjánda Heimsmeistaramótið sitt í röð, en hefur aldrei komist áfram í úrslitakeppninna. Danmörk lék sömuleiðis sinn fyrsta leik á mótinu þegar þær tóku á móti Serbíu. Þær dönsku þykja sigurstranglegar á mótinu og sönnuðu það með góðri frammistöðu gegn ungu og feykisterku liði Serba. Spáni tókst svo að tryggja sig áfram í úrslitakeppni mótsins með öruggum sigri gegn Úkraínu. Þær byrjuðu mótið á afturfótunum og lentu í miklum vandræðum með Kasakhstan í fyrsta leiknum en sýndu snilli sína í kvöld. Þær leika næst hreinan úrslitaleik gegn Brasilíu um sigur í G-riðli. Úrslit kvöldsins á HM í handbolta: Svíþjóð - Kína 36-24 Austurríki - Noregur 28-45 Danmörk - Serbía 25-21 Spánn - Úkraína 32-20 Næsti leikur Íslands á mótinu verður á morgun klukkan 17:00 gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Frakklands. Vísir fylgir stelpunum okkar vel eftir fram að leik og færir allar helstu fregnir frá Stafangri. HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Tengdar fréttir Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
HM í handbolta fer fram í Noregi, Svíþjóð og Danmörku þessa dagana. Þórir Hergeirsson stýrði norska liðinu til sigurs gegn Grænlandi í opnunarleik mótsins og aftur gegn Austurríki í kvöld sem tryggði þeim sæti í úrslitakepninni. Noregur tryggði sér með þessum sigri sæti í úrslitakeppninni en næst leika þær úrslitaleik við S-Kóreu um efsta sætið. Þær eru að sjálfsögðu ríkjandi Evrópu- og Heimsmeistarar og ætla sér alla leið á mótinu. Svíþjóð fór svo létt með Kína á heimavelli sínum í Gautaborg. Þetta var fyrsti leikur beggja liða á mótinu en með þeim í riðli eru Senegal og Króatía, sem gerðu jafntefli sín á milli fyrr í dag. Svíarnir voru mun líklegri til sigurs þegar spáð var í spilin fyrir leik, spáin raungerðist svo en þær sænsku áttu aldrei í vandræðum með þær kínversku. Kína er mætt til leiks á átjánda Heimsmeistaramótið sitt í röð, en hefur aldrei komist áfram í úrslitakeppninna. Danmörk lék sömuleiðis sinn fyrsta leik á mótinu þegar þær tóku á móti Serbíu. Þær dönsku þykja sigurstranglegar á mótinu og sönnuðu það með góðri frammistöðu gegn ungu og feykisterku liði Serba. Spáni tókst svo að tryggja sig áfram í úrslitakeppni mótsins með öruggum sigri gegn Úkraínu. Þær byrjuðu mótið á afturfótunum og lentu í miklum vandræðum með Kasakhstan í fyrsta leiknum en sýndu snilli sína í kvöld. Þær leika næst hreinan úrslitaleik gegn Brasilíu um sigur í G-riðli. Úrslit kvöldsins á HM í handbolta: Svíþjóð - Kína 36-24 Austurríki - Noregur 28-45 Danmörk - Serbía 25-21 Spánn - Úkraína 32-20 Næsti leikur Íslands á mótinu verður á morgun klukkan 17:00 gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Frakklands. Vísir fylgir stelpunum okkar vel eftir fram að leik og færir allar helstu fregnir frá Stafangri.
Úrslit kvöldsins á HM í handbolta: Svíþjóð - Kína 36-24 Austurríki - Noregur 28-45 Danmörk - Serbía 25-21 Spánn - Úkraína 32-20
HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Tengdar fréttir Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30