Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 20:15 Lilja og Katrín Tinna njóta sín vel á heimsmeistaramótinu. Samsett/Valur Páll Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. Íslenska liðið komst ágætlega frá leiknum við Frakkland í gær sem tapaðist með níu mörkum eftir að liðið hafði verið tíu mörkum undir í hálfleik. Lykilleikmenn fengu hvíld fyrir leikinn við Angóla og þá fengu ungir leikmenn tækifæri til að máta sig við bestu leikmenn heims. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið í ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt. Að fá að spila á móti þeim er ótrúlega gott og gaman að sjá hvernig með stendur á móti þessum stóru liðum,“ segir hin 19 ára gamla Lilja Ágústsdóttir, sem þótti gaman að sjá stuðninginn í stúkunni í gær. „Þetta var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn að koma. Maður fékk alveg gæsahúð eftir leik að sjá þetta. Þetta var rosalegt.“ Mikilvægt, skemmtilegt og lærdómsríkt Hin 21 árs gamla Katrín Tinna Jensdóttir spilaði einnig lungann úr leik gærdagsins. „Þetta var erfitt en skemmtilegur leikur. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að spila á móti svona sterkum þjóðum og fá að máta okkur við þær.“ segir Katrín Tinna og bætir við: „Mér finnst þetta ótrúlega gaman og lærdómsríkt að fá að vera hérna. Fyrir mann sem svona ungan leikmann að fá að vera á svona stórmóti er bara gríðarlega mikilvægt og maður lærir ótrúlega mikið af þessu.“ Mæta brjálaðar til leiks Angóla er næsta verkefni klukkan 17:00 á morgun í lokaumferð riðilsins. Liðið sem vinnur þann leik fer áfram í milliriðil í Þrándheimi en tapliðið hafnar í neðsta sæti og fer í Forsetabikarinn í Danmörku. „Þetta er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er tilbúin í þetta. Þegar riðillinn var dreginn hugsaði maður um Angóla en við vissum að það þýðir ekkert að vanmeta þær. Þær eru drulluseigar og góðar í handbolta. Þær spila skemmtilegan bolta sem við erum ekki vanar að sjá á Íslandi. Við þurfum að mæta brjálaðar í þennan leik og búast við öllu. Þá held ég að þetta geti orðið helvíti skemmtilegt.“ segir skyttan Thea Imani Sturludóttir, sem setur stefnuna á Þrándheim. „Já, klárlega við viljum það.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Íslenska liðið komst ágætlega frá leiknum við Frakkland í gær sem tapaðist með níu mörkum eftir að liðið hafði verið tíu mörkum undir í hálfleik. Lykilleikmenn fengu hvíld fyrir leikinn við Angóla og þá fengu ungir leikmenn tækifæri til að máta sig við bestu leikmenn heims. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið í ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt. Að fá að spila á móti þeim er ótrúlega gott og gaman að sjá hvernig með stendur á móti þessum stóru liðum,“ segir hin 19 ára gamla Lilja Ágústsdóttir, sem þótti gaman að sjá stuðninginn í stúkunni í gær. „Þetta var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn að koma. Maður fékk alveg gæsahúð eftir leik að sjá þetta. Þetta var rosalegt.“ Mikilvægt, skemmtilegt og lærdómsríkt Hin 21 árs gamla Katrín Tinna Jensdóttir spilaði einnig lungann úr leik gærdagsins. „Þetta var erfitt en skemmtilegur leikur. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að spila á móti svona sterkum þjóðum og fá að máta okkur við þær.“ segir Katrín Tinna og bætir við: „Mér finnst þetta ótrúlega gaman og lærdómsríkt að fá að vera hérna. Fyrir mann sem svona ungan leikmann að fá að vera á svona stórmóti er bara gríðarlega mikilvægt og maður lærir ótrúlega mikið af þessu.“ Mæta brjálaðar til leiks Angóla er næsta verkefni klukkan 17:00 á morgun í lokaumferð riðilsins. Liðið sem vinnur þann leik fer áfram í milliriðil í Þrándheimi en tapliðið hafnar í neðsta sæti og fer í Forsetabikarinn í Danmörku. „Þetta er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er tilbúin í þetta. Þegar riðillinn var dreginn hugsaði maður um Angóla en við vissum að það þýðir ekkert að vanmeta þær. Þær eru drulluseigar og góðar í handbolta. Þær spila skemmtilegan bolta sem við erum ekki vanar að sjá á Íslandi. Við þurfum að mæta brjálaðar í þennan leik og búast við öllu. Þá held ég að þetta geti orðið helvíti skemmtilegt.“ segir skyttan Thea Imani Sturludóttir, sem setur stefnuna á Þrándheim. „Já, klárlega við viljum það.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira