Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 08:01 Ásmundur og Moustafa voru saman á fyrstu tveimur leikjum Íslands í riðlakeppninni í Stafangri. Ásmundur reyndi að sannfæra þann egypska um að veita Norðurlöndunum HM 2029 eða 2031, þar á meðal nýrri höll á Íslandi. Vísir/Samsett Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Ásmundur Einar var fyrst og fremst mættur til Stafangurs í Noregi til að styðja stelpurnar okkar áfram en þær hafa spilað við Slóveníu og Frakkland það sem af er riðlakepppni HM og eiga fram undan úrslitaleik við Angóla um sæti í milliriðli. Ásmundur var tekinn tali fyrir leikinn við Frakka í gær. „Mér finnst þær bara ótrúlega flottar. Það er flott að sjá kraftinn í þeim og orkuna. Þetta er ungt lið og ég held að framtíðin sé gríðarlega björt. Það er gaman að sjá að þær séu komnar á þetta stig og þær gera miklu meira en að valda því.“ Klippa: Lofaði Hasan Moustafa Þjóðarhöll Hasan Moustafa er forseti IHF, og hefur verið frá því um aldamót. Hann er afar umdeildur en var sessunautur Ásmundar Daða í Stafangri á leikjunum tveimur. Vert var að spyrja hvernig samskiptin hefðu verið við hinn 79 ára gamla Moustafa. „Hann er kannski aðeins af annarri kynslóð en ég. En ég hvatti hann til þess að taka vel í umsókn Norðurlandanna um að halda HM 2029 eða 2031 og sagði honum að þá yrðum við Íslendingar að sjálfsögðu búnir að byggja þjóðarhöll. Þannig að hann þyrfti bara að koma með heimsmeistaramótið heim. Við hvöttum til þess en annars horfðum við bara á leikinn og má segja að hann hafi setið aðeins meira kjurr heldur en ég,“ segir Ásmundur. Ásmundur var þá spurður um möguleikann á því að brjóta loforð gegn manni eins og Moustafa. „Ég hef minnstar áhyggjur af því að brjóta loforð gegn þessum manni. En gagnvart íþróttunum þá ætlum við að byggja þjóðarhöll af því það verður að bæta aðstöðu íþróttanna okkkar. Við erum á síðustu metrunum með að klára samkomulag um þjóðarhöll með borginni og ríkinu. Það verður gaman að sjá það verkefni fara af stað og geta þá farið í fleiri slík verkefni,“ segir Ásmundur. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Ásmundur Einar var fyrst og fremst mættur til Stafangurs í Noregi til að styðja stelpurnar okkar áfram en þær hafa spilað við Slóveníu og Frakkland það sem af er riðlakepppni HM og eiga fram undan úrslitaleik við Angóla um sæti í milliriðli. Ásmundur var tekinn tali fyrir leikinn við Frakka í gær. „Mér finnst þær bara ótrúlega flottar. Það er flott að sjá kraftinn í þeim og orkuna. Þetta er ungt lið og ég held að framtíðin sé gríðarlega björt. Það er gaman að sjá að þær séu komnar á þetta stig og þær gera miklu meira en að valda því.“ Klippa: Lofaði Hasan Moustafa Þjóðarhöll Hasan Moustafa er forseti IHF, og hefur verið frá því um aldamót. Hann er afar umdeildur en var sessunautur Ásmundar Daða í Stafangri á leikjunum tveimur. Vert var að spyrja hvernig samskiptin hefðu verið við hinn 79 ára gamla Moustafa. „Hann er kannski aðeins af annarri kynslóð en ég. En ég hvatti hann til þess að taka vel í umsókn Norðurlandanna um að halda HM 2029 eða 2031 og sagði honum að þá yrðum við Íslendingar að sjálfsögðu búnir að byggja þjóðarhöll. Þannig að hann þyrfti bara að koma með heimsmeistaramótið heim. Við hvöttum til þess en annars horfðum við bara á leikinn og má segja að hann hafi setið aðeins meira kjurr heldur en ég,“ segir Ásmundur. Ásmundur var þá spurður um möguleikann á því að brjóta loforð gegn manni eins og Moustafa. „Ég hef minnstar áhyggjur af því að brjóta loforð gegn þessum manni. En gagnvart íþróttunum þá ætlum við að byggja þjóðarhöll af því það verður að bæta aðstöðu íþróttanna okkkar. Við erum á síðustu metrunum með að klára samkomulag um þjóðarhöll með borginni og ríkinu. Það verður gaman að sjá það verkefni fara af stað og geta þá farið í fleiri slík verkefni,“ segir Ásmundur. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Sjá meira