Alexander Jallow setti opnunarmarkið strax á 10. mínútu, Gennaro Borrelli tvöfaldaði svo forystuna eftir klaufalegan varnarleik Sampdoria og Birkir Bjarnason fullkomnaði fyrri hálfleik Brescia með þriðja markinu rétt áður en hálfleiksflautið gall.
41’ | GOOOOOL⚽️
— Brescia Calcio BSFC (@BresciaOfficial) December 3, 2023
IL VICHINGOOOOOOOOOOOOOOO🛡️
Brescia 🆚 Sampdoria | 3-0#BRESAM #ForzaBrescia pic.twitter.com/qf2TiFP23S
Yfirburðir Brescia í fyrri hálfleiknum gaf þeim góðan slaka í þeim seinni, þeir nýttu allar fimm skiptingar sínar og hægðu vel á leiknum. Sampdoria minnkaði muninn undir blálokin en það var heldur seint í rassinn gripið og niðurstaðan að endingu öruggur sigur hjá Brescia.
Þeir berjast ásamt Sampdoria um miðja næstefstu deild á Ítalíu, með 18 stig eftir 15 leiki og í 11. sæti en Sampdoria er tveimur stigum fyrir aftan þá í 14. sætinu. Þetta var þriðja mark Birkis í fjórtán leikjum á tímabilinu.