„Losna aldrei við hann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. desember 2023 09:01 Lilja ásamt föður sínum og aðstoðarþjálfara landsliðsins, Ágústi Jóhannssyni. Mynd/Úr einkasafni Lilja Ágústsdóttir er yngsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins á HM í handbolta. Hún nýtur sín vel og býr að góðum stuðningi í teymi íslenska liðsins. „Mér líður bara vel með þetta, þó þetta hafi verið erfitt og við að spila gegn rosalega góðu liði. Mér fannst við gera vel í seinni hálfleik og ég er ágætlega sátt með okkur.“ segir Lilja um það að fá að mæta Ólympíumeisturum Frakka í fyrradag. Liðið sé afar sterkt. „Þetta er allt annað lið en lið sem við höfum verið að spila á móti. Mun hraðari og sterkari, fljótari á fótunum og mjög sterkt lið.“ Klippa: Ekki beint pabbi á svona stórmótum Með stjörnurnar í augunum Það sé þá ákveðin upplifun að deila hóteli með Frökkum en á hóteli íslenska liðsins gista hin þrjú liðin í riðlinum einnig; Frakkland, Slóvenía og Angóla. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið á ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt,“ segir Lilja. Það hafi verið frábært að fá að máta sig við heimsklassa leikmenn Frakka í fyrradag. „Þetta var ótrúlega gaman, þó þetta hafi verið erfiður leikur. Það að fá að spila á móti þeim er ógeðslega gott og gaman að sjá hvernig maður stendur sig á móti þessum stóru liðum.“ „Það var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn og maður fékk alveg gæsahúð eftir leik. Þetta var rosalegt,“ segir Lilja. Ekki beint pabbi á svona mótum Aðstoðarþjálfari íslenska liðsins er Ágúst Þór Jóhannsson, faðir Lilju. Hann þjálfar hana einnig hjá Val heima á Íslandi. Losnar hún aldrei við hann? „Nei, ég losna aldrei við hann. En mér finnst það bara fínt. Það er gott að hafa pabba á bekknum. Hann er kannski ekki beint pabbi minn á svona mótum en mér finnst mjög fínt að hafa hann,“ Lilja ásamt foreldrum sínum, Ágústi og Sigríði.Mynd/Úr einkasafni „Hann er bara þjálfari en er alltaf til í að hjálpa manni og kemur með góða punkta og svona,“ segir Lilja. Í dag er úrslitaleikur við Angóla um það hvort liðanna kemst í milliriðil. Lilju líst vel á verkefnið. „Mér líst bara vel á þetta. Við spiluðum á móti þeim á Posten Cup og fórum þar illa með færin. Mér finnst við eiga mjög mikinn séns á móti þeim og held við getum alveg unnið þær,“ segir Lilja. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 í dag og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
„Mér líður bara vel með þetta, þó þetta hafi verið erfitt og við að spila gegn rosalega góðu liði. Mér fannst við gera vel í seinni hálfleik og ég er ágætlega sátt með okkur.“ segir Lilja um það að fá að mæta Ólympíumeisturum Frakka í fyrradag. Liðið sé afar sterkt. „Þetta er allt annað lið en lið sem við höfum verið að spila á móti. Mun hraðari og sterkari, fljótari á fótunum og mjög sterkt lið.“ Klippa: Ekki beint pabbi á svona stórmótum Með stjörnurnar í augunum Það sé þá ákveðin upplifun að deila hóteli með Frökkum en á hóteli íslenska liðsins gista hin þrjú liðin í riðlinum einnig; Frakkland, Slóvenía og Angóla. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið á ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt,“ segir Lilja. Það hafi verið frábært að fá að máta sig við heimsklassa leikmenn Frakka í fyrradag. „Þetta var ótrúlega gaman, þó þetta hafi verið erfiður leikur. Það að fá að spila á móti þeim er ógeðslega gott og gaman að sjá hvernig maður stendur sig á móti þessum stóru liðum.“ „Það var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn og maður fékk alveg gæsahúð eftir leik. Þetta var rosalegt,“ segir Lilja. Ekki beint pabbi á svona mótum Aðstoðarþjálfari íslenska liðsins er Ágúst Þór Jóhannsson, faðir Lilju. Hann þjálfar hana einnig hjá Val heima á Íslandi. Losnar hún aldrei við hann? „Nei, ég losna aldrei við hann. En mér finnst það bara fínt. Það er gott að hafa pabba á bekknum. Hann er kannski ekki beint pabbi minn á svona mótum en mér finnst mjög fínt að hafa hann,“ Lilja ásamt foreldrum sínum, Ágústi og Sigríði.Mynd/Úr einkasafni „Hann er bara þjálfari en er alltaf til í að hjálpa manni og kemur með góða punkta og svona,“ segir Lilja. Í dag er úrslitaleikur við Angóla um það hvort liðanna kemst í milliriðil. Lilju líst vel á verkefnið. „Mér líst bara vel á þetta. Við spiluðum á móti þeim á Posten Cup og fórum þar illa með færin. Mér finnst við eiga mjög mikinn séns á móti þeim og held við getum alveg unnið þær,“ segir Lilja. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 í dag og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15
Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15
Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01