„Við þurfum að breyta þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 23:31 Við þurfum að byrja betur. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson er spenntur fyrir úrslitaleik Íslands við Angóla um sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta sem fram fer á morgun. Alveg ljóst er hvað Ísland þarf að bæta frá síðustu tveimur leikjum. Ísland lenti 11-3 undir snemma leik gegn Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum í gær. Morgunljóst er að liðið þarf að læra lexíu hvað upphaf leikja varðar. Arnar kveðst hafa imprað á þessu við leikmenn á fundi í morgun. „Það er klárt. Við funduðum í morgun og ræddum þetta meðal annars. Við þurfum að breyta þessu, finna einhverjar lausnir og byrja þessa leiki betur. Við erum að fara í hörkuleik á morgun gegn sterku liði og við getum ekki gefið þeim eitt eða neitt á fyrstu mínútunum.“ segir Arnar. Angóla stóð vel í bæði Frökkum og Slóvenum. Frakkar rétt mörðu þær í fyrsta leik með minnsta mun og þá voru þær allan tímann inni í leiknum við Slóvena sem að endingu tapaðist. „Þetta er mjög sterkt lið. Það sem mér finnst líka bara frábært í þessu er að handboltaáhugamenn á Íslandi sem hafa kannski ekki verið að fylgjast mjög mikið með alþjóðlegum kvennahandbolta eru að sjá hversu mörg öflug lið eru hérna. Á morgun erum við að takast á við margfalda Afríkumeistara sem eru gríðarlega sterkar,“ segir Arnar. Nýtur sín í botn Ísland er á HM í fyrsta sinn í tólf ár. Allir leikmenn nema Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á HM í fyrsta sinn og sama er að segja um Arnar sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Hér er hann í essinu sínu. Klippa: Markmiðið að koma okkur í milliriðilinn „Mér finnst þetta frábært. Þetta er ofboðslega skemmtilegt. Það er gaman að vera hérna með stelpunum, liðinu og teyminu. Þetta er það sem við höfum gaman af því að gera – spila, vera í og grúska í handbolta – ég er að njóta þess í botn. Auðvitað er maður að læra helling. Alveg örugglega verður það þannig þegar maður gerir þetta upp að það verða einhverjir hlutir sem maður gerir öðruvísi þegar við förum næst,“ segir Arnar. Stemningin í stúkunni frábær og hjálpar til Íslensku stuðningsmennirnir hafa alfarið haldið uppi stemningu á leikjum stelpnanna okkar hingað til. Stuðningurinn hafi reynst mikilvægur í leiknum við Frakka í gær. „Þetta er skemmtilegt. Eins og í gær, þegar við lentum illa undir til að byrja með hélt stúkan áfram að styðja okkur. Það hjálpaði okkur klárlega í gegnum þennan erfiða kafla,“ segir Arnar og bætir við: „Frammistaðan eftir erfiðan kafla var mjög góð og við getum klárlega þakkað stúkunni að stórum hluta fyrir það. Hún var frábær og stelpurnar töluðu um það hvað það var mikilvægt að hafa fólkið í stúkunni.“ Markmiðið fyrir morgundaginn sé þá skýrt. Ísland ætli sér sigur og sæti í milliriðli á morgun. „Við stefnum á það. Við ætlum að spila mjög góðan leik á morgun og vitum það alveg að til þess að það markmið náist verðum við að eiga toppleik og bæta okkur á öllum sviðum. Það er klárlega markmiðið á morgun að skila góðu verki gegn mjög sterku liði og koma okkur í milliriðilinn.“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Ísland lenti 11-3 undir snemma leik gegn Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum í gær. Morgunljóst er að liðið þarf að læra lexíu hvað upphaf leikja varðar. Arnar kveðst hafa imprað á þessu við leikmenn á fundi í morgun. „Það er klárt. Við funduðum í morgun og ræddum þetta meðal annars. Við þurfum að breyta þessu, finna einhverjar lausnir og byrja þessa leiki betur. Við erum að fara í hörkuleik á morgun gegn sterku liði og við getum ekki gefið þeim eitt eða neitt á fyrstu mínútunum.“ segir Arnar. Angóla stóð vel í bæði Frökkum og Slóvenum. Frakkar rétt mörðu þær í fyrsta leik með minnsta mun og þá voru þær allan tímann inni í leiknum við Slóvena sem að endingu tapaðist. „Þetta er mjög sterkt lið. Það sem mér finnst líka bara frábært í þessu er að handboltaáhugamenn á Íslandi sem hafa kannski ekki verið að fylgjast mjög mikið með alþjóðlegum kvennahandbolta eru að sjá hversu mörg öflug lið eru hérna. Á morgun erum við að takast á við margfalda Afríkumeistara sem eru gríðarlega sterkar,“ segir Arnar. Nýtur sín í botn Ísland er á HM í fyrsta sinn í tólf ár. Allir leikmenn nema Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á HM í fyrsta sinn og sama er að segja um Arnar sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Hér er hann í essinu sínu. Klippa: Markmiðið að koma okkur í milliriðilinn „Mér finnst þetta frábært. Þetta er ofboðslega skemmtilegt. Það er gaman að vera hérna með stelpunum, liðinu og teyminu. Þetta er það sem við höfum gaman af því að gera – spila, vera í og grúska í handbolta – ég er að njóta þess í botn. Auðvitað er maður að læra helling. Alveg örugglega verður það þannig þegar maður gerir þetta upp að það verða einhverjir hlutir sem maður gerir öðruvísi þegar við förum næst,“ segir Arnar. Stemningin í stúkunni frábær og hjálpar til Íslensku stuðningsmennirnir hafa alfarið haldið uppi stemningu á leikjum stelpnanna okkar hingað til. Stuðningurinn hafi reynst mikilvægur í leiknum við Frakka í gær. „Þetta er skemmtilegt. Eins og í gær, þegar við lentum illa undir til að byrja með hélt stúkan áfram að styðja okkur. Það hjálpaði okkur klárlega í gegnum þennan erfiða kafla,“ segir Arnar og bætir við: „Frammistaðan eftir erfiðan kafla var mjög góð og við getum klárlega þakkað stúkunni að stórum hluta fyrir það. Hún var frábær og stelpurnar töluðu um það hvað það var mikilvægt að hafa fólkið í stúkunni.“ Markmiðið fyrir morgundaginn sé þá skýrt. Ísland ætli sér sigur og sæti í milliriðli á morgun. „Við stefnum á það. Við ætlum að spila mjög góðan leik á morgun og vitum það alveg að til þess að það markmið náist verðum við að eiga toppleik og bæta okkur á öllum sviðum. Það er klárlega markmiðið á morgun að skila góðu verki gegn mjög sterku liði og koma okkur í milliriðilinn.“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita